Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Blaðsíða 4
4
hrcttir / Fimmtudagur 21. júlí 2011
Tilkynning frá
Landakirkju:
Kirkjudagur
Stafkirkjunnar
á Heimaey
Kirkjudagur Stafkirkjunnar á
Heimaey er síðasti sunnudagur fyrir
þjóðhátíð í Eyjum. Eftir messu
verður afhjúpað nýtt upplýsinga-
skilti um tilurð kirkjunnar og sögu
sem áhugahópur í Eyjum hefur
unnið að í samvinnu við stjórnina. I
ár er aftur tekinn upp sá siður að
messa á þessum degi og em allir
velkomnir. Þess verður minnst hvað
kirkjan stendur fyrir, en hún er
minnisvarði um vináttu Norð-
manna, sem gáfu þessa kirkju sem
minnisvarða um kristnitökuna árið
1000.
Kirkjan er listasmíði og afrakstur
mikillar rannsóknarvinnu fræði-
manna og fagmanna í Noregi en
hún er eftirlíking af Holtdalen
kirkju þar í landi. í ár em liðin tíu
ár frá því að fyrsti máldagi kirkj-
unnar var staðfestur, en Stafkirkjan
er eign allra Islendinga. Messan 24.
júlí hefst kl. 11. Kór Landakirkju
syngur, organisti er Gróa Hreins-
dóttir og prestur sr. Kristján Björns-
son, formaður stjórnar Stafkirkj-
unnar. Messan í Stáfkirkjunni
kemur í stað messu í Landakirkju.
Þess má geta að kirkjan er opin alla
daga milli kl. 10 og 17 og eru
nánari upplýsingar veittar í safna-
húsinu Landlyst á Skansinum.
Biður stjómin fólk að fara varlega í
kringum kirkjuna í vikunni eftir
messuna þegar hin árlega tjörgun
fer fram og gæta að því að tjaran er
allnokkra daga að þoma.
Úr bloggheimum:
Sigurður Jónsson bloggar:
Fær þjóðin að
kjósa um
tillögur stjórn-
lagaráðs?
Það verður fróðlegt
að fylgjast með
hvemig þingmenn
taka á tillögum
stjómlagaráðs um
nýja stjómarskrá.
Það er nauðsynlegt
að fram fari
þjóðaratkvaíðagreiðsla um tillögur
stjómlagaráðs áður eii Alþingi fær
tillögumar til umfjöllunar. Þjóðín
verður að fá að segja sitt álit.
Flestir þingmenn tala Um aukin
bein áhrif almennings á hin ýmsu ■
mál. Það sýndi sig í Icesave málinu
að þjóðarviljinn var annar heldur en
meirihlutavilji Alþingis. Nú reynir
á það hvort hugur fylgi máli hjá
þingmönnum þegar þeir segjast
styðja íbúalýðræði.
http://sjonsson. blog. is
Eyjamaður vikunnar:
Gol( er frábært hjónasport
Eyjamaður vikunnar er Karín Herta Hafsteinsdóttir.
Meistaramót Golfklúbbs Vest-
mannaeyja fór fram í síðustu viku
en keppt var í fjölmörgum flokkum
bama og fullorðinna. Keppnin var
líklega einna mest spennandi í
kvennaflokki þar sem þær Katrín
Magnúsdóttir og Karín Herta
Hafsteinsdóttir börðust um titilinn.
Urslitin réðust á síðustu braut þar
sem Karín Herta vann með minnsta
mögulega mun. Karín Herta er
Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Karín Herta Hafsteinsdóttir.
Fæðingardagur: 19. júní 1954.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Fjölskylda: Eiginmaðurinn er
Ríkharður Hrafnkelsson, dætumar
eru tvær, Margrét Hildur og
Jóhanna María (tveir tengdasynir)
og bamabömin em orðin sex + eitt.
Draumabíllinn: Ford Cortína árg.
1970, sams konar bíll og ég veiddi
eiginmanninn á fyrir þrjátíu og
fjóram árum síðan.
Uppáhaldsmatur: Purusteik með
öllu tilheyrandi, þ.e. með heima-
löguðu rauðkáli, brúnuðum
kartöflum, snittubaunum og brúnni
sósu.
Versti niatur: Hákarl og súrmatur,
sem mér fínnst vera óætur,
skemmdur matur.
Uppáhalds vefsíða: Fésbókin
(Facebook), Eyjafréttir.is og
Stykkishólmspósturinn.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Flest íslensk dægurtónlist,
diskó og 80‘s .
Aðaláhugamál: Fjölskyldan
(bamabömin), ferðalög og golf.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Hefði viljað eiga fleiri stundir með
Emst, móðurafa mínum í Þýska-
landi, sem féll frá alltof snemma
fyrir rúmum þrjátíu áram síðan.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Stykkishólmur á fallegu
vorkvöldi. Sólarlagið er óvíða fall-
egra en við Breiðafjörðinn.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Eiginmaðurinn á
sínum yngri áram í körfuboltanum.
