Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 21. júlí 2011 Staðfesting á sundrungu í eigendahópi Vinnslustöðvar -Framkvæmdastjóri VSV ósáttur við framgöngu eigenda Stillu - Vilja láta rannsaka kaup á Gullbergi - Keyptum raunveruleg verðmæti, ekki froðu KRAKKAR í humri í Vinnslustöðinni. í síðustu viku voru launaseðlar í VSV um 500. Kanna lögmæti ákvörðunar ráðherra „Niðurstaða nýafstaðins aðalfundar VSV talar sínu máli og ég hef litlu þar við að bæta. Þar komu fram sérkennilegar tillögur frá Stillu útgerð ehf. og því miður voru þær fyrst og fremst staðfesting á þeirri sundrungu í eigendahópi félagsins sem fulltrúar Stillu bera höfuð- ábyrgð á og kynda undir frekar en hitt,“ segir Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson, (Binni) framkvæmdastjóri VSV. Hann bætir því við að aðrir hluthafar horfi til þess að efla félag- ið enn frekar, auka verðmæti þess og styrkja stoðir rekstrarins á allan hátt. „Okkur miðar vel eins og Eyja- menn sjá og vita. Framganga með- eigenda okkar er hins vegar dapur- leg og afar sérstakt að þeir skuli hafa lagt til rannsókn á mörgum þáttum starfseminnar í Ijósi þess að þeir hafa átt tvo fulltrúa í stjóm félagsins um árabil auk eins varamanns. Þeir óskuðu sem sagt eftir rann- sókn á ákvörðunum sem þeir áttu sjálftr hlut að, voru fylgjandi fyrst og greiddu atkvæði með en greiddu síðan atkvæði á móti í stjóm. Kjami málsins er að þeir vom fyllilega upplýstir um allt og engin tilefni rannsóknar," sagði Binni. Tillögum Stillumanna var vísað á bug á aðalfundinum. „Þeir halda samt sínu striki og leggja nú til að VSV höfði skaðabótamál á hendur nokkram núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum ásamt mér sem framkvæmdastjóra. Sakarefnin eru þau að við stuðluðum að því að efla og styrkja Vinnslustöðina með kaupum á hlutabréfum í Ufsabergi, sem á og gerði út Gullberg. Um þennan málatilbúnað mætti segja ýmislegt en ég læt duga að vísa til ummæla Haraldar Gísla- sonar á aðalfundinum þar sem hann sagði að með þessum tilteknu kaup- um hefði Vinnslustöðin þó verið að kaupa raunveraleg verðmæti en ekki froðu eins og Guðmundur Kristj- ánsson upplýsti í fjölmiðlum nýlega að hann hefði keypt og fengið afskrifaða að fullu hjá okkur, skatt- greiðendum landsins." Leikum GRM, Gylft, Rúnar og Megas verða með tónleika í Höllinni á föstudag og hita upp fyrir þjóð- hátíð. Þeir félagar gáfu út plötu með sínum vinsælustu lögum fyrir um ári síðan og hafa fylgt henni eftir með tónleikum um allt land. Þeir loka nú hringnum í Eyjum og á efniskránni eru þeirra vinsælustu lög. Tónleikamir hefjast klukkan klukkan tíu en húsið verður opnað klukkan níu. „Við vorum að koma úr fjögurra daga tónleikaferð og komum þá fram á Kirkjubæjarklaustri, Skjöldólfsstöðum og Höfn og af því að við þurftum að fara norður fyrir þegar brúin fór ákváðum við að vera með tónleika á Húsavík líka. Annars eram við búnir að spila um allt land og eigum að ég held bara Selfoss og Vestmanna- eyjar eftir,“ sagði Rúnar Þór þegar hann var spurður út í tónleika- ferðalagið. „Það er ár síðan platan kom út og við höfum fylgt henni eftir og Vinnslustöðin er að láta kanna lög- mæti þeirrar ákvörðunar sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra að setja reglur um úlhlutun makrfl- kvóta, án þess að stuðst sé