Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Síða 15
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2011 15 Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar: Stærri verslun og meira vöruúrval Á dögunum opnaði Krónan nýja og endurbætta verslun við Strandveg. Verslunarrýmið var stækkað talsvert og lagað, m.a. sett ný lýsing, nýir kælar og nýtt gólfefni enda er talsverður munur á búðinni. Þá var Kristleifur Guðmundsson ráðinn nýr verslunarstjóri Krónunnar í Eyjum. Kristinn Skúlason, framkvæmda- stjóri Krónunnar, var í Eyjum í síðustu viku til að skoða búðina og hann sagði í samtali við Fréttir að breytingin væri gerð til að samræma útlit hennar við verslanir Krónunnar annars staðar. „Markmiðið er að endumýja sem flestar búðir sem em gamlar en í notkun ennþá. Við erum með ákveðið útlit í Krónuverslununum í Reykjavík, bjart rými og ferskt útlit og það er það sem við emm að sjá hér. Þetta er svona okkar útlit. Auk þess stækkuðum við verslunarrýmið um 100 fermetra og okkur veitti ekkert af því. Verslunin var full lítil áður.“ Kristinn segir ennfremur að breyt- ingamar séu ekki eingöngu á útliti, heldur finni viðskiptavinir einnig breytingu á vöraúrvali. „Við fjölg- um vöruflokkum, gemm meira fyrir ferskvömna þannig að ávextir og grænmeti fá meira vægi, kjötdeildin stækkar og mjólkurkælir er tvöfallt stærri en áður. Síðan emm við að auka lífrænar og vistvænar vörur.“ Krónan hefur rekið verslunina í Eyjum í nokkur ár og Kristinn segir að reksturinn hér sé ekki eins hag- kvæmur og annars staðar. „Það hef- ur ekki gengið sérstaklega vel rekstrarlega því flutningskostnaður er mikill en við emm með sama verð hér og í öðmm Krónuverslunum. Þannig að við emm að fá minna út úr versluninni en annars staðar. Svo var rýmið of lítið og óhagkvæmt en við horfum talsvert á breyttar sam- göngur og aukna umferð til Eyja í sumar,“ sagði Kristinn en Krónan rekur tólf verslanir, þar af átta á höfuðborgarsvæðinu. „Auk þess emm við með verslun á Akranesi, Selfossi, Vestmannaeyjum og Reyð- arfirði," sagði Kristinn og vildi að lokum þakka Eyjamönnum fyrir góðar móttökur. KRISTINN: Það hefur ekki gengið sérstaklega vel rekstrarlega því flutningskostnaður er mikill en við erum með sama verð hér og í öðrum Krónuverslunum. Kristleifur verslunarstjóri er með honum á myndinni. Græðlingaklúbbur Kiwanisklubbsins Helgafells Vestmannaeyjum öðlast sjálfstæði: Eldfell næststærsti klúbburinn í Reykjavík STJÓRN ELDFELLS: Þeir félagar Eldfells sem komust til Eyja. Frá vinstri: Atli Heiðar Þórsson, Hilmar Adólfsson, Guðjón Magnússon, Jón Óskar Þórhallsson, Ottó Björgvin Óskarsson, Vignir Eggertsson, Óskar Arason og Smári Guðsteinsson. Á dögunum var nýr Kiwanisklúbb- ur, Eldfell í Reykjavík, stofnaður með formlegum hætti. Meðlimir klúbbsins hafa í vetur verið í svo- kölluðum græðlingaklúbbi Kiwanis- klúbbsins Helgafells í Vestmanna- eyjum en hafa nú náð lágmarks- fjölda til að gerast sjálfstæður klúbbur. Reyndar er fjöldi meðlima svo mikill að Kiwanisklúbburinn Eldfell er næststærsti Kiwanis- klúbburinn í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn í sögu alþjóða Kiwanishreyfingarinnar sem græð- lingaklúbbur verður fullgildur klúbbur og auðvitað koma Eyja- menn við sögu þar. Langstærsti hluti þeirra sem em félagar í Eldfelli, em brottfluttir Eyjamenn en forsprakkinn að stofn- un klúbbsins er Jón Óskar Þórhalls- son, sem áður var í Helgafelli. Jón Óskar er einmitt fyrsti forseti hins nýja klúbbs og tók formlega við embættinu við hátíðlega athöfn í Kiwanishúsinu í Eyjum á dögunum. Umdæmisstjóri Kiwanishreyftngar- innar á íslandi og í Færeyjum, Óskar Guðjónsson, sá um athöfnina ásamt svæðisstjóra Sögusvæðis, Gísla Valtýssyni. Jón Óskar segir að enn sé hægt að bæta við meðlimum í Kiwanis- klúbbinn Eldfell í Reykjavík en þeim sem hafi áhuga er bent á að hafa samband við Jón Óskar með tölvupósti á jonoskar69@gmail. com eða í síma 866-5755. Stjóm Eldfells skipa Jón Óskar Þórhallsson, forseti, Atli Heiðar Þórsson, kjörforseti, Óskar Arason, ritari, Birgir Stefánsson, féhirðir, Baldvin Elíasson, meðstjórnandi, Gísli Erlingsson, meðstjórnandi, Valgeir Steindórsson, meðstjórn- andi. VINNSLUSTÖÐVARKAFFI Vinnslustöðin hefur í mörg ár boðið starfsfóiki og velunnurum til kaffisamsætis á vormánuðum. Þetta hefur mælst vel fyrir og hefur skapast sú venja að veita eldri starfsmönnum viðurkenningu. Hér má sjá Þór f. Vilhjálmsson, starfsmannastjóra og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson afhenda Óskari Valtýssyni og Ólafi Sigurvinssyni viðurkenningar frá félaginu en þeir urðu sextugir á árinu. Óðinn, Guðjón, Eyjólfur, Ágústa og Hulda nutu góðra veitinga. Myndir: ísleifur Arnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.