Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 1
7. TBL. — 1. ÁRG. 23. MAÍ 1952 ALTALAÐ f BÆNUM I FRAMHALDI af því, sem við sögðum um hárvöxt í síðasta tölublaði (sjá: Nokkr- ar mikilvægar upplýsingar um hárið sem hvarf og annað hár), hefur einn af merkari læknum bæjarins símsagt okkur, að sumir sérfræðingar í þessum efnum séu þeirrar skoðunar, að áhyggjur geti valdið alvarleg- um hármissi. Eftir þessari kenningu, bætti hinn góði doktor við, hefur til dæmis Silla- helmingurinn af Silla & Valda alveg óskap- lega miklar áhyggjur, en Valda-helmingur- inn sáralitlar áhyggjur. Ennfremur hefur biskupinn töluverðar áhyggjur, og svo mætti lengi telja. Enda þótt við viðurkennum ekki afdrátt- arlaust umrædda kenningu, hljótum við að játa, að okkur þykir hún harla girnileg. Það er eitthvað æsandi og æfintýralegt við það að þurfa ekki annað en renna augun- um yfir rishæðina á mönnum til þess að fullvissa sig um, hve miklar áhyggjur þeir hafi haft um dagana. Við reyndum þetta að gamni okkar um daginn og fórum yfir alla þingmannahausa í huganum, og ef kenningin er ekki eintóm vitleysa, þá hafa þingmennirnir okkar sannast að segja skammarlega litlar áhyggjur. Okkur óar næstum því við að segja frá því, en af öllum þeim þingmönnum, sem þjóðin á, virðist að- eins einn hafa sómasamlegar áhyggjur. Það er Sigurður Guðnason. Bernharð Stefánsson hefur talsverðar áhyggjur, en varla þó eins miklar og þessir síðustu og verstu tímar útheimta. Og ríkisstjórnin, eins og hún leggur sig, er alveg svívirðilega hárprúð. SéRFRÆÐINGUR okkar í dulrænum efn- um fór til spákonu eitt kvöld fyrir skemm- stu. Spákonan sat við lítið borð og stokk- aði spil sem litu út fyrir að hafa komist í snerting við margvísleg örlög, og ekki öll sem best. Þau voru mjög snjáð og stokk- uðust illa. Spákonan leit vingjarnlega á sérfræðing okkar, bauð honum að setjast á kollóttan stól andspænis sér við borðið og þúaði hann á óyfirnáttúrulegan hátt eins og gamlan kunningja. Gegnum þilið heyrðist úr næsta herbergi að lesin var í útvarpið skýrsla Fiskifélagsins um aflabrögð. „Dragðu níu spil úr búnkanum", sagði spákonan. Sérfræðingur okkar fletti upp 9 spilum, og það var mikið af laufi. „Þú ert búinn að vera eitthvað á sjó“, sagði spákonan. Sérfræðingur okkar hafði að vísu eitt sinn farið til útlanda með skipi, en áleit þó hæpið að sjómennska gæti fyrir þá sök talist sín sterka hlið, sérstaklega af því að alla þá ferð hafði hann legið i koju sinni meira dauður en lifandi og kast- að upp galli. Þessi byrjun var þannig ekki beinlínis til þess fallin að styrkja trú sér- fræðingsins á óskeikulleik hins dulræna í þessu húsi. En svo fullyrti spákonan, að sérfræðingurinn væri mjög sæmilega greindur maður, og þá fór honum að lít- ast betur á glöggskyggni spilanna. Einnig sagði hún að hann væri ljúfmenni hið mesta í allri umgengni, en þó fyrst og fremst góðviljaður og hjartahreinn — og þar með var allur efi rokinn úr sérfræðingi okkar. Því næst benti spákonan á laufadrottn- inguna, sem lá í miðri spilaröðinni og horfði dreymin út í tómið. „Það er þarna dökkhærð stúlka sem vill gjarnan eiga þig“, sagði hún. „Og er reyndar ekki ein um það,“ bætti hún við. Tíguldrottningin lá þarna líka með „fjarræna spurn í augum“. — Sérfræðingur okkar tók nú að gerast mjög ónægður með sjálfan sig. Að svo búnu færðist upplýsingastarf þetta yfir á svið hinnar efnalegu lífs- baráttu; spilin lýstu mikilli dýrtíð, minnk- andi kaupgetu, húsnæðisvandræðum, hræði- legum sköttum, óhjákvæmilegum sparnaði í tóbakskaupum — og stóð allt heima. „Já, það er dýrt að lifa núna“, sagði spákonan. Sérfræðingur okkar var á sama máli. EGAR nú þessu var lokið færðist mikill vöxtur í dularmagn stundarinnar, uns upp kom hver sönnunin annari merkilegri, en því miður allar svo persónulegs eðlis að sérfræðingur okkar vill helst ekki láta skrifa um þær í eins víðlesið blað og REYKVÍKING. Þetta náði allt hámarki í svonefndri stjörnulögn. Spákonan lagði hjartakónginn, sem táknaði sérfræðing okkar, á mitt borðið, en dró síðan svonefnd lukkuspil og raðaði þeim eftir leyndardómsfullum reglum kringum kónginn. Nú var sem sé að því kom- ið að sérfræðingur okkar fengi upplýsingar um hvers hann mátti vænta af framtíðinni. Og þær upplýsingar voru satt að segja hinar ákjósanlegustu. í stuttu máli: Spilin lofuðu sérfræðingi okkar fyrirtaksgóðri konu og blómstrandi heimilislífi með hraðvaxandi barnahóp, en alls ekki sem verst húsnæðisskilyrði. Efna- hagur hans átti að skána, skattar að verða 4 KRÓNUR

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.