við veiðireynslu, og lögmæti þeirrar ákvörðunar sama ráðherra að setja sóknarmark á makrílveiðar fyrir tveimur árum. Þetta kom fram í ræðu stjómarfor- manns VSV, Guðmundar Arnar Gunnarssonar, á aðalfundi félags- ins. Vinnslustöðin og Huginn VE voru frumkvöðlar í veiðum á makríl á sínum tíma og voru samanlagt með um 30% hlutdeild í makrílnum á fyrstu árum veiðanna. Stjómarformaðurinn fjallaði einn- ig um þau áform ríkisstjómarinnar að breyta skipulagi fiskveiði- eram að undirbúa útgáfu á næstu plötu. A tónleikum spilum við meira efni en er á plötunni og leikum okkar þekktustu lög eins og Brotnar myndir, Ut á gólfið og Spáðu í mig. Ásgeir Óskarsson, stjómunar með því að keyra í gegn frumvarp á Alþingi í haust sem engir aðrir væru sáttir við en „þröngur hópur stjórnmálamanna og einkabloggarar þeirra." Guð- mundur Örn vísaði í framhaldinu til bókunar stjórnar VSV, sem fylgir ársreikningi 2010, þar sem segir: „Stjóm Vinnslustöðvarinnar hf. bendir á að stjómvöld hafa haft uppi áform um að fara svokallaða fymingarleið. Þessi áform, komi þau til framkvæmda, munu aug- ljóslega breyta miklu um gjald- fæmi félagsins og tefla í tvísýnu virði hlutafjár í félaginu sem og greiðslugetu félagsins til núverandi lánardrottna.“ Stjómarformaðurinn vék í lok ræðunnar að þremur tillögum Stillu trommuleikari úr Stuðmönnum er með okkur og Sigurður Ámason, sem er eiginlega antik, það fer ekki mikið fyrir honum en hann er antik vegna þess að hann var í Náttúra en er kynntur sem náttúra- útgerðar ehf. (sjá frétt á forsíðu) um rannsókn á starfsháttum stjómar og stjómenda VSV: „Þeir sem biðja um rannsóknina eiga allir fulltrúa í stjóm félagsins og hafa haft alla möguleika á að óska eftir gögnum og/eða óska eftir að endurskoðendur félagsins gæti sérstaklega að þeim álitaefnum sem þeir óska nú eftir að sérstök rannsóknarnefnd verði skipuð til að skoða. Það er óneitanlega sérkenni- legt að upplifa óeiningu sem þessa og þar sem rekstur félagsins hefur verið góður, starfsmenn og stjórn- endur hafa staðið sig með mikilli prýði, eins og tölumar sýna okkur nú í dag.“ Umræddar tillögur vora allar felldar síðar á aðalfundinum. laus með okkur,“ sagði Rúnar Þór. „Við syngjum allir í lögunum og það er mjög gaman að heyra Megas syngja Minningu um mann. Gylfi vill auðvitað hafa stuð og láta syngja með en Megas ekki og ég er bamið í hópnum. Ég er tíu áram yngri og þeir tóku á móti mér þegar ég kom til höfuðborg- arinnar frá Isafirði. Þeir kenndu mér að drekka, illa, en ég hætti fyrir tuttugu og sex og hálfu ári síðan,“ sagði Rúnar Þór en næstu plata kemur væntanlega út fyrir næstu jól. „Við eram með unga og efnilega tónlistarmenn með okkur rétt eins og á fyrri plötunni og nú eram við með strákana hans Rúnars Júl. Ég hlakka til að koma til Eyja og við hefðum auðvitað helst viljað vera á þjóðhátíð. Við sækjum bara um næst og vonandi sjáum við sem flesta á tónleikunum á föstudags- kvöldið. Við eram að spila lög sem allir þekkja og það er ávfsun á stuð,“ sagði Rúnar Þór. Handverkshópurinn Vilpa - Handverkshús: Markaður í Pipphúsi -Opna á laugardag Laugardaginn 23. júlí 2011 mun handverkshópurinn Vilpa opna vinnustofur sínar og markað í Pipphúsi, Norðursundi 10. Opn- unarhóf verður milli þrjú og fimm og era allir velkomnir. Vilpa handverkshópur, sem samanstendur