Snæfell í Stykkishólmi og golf-
klúbbamir, Mostri Stykkishólmi og
GV í Vestmannaeyjum.
Ertu hjátrúarfull: Hef aldrei verið
hjátrúarfull.
Stundar þú einhverja íþrótt: Já,
golf og aftur golf.
Uppáhaldssjónvarpsefni:
Framhaldsþættir, gott afþreyingar-
efni og beinar útsendingar frá
golfmótum.
Hvað ertu búin að spila golf
lengi: Snerti fyrst golfkylfu um tólf
ára aldur en fór ekki að leika golf
af krafti fyrr en eftir að dæturnar
urðu stálpaðar fyrir u.þ.b. 15 áram
síðan.
Er þetta í fyrsta sinn sem þú
verður Vestmannaeyjameistari:
Já, það hafðist í þriðju tilraun.
Hafði áður unnið meistaratitilinn
u.þ.b sex sinnum hjá Mostra í
Stykkishólmi.
Af hverju taka ekki fleiri konur
þátt í mótinu: Konur vantar hvatn-
ingu til að taka þátt í mótum hjá
GV, því einhverra hluta vegna
vantar meiri kjark hjá mörgum
konum til að taka þátt. Því fleiri
konur sem koma því skemmtilegri
verður félagsskapurinn.
Hvað er svona skemmtilegt við
goliið: Útiveran, hreyfingin,
félagsskapurinn og stöðug áskoran
á sjálfan sig.
Ertu farin að undirbúa titilvörn-
ina að ári: Að sjálfsögðu verð ég
með í meistaramótinu að ári og
alltaf er stefnan sett á toppinn.
Eitthvað að lokum: Ég vil hvetja
allar konur sem einhvem áhuga
hafa á golfi að láta sjá sig á golf-
vellinum og vera ófeimnar við að
mæta í golfmót. Eins vil ég segja
við þær konur sem áhuga hafa á að
kynna sér golfíþróttina að láta
verða af því að koma á golfvöllinn,
mæta í golfkennslu og hefja síðan
leik. Fólk verður aldrei of gamalt
til að hefja golfleik og hafa mikla
ánægju af. Golf er frábært hjóna-
sport, sérstaklega þegar aldurinn fer
aðeins að færast yfir. Við hjónin
eyðum stóram hluta af okkar frí-
tíma í golf og þegar við ferðumst
hvort sem það er innan- eða utan-
lands þá era golfsettin með.
Matgazðingur vikunnar:
Afmælisbarnið býður í mat
Ég er mjög stolt afþví að vinkona
mín, Hafdís Kristjánasdóttir, skuli
skora á mig því hún er svo stór-
kostlegur kokkur sjálf. Þegar ég
kem til Eyja þá býður hún mér
alltaf í eitthvað hollt, smart og
spennandi. Svo á ég líka afmœli í
dag. En ég ætla að bjóða upp á
grœnmetisrétt og hráfœðisköku.
Kartöflubuff með rauðrófu-
salsa
500 gr bökunarkartöflur
500 gr sætar kartöflur
150 gr blöðrakál
6 stilkar vorlaukur, smásaxaður
2 tsk. ferskt timian
1 dl haframjöl
2 msk. olía
Salt og pipar
Flysjið báðar tegundamar af
kartöflunum og skerið í grófa bita.
Sjóðið þar til þær eru meyrar.
Sjóðið blöðrakál í saltvatni í 3-4
nu'nútur. Hellið í sigti og skerið í
litla bita. Setjið kartöflur, kál, vor-
lá'uk og timian í hrærivélarskál og
hrærið saman þar til það er orðið
samlagað. Smakkið til með salti og
pipar (þetta má líka gera með
stappara). Mótið buff og veltið upp
úr haframjölinu. Steikið buffið í
blöndu af olíu og smjöri í 3-4
mínútur á hvorri hlið.
Rauðrófusalsa
1 stór rauðrófa
Matgœðingur vikunnar er
Sigurbjörg Agústsdóttir.
3-4 stilkar vorlaukur
1 msk balsemik edik
1 msk. olía
1 msk. hunang
Salt og pipar
Setjið rauðrófuna í álpappír og
bakið í 1-11/2 klst við 200 gráður í
ofni. Kælið undir rennandi vatni
og flysjið. Skerið í teninga og
setjið í skál ásamt vorlauk, bal-
samik ediki, olíu og hunangi og
hrærið vel saman. Geymist í kæli í
rúma viku.
jarðarbcrjaka
Botn
200 gr kókosmjöl
250 gr döðlur
3 msk. kakó
Svolítið vatn
Gott er að setja döðlumar hálftíma
í bleyti og skera svo niður í smá
bita. Allt sett í matvinnsluvél og
síðan þjappað í form og sett í frysti.
