Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Blaðsíða 14
14 |-rCHÍr / Fimmtudagur 21. júlí 2011 |Golf: Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja SIGURVEGARAR í Meistaramóti Golfklúbbs Vestmannaeyja stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Frétta eftir verðlaunaafhendinguna. Örlygur meistari í áttunda sinn - Karin Herta Hafsteinsdóttir sigraði í kvennaflokki og Magnús Þórarinsson í öldungaflokki Meistaramóti Golfklúbbs Vest- mannaeyja lauk á laugardag. Til stóð að það hæfist á miðvikudag en vegna vatnsveðurs þann dag var ákveðið að .stytta það úr fjórum keppnisdögum í þrjá og var því einungis spilað fimmtudag, föstudag og laugardag. Reyndar fór keppni í bama- og unglingaflokki fram nokkru fyrr og er það gert í flestum klúbbum til að sú keppni stangist ekki á við keppni hinna eldri. Hið besta veður var alla þrjá móts- dagana, keppendur hafa oft verið fleiri en að þessu sinni, en rúmlega 40 tóku þátt í eldri flokkunum. Mikil vinna í frystihúsunum og öðrum fyrirtækjum sem tengjast fiskvinnslunni er talin eiga sinn þátt í því. Ef allir keppendur eru taldir með, yngri flokkamir líka, fer þó keppendafjöldinn hátt í hundrað þar sem tæplega 50 krakkar, sem verið hafa í Golfskólanum undir hand- leiðslu Karls Haraldssonar, golf- kennara, tóku þátt í móti yngri flokkanna. En úrslit urðu þessi í þeim flokkum sem keppt var í: Telpur, 13 ára og yngri 1. Magnea Jóhannsdóttir 88 h 2. Ásta B. Júlíusdóttir lOOh 3. Júlíanna Sveinsdóttir 131 h Telpur, svartir teigar: 1. Eydís Oddsdóttir 93 h 2. HuldaS. 100 h 3. DiddaS. 131 h Drengir, 10 ára og yngri: 1. Andri Sigurjónsson 104 h 2. Sævald Gylfason 118 h 3. Steinþór Oskarsson 121 h Drengir, 12 ára og yngri: 1. Lárus Garðar Long 78 h 2. Felix Friðriksson 85 h 3. Nökkvi Óðinsson 87 h Drengir 13 - 14 ára: 1. Hallgrímur Þórðarson 105 h 2. Daníel Ingi 115 h 3. Ingvar Ingólfsson 120 h Öldungaflokkur karla: Venjulega er keppt í tveimur aldurs- flokkum öldunga, 55 til 69 ára og 70 ára og eldri. Að þessu sinni var aðeins einn keppandi skráður í eldri flokkinn, Ragnar Guðmundsson, og lék hann því með þeim yngri. Alls tóku 13 öldungar þátt í mótinu og af þeim luku 11 leik. í öldungaflokki er keppt bæði með forgjöf og án. Með forgjöf: 1. Magnús Þórarinsson 218 h 2. Bergur Sigmundsson 220 h 3. Gunnar K Gunnars 228 h Án forgjafar: 1. Magnús Þórarinsson 233 h 2. Ásbjöm Garðarsson 244 h 3. Ragnar Guðmundsson 256 h Kvennaflokkur: Aðeins þrjár konur skráðu sig til leiks en það hefur um margra ára skeið verið nokkurt áhyggjuefni hve fáar konur taka þátt í mótahaldi klúbbsins. GV er mjög aftarlega á merinni hvað það varðar. Allajafna ættu konumar að leika flokkaskipt, eins og karlamir, en þegar fjöldinn er ekki meiri en raun ber vitni hefur verið bmgðið á það ráð að leika í einum almennum flokki. Að þessu sinni var um spennandi keppni að ræða sem ekki varð útkljáð fyrr en á síðustu holu og munaði aðeins einu höggi þegar upp var staðið. 1. Karin H. Hafsteinsdóttir 287 h 2. Katrín Magnúsdóttir 288 h 3. Laufey Jörgensdóttir 301 h 3. flokkur karla: Sex keppendur voru skráðir til leiks í 3. flokki og luku fimm þeirra keppni. Þar var um nokkra yfirburði að ræða hjá Vigni Arnari Svafars- syni og hefði árangur hans nægt til 2. sætis í 2. flokki. HJÖRLEIFUR ÞÓRÐARSON lék vel og vann í 1. flokki. 1. Vignir A Svafarsson 263 h 2. Magnús Gíslason 299 h 3. Sindri Jóhannsson 305 h 2. flokkur karla: Flestir vora skráðir til leiks í 2. flokki karla, eða 14 manns. Aðeins tíu þeirra luku leik, fjórir sem drógu sig úr keppni eða fengu frávísun. Þama vora úrslit nokkuð afgerandi og talsverður munur á fyrsta til þriðja sæti. 1. Ólafur Guðmundsson 254 h 2. Óskar Jósúason 264 h 3. Sigursveinn Þórðarson 271 h 1. flokkur karla: Tíu keppendur vora skráðir til leiks í I. flokki en þrír þeirra heltust úr lestinni. Þar var keppni mjög jöfn fyrstu tvo dagana en á þriðja degi sýndi Hjörleifur Þórðarson mátt sinn og megin og sigraði með frábærri spilamennsku, fór hringinn á 72 höggum. 1. Hjörleifur Þórðarson 226 h 2. Kristgeir O. Grétarsson 236 h 3. Arnsteinn I. Jóhannesson 238 h Meistaraflokkur karla: Sex keppendur voru í meistaraflokki karla og einn þeirra meistarinn frá síðasta ári, Hallgrímur Júlíusson. Eftir fyrsta daginn hafði Rúnar Karlsson eins höggs forystu en eftir tvo hringi var Örlygur Helgi Gríms- son kominn með tveggja högga forskot. Það lét hann ekki af hendi á þriðja degi, spilaði á einum undir pari vallarins, fékk fugl á fjórum síðustu holunum og vann öraggan sigur, en þetta er í áttunda sinn sem Örlygur Helgi hampar þessum eftirsóknarverða titli. Hann er nú kominn í annað sæti þeirra sem oftast hafa hampað Vestmannaeyja- meistaratitli í meistaraflokki karla. Efst trónir Sveinn Ársælsson sem vann titilinn 14 sinnum og í öðra sæti eru þeir Örlygur Helgi og Haraldur Júlíusson með átta skipti. En þessi var lokastaðan í meistara- flokki: 1. Örlygur H. Grímss. 209 h 2. Rúnar Þór Karlsson 215 h 3. Hallgrímur Júlíusson 218 h I mótslok tilkynnti Helgi Bragason, formaður GV, að ákveðið hefði verið að úthluta úr Minningarsjóði Gunnlaugs Axelssonar 100 þúsund krónum til styrktar þeim unglingum í GV sem á næstunni era að fara að keppa fyrir hönd klúbbsins uppi á fastalandinu. VESTMANNAEYJAMEISTARINN 2011, Orlygur Helgi Grímsson með sigurverðlaunin í mótslok. KARIN H. Hafsteinsdóttir, sigurvegari í kvennaflokki ásamt Katrínu Magnúsdóttir sem varð önnur, Helga Bragasyni og ungum aðdáanda.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.