af sex konum, hefur sett á stofn handverkshús þar sem rekið er sameiginlegt verkstæði og vinnuaðstaða til að hanna og framleiða handverk. Samhliða vinnustofunni opnar hópurinn nú handverksmarkað í Pipphúsi. Stofnmeðlimir Vilpu era Ás- gerður Jóhannsdóttir, Brynja Bjamason, Helena Jónsdóttir, Matthilda Maria Eyvindsdóttir Tórshamar, Sísí Jónsdóttir og Þórhildur Ragna Karlsdóttir. Prjónavörar, skartgripir, minja- gripir, mósaík, tré- og leðurvara verða f boði ásamt alls kyns öðru handverki. Fastir opnunartímar í sumar verða frá 11.00 til 17.00 alla daga nema mánudaga. Nafnið Vilpa varð fyrir valinu þar sem það tengist Vilborgu dóttur Herjólfs landnámsmanns og einu af fáum vatnsbólum á Heimaey til foma. Vildi kvenna- samvinnuhópurinn halda á lofti merki landnámskonunnar Vil- borgar. Saga hennar er saga konu sem var bæði sterk og mild, saga sköpunar og tengingar við nátt- úruna. Stefnt er að áframhaldandi þróun á vinnustofum, handverks- markaði og námskeiðahaldi með það að markmiði að opna fyrir samstarf við annað handverksfólk í Eyjum. Þannig mætti styrkja og auka vægi handverks og hönn- unar í menningarflóra Vest- mannaeyja. F.h. Vilpu handverkshúss Asgerður Jóhannsdóttir Vestmannabraut 8 asgerd@mmedia. is 481-1519 og 663-5330 Baldur leysir Herjólf af Breiðafjarðarferjan Baldur mun leysa Herjólf af í siglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafn- ar eða Þorlákshafnar þegar Heijólfur fer í slipp í september. Herjólfur fer þá í reglubundið viðhald en talið er að skipið verði frá fram í október. Baldur hefur áður leyst Hetjólf af hólmi en veita verður undanþágu fyrir skip- ið þar sem það hefur ekki sigl- ingaleyfi á hafsvæðinu milli lands og Eyja. Nú, 21. júlí, er ár síðan áætlunar- siglingar í Landeyjahöfn hófust en Herjólfur fór fyrstu ferðina þriðjudaginn 20. júlí í fyrra. Afkoma VSV 2010 • Rekstartekjur námu jafnvirði 13,6 milljarða króna og hagnaður af rekstri samstæðunnar nam jafnvirði um 700 milljóna króna. • Eignir félagsins námu jafnvirði 17,1 milljarðs króna í lok árs 2010 og eigið fé nam þá 3,1 milljarði króna. Eiginfjárhlutfall var 30,2%. • Heildarskuldir móðurfélags námu jafnvirði hátt í 12 milljarða króna í lok árs. Langtímaskuldir höfðu þá aukist um 8% á árinu vegna gengisfalls evru og vegna lána til kaupa á Gandí VE. • Handbært fé frá rekstri móðurfélags nam jafnvirði um 2,2 milljarða króna í árslok og jókst um liðlega 60% frá fyrra ári. Það er glöggur mælikvarði á hve góð afkoma félagsins var 2010. okkar þekktustu lög GYLFI ÆGISSON verður í Höllinni á föstudaginn ásamt Megasi og Rúnari Þór. ÍJtgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannacyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. BkwJamenn: (iuðbjörg Signrgeirsdóttir og Július Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðars- son & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 4811300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is ERÉTTER koma út alla fimmtndaga Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnan’ersluninni, Krónunni, ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarböfn.. FRÉTITR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprcntun, bljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óbeimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.