Krem
1 poki kasjúhnetur
1 og hálfur dl Agave síróp
600 gr jarðaber/hindber
Smá salt
Hnetumar þurfa að liggja í bleyti í
2 tíma. Þær era svo settar í mat-
vinnsluvél eða blandara og mauk-
aðar. Restin sett út í. Botninn
tekinn úr frysti og þessu kremi
síðan hellt yfir. Allt sett í frysti.
Súkkulaðikrem
1/2 dl Agave síróp
1 dl kókosofla
1 dl kakó
Þessu er hrært saman, passið að
hafa þunnfljótandi. Kakan tekin úr
frysti og kreminu hellt yfir. Síðan
sett aftur í frysti og geymist þar
þangað til hún er borðuð. Kakan er
best hálffrosin og gott er að hafa
jurtarjóma eða jógúrtís með.
Mig langar að skora á Astu Kristj-
áns en hún er í HM klúbbnum sem
stendur fyrir Hátíðarmatreiðsla.
Þannig að hún œtti ekki að vera í
vandrœðum með að töfra fram ein-
hverja snilldarrétti.
Kirkjur bazjarins:
Landakirkja
Fimmtudagur 21. júlí
Kl. 11-12. Viðtalstími prests í
Safnaðarheimilinu alla virka
morgna. Gott að hringja á undan
sér og hægt er að mæla sér mót á
öðram tíma í vaktsíma presta 488
1508. Sr. Kristján er á vaktinni út
júlí (s: 856 1592 og netf:
klerkur@simnet.is). Landakirkja er
opin á virkum dögum meðan starfs-
menn era á staðnum og eftir
samkomulagi. Sjá einnig www,-
landakirkja.is
Sunnudagur 24. júlí
Kl. 11. Messa í Stafkirkjunni í stað
messu í Landakirkju. Kirkjudagur
Stafkirkjunnar. Nýtt upplýsinga-
skilti afhjúpað eftir messu á lóð
Stafkirkjunnar. Altarisganga. Kór
Landakirkju. Organisti Gróa
Hreinsdóttir. Prestur sr. Kristján
Bjömsson, form. kirkjunnar. Allir
hjartanlega velkomnir.
Hvítasunnu-
kirkjan
Fimmtudagur 21. júlí
Kl. 20:00 Bænastund.
Sunnudagur 24. júlí
Kl. 13:00 Samkoma
Daníel Steingrímsson guðfræðing-
ur, leiðir í lofgjörð og flytur Guðs
orð. Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
Með þökkum og Guðsblessun.
Aðventkirkjan
Laugardaginn 16. júlí
Kl. 11:00 Meira en þú getur ímynd-
að þér - Um Heilagan Anda og
gjafir Andans. Brace Judd er leið-
togi Cherrybrook Christian
Fellowship, sem er lítið samfélag
aðventista í Sydney í Ástrálíu, og
leggur mikla áherslu á að stuðla að
skilningi á mikilvægi Heilags Anda
innan aðventhreyfingarinnar. Með
honum í för verða hjónin Brace og
Christine Starr.
Úr blogghcimum:
Áhöfnin á Álsey VE bloggar:
Makrílveiðar
ganga ágætlega
og ferðamönn-
um fjölgar
Ég ætla ekki að hafa mörg orð og
afsakanir fyrir þessari bloggleti að
undanfömu, annað en vísa á að
netið okkar hefur verið hrikalega
lélegt og alls ekki til þess fallið að
blogga hvað þá setja niður myndir
og undirritaður verið upptekinn í
landi við flutninga og allt sem því
fylgir. En eitthvað virðist netið vera
að gera sig aftur hér um borð og
því skal aftur reynt að hefja upp
raust og segja frá hvað á daga
okkar hefur drifið það sem af er
þessari sumarvertíð.
Þessi sumarmakrílvertíð hefur
gengið svona upp og ofan, þó að
mestu leyti ágætlega hjá okkur á
Álsey. Auk okkar á Álsey þá era
þeir Júpíter, Þorsteinn og
Guðmundur við makrflveiðar fyrir
ísfélagið og hjá VSV eru það Kap
VE, Sighvatur Bjama og Isleifur
sem er hleri til skiptis fyrir Kap og
Sighvat. Auk þess eru hinir og þes-
sir að reyna fyrir sér á þessum
veiðum í fyrsta og annað skiptið í
Jóns „Bónda pottinum“ góða með
misjöfnum árangi.
Bloggið má lesa í heild sinni á:
http://alseyve2.123. is/