Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Síða 11
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2011
11
Ungur grænmetissölumaður við landamæri Zimbabwe og
Mosambique.
BÖRN að leik við Malavívatn.
BÚDDISTI í Katmandu, höfuðborg Nepai, stillir sér upp fyrir nokkrar rúpíur.
STEINÞYRPINGIN „Devil’s Marbels“ í miðri Ástralíu er helgur
staður fyrir innfædda og ágætur náttstaður fyrir ferðalanga.
„Eftirminnilegast er líklega að
vera ferðamaður í Yemen þegar allt
var á suðupunkti í Norður-Afríku
og Mið-Austurlöndum. Það kostaði
líka mikla þrautseigju að komast
þangað, því dagana á undan var
mér vísað frá, bæði Eþíópíu og
Djibouti og á annan sólarhring bjó
ég á gólfinu á flugstöðinni í Addis
Ababa, meðan vegabréfið mitt var
týnt í kerfinu. Það var einnig
eftirminnilegt að koma til Tíbet,
eftir að hafa verið þar fimm árum
fyrr, og sjá hversu miklar breyting-
ar hafa orðið og hversu her og
lögregla er áberandi á annars
friðsælum götum þar.“
Var einhver staður sem þér
fannst skemmtilegri en annar?
Var einhver sem var t.d. hættu-
legri en annar? Lentir þú í háska
eða í aðstæðum sem þér fannst
ekki 100% öruggar eða var þetta
nokkuð örugg ferð?
„Eg veit ekki hvort skemmtilegt er
rétta orðið. Margar borgir og staðir
í Afríku eru sérstaklega hættulegir
og í raun ekkert vit að vera þar á
ferðinni. Og staðir eins og Pakist-
an og Yemen em ekkert lamb að
leika sér við þegar hiti hleypur í
menn, en það hefur kannski
ákveðið skemmtanagildi að verða
vitni að slíkum hlutum. Það má
lágmarka áhættu stórkostlega með
því að vera skynsamur og fylgja
ákveðnum grunnreglum. Eg gerði
það í hvívetna. Það hitnaði aðeins
undir mér í Malaví, þegar ég vakn-
aði um miðja nótt við að lítill
hópur manna gerði sig tilbúnn að
koma inn á hótelherbergi til mín,
en fældust þegar ég öskraði á þá
gegnum hurðina. Það var líka vel
heitt í Lahore í Pakistan, þar sem
fánar vestrænna þjóða voru brennd-
ir á götum, en ég var svo „heppinn"
að vera með niðurgang, læsti mig
því inni á hótelherbergi og flúði
svo yfir til Indands um leið og það
sljákkaði í mannskapnum."
Býsna geðveikur heimur
Sighvatur segir að foreldramir hafi
tekið þessu brölti hans af æðruleysi
enda hafi það verið þeim að
„kenna“ að hann hafi leiðst út í
svona vitleysu, eins og hann orðar
það sjálfur. „En á móti kemur að
ég hét því að fara varlega, auk þess
er mikill munur hvort maður er á
þrítugs- eða fertugsaldri í slíkri
ferð. Eg myndi ekki hrópa húrra
fyrir því að mjög ungir menn færu í
svona ferð.“
Varstu ekkert þreyttur á þessu
ferðalagí?
„Það komu jú tímar sem ég var
orðinn nokkuð framlágur en heilt á
litið leið þetta nokkuð vel. Það
vann í raun á að hafa nóg fyrir
stafni í video- og söfnunarmálum
og tíminn leið hratt og örugglega.
Ég passaði mig sérstaklega á að
horfa passlega langt fram í tímann
og taka þetta í jrrepum, hver heims-
álfa fyrir sig. Á endanum var ég
sæll og þreyttur, tilbúinn að halda
heim, en ekki aðframkominn."
Eins og gefur að skilja var
umhverfið ansi frábrugðið því sem
Sighvatur þekkir hér á Islandi.
„Það er efni í mikla doðranta að
fara yfir menningarmun landa.
Ferðin lá að stórum hluta í gegnum
lönd þriðja heimsins og fátæktin
víða um heim er gríðarlega mikil.
Ég hef lýst þessu þannig að ég
telji að sú pólitíska, réttsýna hugs-
un að „fólk sé fólk“, sé í raun tál-
sýn og það eina sem sameini stóran
hluta mannkyns sé í raun erfða-
efnið. Hugarheimur vestrænna og
austrænna er í grunninn gjörólíkur
og í raun fátt sem sameinar, nema
sameiginlegir viðskiptalegir hags-
munir. Heimurinn getur frómt frá
sagt verið býsna geðveikur.“
Skemmtilegast að kynn-
ast heiminum
Hvað myndir þú segja að hefði
verið erfiðast við ferðalagið?
„Að halda dampi í því að halda
prógramminu gangandi, þ.e. að
vera í sífellu að taka upp mynd-
bönd en á sama tíma að skipuleggja
næstu skref, þ.e. hvert á að fara,
hvar á að sofa og sjá í raun aldrei
meira en sólarhring fram í tímann í
þeim efnum. Ætli óvissan sé ekki
andlega erfiðust, en auðvelt hjá að
komast að mestu með öguðum
vinnubrögðum og réttu hugarfari."
En auðveldast og skemmtilegast?
„Auðveldust voru ferðalögin sjálf.
Dögum saman hafði ég ekkert
annað að gera en að sitja í lestum
og rútum, stundum dögum saman,
sem gat verið hin besta afslöppun
og í rauninni þrælauðvelt.
Skemmtilegast var að kynnast
heiminum í hnotskum og finna
hvernig hver hugmyndamúrinn á
fætur öðrum féll í valinn fyrir raun-
vörulegri reynslu. Videogerðin var
einnig mjög skemmtileg, þrátt fyrir
að vera krefjandi."
Sumarhúsið verður
byggt
Sighvatur segir að ekki liggi fyrir
hversu mikið fé hafi safnast í ferð-
inni, símafyrirtækin eigi enn eftir
að taka það saman en hann hafi þó
upplýsingar að upphæðin hlaupi á
einhveijum milljónum króna.
Umhyggja kemur til með að njóta
góðs af söfnuninni en Sighvatur
segist hafa fundið fyrir miklum
áhuga fyrir ferðinni og málefninu á
ferðalagi sfnu. „Mjög svo. Ég
fylgdist vel með áhorfstölum, sem
fóm langt fram úr væntingum. Það
er augljóst að margir höfðu áhuga
bæði fyrir verkefninu og málefninu.
Margir spyrja út í ferðina og allir
vilja heyra að minnsta kosti eina
krassandi sögu.“
Verður hægt að byggja sumarhús
fyrir langveik börn eins og stefnt
var að?
„Já, það verður hægt. Stjóm Um-
hyggju hefur upplýst mig um að
fyrstu skrefm séu framundan og að
verkefnið muni fara af stað fljót-
lega,“ sagði Sighvatur að lokum.
Júlíus Ingason.
HENGIRÚMASAMFÉLAG um borð í fljótabáti er siglir niður
Amazon. Kannski eitthvað sem ætti að taka upp um borð í Herjólfi?
JAMEN leiðsögumaður í Sana, höfuðborg Jemen, segir farir sínar ekki sléttar eftir að lætin hófust í heims-
hlutanum.