Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 11

Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 11
tkjbíkúujur a leiksviðinu r ' af EGAR við nálguðumst Þjóðleikhúsið bakdyramegin einn dag í vikunni sem leið heyrðist úr grunni þess að barið var af miklum dugnaði með einhverju þungu verk- færi, sennilega sleggju, í steinvegg. Þótti okkur þessi hljóð vera mjög í samræmi við þær sögur sem við höfðum heyrt að í húsinu væri hvíldarlaust unnið að arkí- tektúrskum breytingum sem einkum fælust í því að fækka steinveggjum, en fjölga herbergjum. Og áhugi þess sem þarna barði fannst okkur einnig mjög eðlilegur, því að hér hlýtur að vera um sérlega spenn- andi starf að ræða, af líku tagi og landkönn- un, sem sjá má meðal annars af því að ekki alls fyrir löngu kvað einn sleggjumaður- inn hafa fundið stórt og rúmgott herbergi undir miðri Hverfisgötu. Við gengum inn um dyr sem stóðu í hálfa gátt og síðan niður háar steintröppur og vorum þá staddir í smíðaverkstæði leik- hússins. Hér starfa tveir lærðir smiðir og 5 senumenn frá kl. 7—4, en þá tekur við önnur vakt skipuð jafn mörgum mönnum, og starfar til kl. 12. — Senumennirnir voru að flytja stóra leiksviðsfleka úr smíðaverk- stæðinu í málaraverkstæðið. Hlýtur þetta verk að vera býsna erfitt, því að það er einn hinna miklu leyndardóma í byggingarlist þessa húss að smíðaverkstæðinu var komið fyrir einum 5 metrum undir yfirborði jarð- ar, en málaraverkstæðið, sem að sjálfsögðu hlaut að vera í stöðugu flutningasambandi við hitt verkstæðið, haft í svimandi hæð, sjálfsagt einum 10 metrum ofan við yfir- borð jarðar, — þ. e. a. s. 15 metra hæð á milli. Þar við bætist að mjög erfitt hefur reynst að koma þarna fyrir rafmagnslyftu, og verða senumennirnir því að hífa allt upp með köðlum og talíu, eins og fornmenn gerðu. Er ekki auðvelt að skilja ástæðuna til þessa fyrirkomulags, nema ef vera skyldi hún stæði í einhverju sambandi við Atlas- kerfið. U R smíðaverkstæðinu fórum við aftur dálítið uppávið, og vorum þá staddir á sjálfu leiksviði hússins. — Þetta er hið merkasta leiksvið, eins og allir vita, og snýst. En galli fylgir því sá að pláss er mjög af skornum skammti kringum það, og þess vegna erfitt að koma fyrir leiksviðsmunum, sem oft er þó nauðsynlegt milli atriða, nema stafla þeim í miklar hæðir. Einnig geta þessi þrengsli valdið leikendum og senumönnum miklum óþægindum, jafnvel verið hættu- leg, þótt raunar hafi aldrei hlotist slys af. Einu sinni vildi þó svo til milli þátta í Nýársnóttinni, þegar verið var að skipta um leiktjöld, að kaðall vafðist utan um annan fótinn á Þóru Borg, og féll hún við allharkalega. En hún kvað hafa tekið þessu með jafnaðargeði og látið svo ummælt að ekki sakaði þó maður fengi að reyna ofur- lítið af akróbatikk, — svona annað slagið. Af leiksviðinu fórum við inn í allstórt herbergi þar sem geymdir eru ýmsir munir sem komið hafa við sögu á sýningum leik- hússins. Þarna var til dæmis skjóðan með sálinni hans Jóns míns. Við fengum að kíkja ofan í hana, og innihaldið reyndist vera gamall ullarbolur; hann var trosnaður og kolmórauður að lit og virtist þannig í töluverðu samræmi við sálarlíf Jóns. Þarna var líka sálnaregistrið sem Sankti-Pétur hélt á þegar hann tók á móti gestum