Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Blaðsíða 16
ÍFRÉTTIR)
Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293
plÚS (Mi
™ M SUmRRPERÐ'R
ypæfEýjiÉÉ
sfeu-u uóó
UNDIRBÚNINGUR í Herjólfsdal fyrir þjóðhátíðina er nú að ná hámarki. Handboltastrákarnir sjá sem
fyrr um brennuna og sögðu að hún yrði skynsamlega sett saman og sérlega glæsileg í ár. Eins og alltaf fá
þeir lánað efni í brennuna víðs vegar um bæinn og voru nýkomnir úr ieiðangri þegar Ijósmyndara Frétta
bar að garði í vikunni.
Ríflega 10.000 þúsund
gestir á leið á þjóðhátíð
Tölur um fjölda benda til þess að
ríflega 10.000 farþegar séu væntan-
legir á þjóðhátíð með flugi og
Herjólfi. Flugfélagið Emir áætlar að
fara sautján ferðir á milli Reykja-
vfkur og Vestmanneyja frá mið-
vikudegi til föstudags.
„Við munum flytja í kringum 400
manns þessa daga og sama fjölda til
baka á mánudeginum. Svo erum við
að þjónusta Flugfélag íslands sem
flytur 600 manns fram og til baka,“
sagði Hannes Sigurðsson, stöðvar-
stjóri flugfélagsins Ernis í Vest-
mannaeyjum, þegar hann var
spurður út í flugferðir fyrir þjóð-
hátíð.
„Það er eiginlega fullbókað í þess-
ar ferðir en þetta eru töluvert færri
farþegar en í fyrra því þá vomm við
með 1700 farþega á mánudeginum.
Við eigum eftir að bæta við ferðum
og þá verða þetta væntanlega 1100
til 1200 farþegar. Ég held að
skýringin sé minni flutningsgeta,
við erum með minni vélar og Flug-
félag íslands með færri vélar,“ sagði
Hannes þegar rætt var við hann á
miðvikudag.
Herjólfur siglir 30 ferðir milli
lands og Eyja frá miðvikudegi til
sunnudags og skipið meira og
minna fullt í allar ferðir. Sara Páls-
dóttir, þjónustustjóri Eimskips, segir
að þessa daga sé fyrst og fremst
verið að ferja þjóðhátíðargesti til
Eyja og telur að bókaðir farþegar á
leið á þjóðhátíð séu um 9000. „Um
8000 farþegar eiga bókaðar ferðir
frá Eyjum frá mánudegi til mið-
vikudags en það er alltaf eitthvað
um að þjóðhátíðargestir sem eiga
bókað með flugi kaupi miða f
Herjólf til að tryggja sig ef ekki er
hægt að fljúga. Gamlir Vestmanna-
eyingar fara líka oft seinna til baka
og bíða af sér mestu traffíkina.
Það verður mjög gott eftirlit í
afgreiðslu og við skipið og hafa
aldrei verið eins margir öryggis-
verðir og björgunarsveitarmenn.
Miðar verða skannaðir og engir
farþegar með ógilda miða komast
inn í afgreiðsluna og þar af leiðandi
ekki í skipið. Flestir miðanna eru
seldir f gegnum Netið og við höfum
fengið fréttir af því að miðar hafi
verið prentaðir oftar en einu sinni.
Þá gildir sá miði sem fyrst er skann-
aður og aðrir sitja uppi með ógilda
miða,“ sagði Sara en talsvert er um
að miðar séu seldir á samskipta-
síðum á Netinu.
„Ég vil líka taka fram að týndur
miði er tapað fé, við getum ekki
prentað miða út fyrir fólk í allri
þessari traffík, Ég vil benda á að ef
fólk er með ógildan miða og hefur
keypt hann af einhverjum sem það
þekkir og er tilbúið að kæra þá er
Eimskip tilbúið að standa með
þeim,“ sagði Sara og tekur fram að
skipið sé að mestu fullbókað og því
ekki hægt að kaupa nýjan miða ef
brögð hafa verið í tafli.
Gera má ráð fyrir að allt að 1000
manns komi eftir öðrum leiðum, t.d.
minni flugvélum og þyrlum. Það eru
því 10.000 til 11.000 manns sem
stefna á þjóðhátíð í Vestmannaeyj-
um í ár.
Lyftan í gagnið I gær, miðvikudag voru upptökumannvirki hafnarinnar, lyftan, prófuð þegar Kap VE var
tekin upp. Lyftan bilaði í október 2006 og er viðgerð og endurbótum á henni loks að ljúka.
ii _________________________________________________________ _________
VIKUTILBOÐ
21. - 26. júlí
—
Byggi morgunkorn
verð nú kr 598,-
verð óáur kr 698,-
Þeyti toppur
verð nú kr 498,-
verð óður kr 648,-
Lambi eldhúsrúllur 3 stk
verð nú kr 468,-
verð dður kr 538,-
Rifsberja Helgarsteik
verð nú kr/kg 2198,-
verð dður kr/kg 2748,-
OPNUNARTÍMI:
Món. - Föst.
kl. 7.30 - 19.00
Laugardoga
kl.10.00 -19.00
Sunnudaga
kl.11.00 -19.00
SUMARÁÆTLUN HERJÓLFS 15. MAÍ TIL 15. AGUST
Frá Vestmannaeyjum
Frá Landeyjahöfn
Miðvikud. - Mánud.
I<l. 8:30,11:30,14:30,17:30, 20:30
kl. 10:00, 13:00,16:00,19:00, 22:00
Þriðjudaga
l<l. 8:30,11:30,17:30, 20:30
kl. 10:00,13:00,19:00, 22:00
HERJÓLFUR
Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | Fax 481 2991 | www.herjolfur.is
MILLI LANDS OC EYJA