við Gullna hliðið. Sú örlagaþrungna bók hefur sennilega verið búin til úr skókassa frá Lárusi; þetta eru pappaspjöld límd saman í líkingu bókar, gullbronsuð utan, innihaldið tómt loft. Það þótti nefnilega ekki ráðlegt að nota venjulega bók af þessari stærð; Sankti-Pétur hefði getað ofreynt sig á að halda á henni allan þennan tíma. SvÓ var okkur sýnd knallettubyssa leik- hússins. Þessi byssa hefur komið mikið við sögu. í Tyrkjaguddu, þegar ræningjarnir vaða um Vestmannaeyjar með manndrápum og hryðjuverkum og skothríðin heyrist í fjarska, stendur einn senumaðurinn með knallettubyssuna innst inni í leikmunaher- berginu og hleypir af í gríð og erg. í Flekk- uðum höndum, þegar skothríðin heyrðist fyrir utan húsið í seinasta þætti, var skotið úr knallettubyssunni rétt aftan við leik- sviðið, inn í tóma tunnu. Gunnar Eyjólfs- son notaði hana einnig í því leikriti til að drepa Gest Pálsson. En þar brást hún eitt sinn illilega. Hún klikkaði. Gunnar skaut og skaut, en það heyrðist bara klikk klikk, og Gestur gat ekki dáið. Þetta er einhver sá erfiðasti dauðdagi sem átt hefur sér stað í Þjóðleikhúsinu. Seinast björguðu senu- mennirnir málinu með því að búa til púð- urlausan gervihvell bak við tjöldin. Þá fékk Gestur loksins að deyja. Á eftir kvaðst hann hafa verið kominn á fremsta hlunn með að grípa til þess ráðs að verða bráð- kvaddur, hniga niður af hjartaslagi, fyrst ekki vildi betur. VlÐ vorum fræddir um ýmislegt fleira varðandi „effekta“ í leikritum. Til dæmis fengum við að sjá hvernig reykur er búinn til. Það gerist með þeim hætti að stráð er sérstöku dufti, sem við kunnum ekki að nefna praktisku nafni en hefur formúluna KCLO.,, á heita rafmagnsplötu. Einu sinni í Hve gott og fagurt þegar steikin átti að brenna í ofninum, stráði effektamaðurinn svo miklu af KCLO., á rafmagnsplötuna, að leikendurnir á sviðinu, Valur og Þor- steinn, þóttust vissir um að nú væri í alvöru kviknað í. Sýningargestir voru að kafna aftur á 10. bekk. Yfirleitt eru effektar mjög vandmeðfarn- ir, og nær ógerningur að fá þá fullkomna suma; hin raunverulegu hljóð þess, sem gefa skal í skyn, hljóma til dæmis oft og tíðum eins og eitthvað allt annað þegar nota skal þau á leiksviði. Þetta fengu effektamenn í Iðnó að reyna þegar norski leikflokkurinn kom hingað fyrir fjórum árum og sýndi Rosmersholm. í því þurfti að nota fossnið, og fóru effekta- mennirnir inn að Elliðaám, tóku niðinn í þeim á stálþráð og þóttust þar með hafa leyst próblemið. En niðurinn í Elliðaánum hljómaði því miður einsog mjög svo ólýr- iskur skarkali í Iðnó. Fleiri ráð voru reynd, en árangurslaust. Þangað til einhverjum datt í hug að nota hljóð sem tekin höfðu verið á stálþráð þegar Hekluhraun rann. Og þar með var lausnin fundin, því að á sviðinu í Iðnó hljómaði Hekla gamla svo unaðslega og lýriskt, að annar eins fossniður hefur víst aldrei heyrst. Margir effektar eru svo mikil kúnst og leyrjdardómur, að höfundar þeirra hafa fengið einkaleyfi á þeim. Þannig er til dæm- is maður einn vestur í Chicago sem hefur einkaleyfi á járnbrautarlest að koma inn á stöð. YmISLEGT fleira gætum við sagt fróðlegt úr Þjóðleikhúsinu, en látum þetta nægja að sinni. REYKVÍKINGUR 11

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.