Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 5

Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 5
1 eða 2 stúlkur óskast á hótel í nágrenni Reykjavíkur, til framreiðslu. (Mbl., augl. 16. 5.) Er hótelgestunum kunnugt um þessa auglýsingu? Linubrengl varð í greininni „Útvarpið og \ /\ <Ú\%\ æskan", sem v/ \ \gXX^ birtist í blaðinu \ /% í gær. Umrædtl f \y setning á að vera þannig: „Ekki ætti hann þó að gleyma þeirri greiðvikni ntvarpsins að senda hljóð- nemann með glæpasögu og danslög á næstu mínútu við Passíusálmana í vetur: Þess má geta sem gert er“. (Mbl. 14. 5.) Það er Jrví rétt að trúa því að á öðrum hnöttum hafi lífið einnig þróast og samlagað sig lífsskilyrðun- um. — Hver veit nema þeir á Merkúr hafi líkama, sem byggður er úr asbest- frumum, svo að þeir þoli betur þann feiknahita, sem Jrar er. (Lesbók Mbl. 11. 5.) Á fundi bæjarstjórnar í gær var kosið í áfengisvarnarnefnd .... Aðeins einn af þeim, sem voru í gömlu á- fengisvarnarnefndinni gaf kost á sér nú. (AB 16. 5.) Hinir skyldu þó aldrei ....? — Viljið þér þá segja, að kona framtíðarinnar muni geta varðveitt æsku sína og fegurð, allt þar til hún verður hundrað ára að aldri? — Certainemcnt! (Mbl. 15. 5.) Franska? Til lcigu 2 herbergi, eldhús og bað með eða án húsgagna, á fegursta stað í Miðbænum fyrir fámcnnt út- lent eða innlent. (Mbl., augl. 15. 5.) Pakk? ÁRÁS Á SÁLFRÆÐI ALÞINGIS. (Mbl. 14. 5.) Hvar var þá Ólafur Vihilón? tefldi í gær samtímaskák með klukk- um. (Útvarpsfrétt 27. 5.) Það verður fvrsta leikheimsóknin, sem leikhúsið fær, og lcikflokkar Kgl. leikhússins hafa aldrei fyrr lagt jafn langt land undir fót. (Mbl. 14. 5.) Aldrei komið til ftaliu? Heftur rúmgafl með dýnu og teppi til sölu. (Þjóðv., augl. 14. 5.) Hinn strokinn? Vinsælasti Jassleikarinn EGAR hernámi Danmerkur lauk var Gunnar Ormslev 17 ára gamall og í til- e£ni frelsunarinnar fékk hann ásamt nokkr- um jafnöldrum sínum heimboð í bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Þeir voru spurðir hvað mætti bjóða þeim, og það fyrsta sem þeir báðu um var að mega heyra nýjar jassplötur. í 5 ár höfðu þeir ekki haft neitt tækifæri til að fylgjast með þróun jazz- ins. — Ein platan sem þeir fengu að heyra var leikin af einhverjum Dizzy Gillespie. Þeir stóðu á öndinni af hrifn- ingu. Og á eftir töluðu þeir um þessa plötu dög- unum saman. Þetta voru fyrstu kynni Gunnars Ormslev af be-bopstílnum. Nú er úr þeim kunningsskap orðin vinátta, mikil og náin, eins og allir íslensk- ir jassunnendur vita. Gunnar Ormslev fæddist í Kaupmanna- liöfn 22. mars 1928, sonur Áslaugar Jóns- dóttur, Þórarinssonar fræðslumálastjóra, og Jens G. Ormslev bankafulltrúa þar í borg. Á heimili Gunnars var jöfnum höndum töluð íslenska og danska, og sem barn lærði hann hvortveggja málið. En eftir því sem á leið skólagöngu hans missti hann tökin á íslenskunni, uns hann gat ekki leng- ur talað hana, hinsvegar skildi hann hana ávallt til hlítar. Gunnar var settur í gagnfræðaskóla, og þar komst hann í félagsskap við pilta sem áttu eitt brennandi áhugamál sameigin- lega: jassinn.- Þeir notuðu alla sína vasa- peninga til að kaupa plötur með gömlu meisturunum, svo sem Duke Ellington, Benny Goodman og Artie Shaw, og gripu hvert tækifæri til að fara á jasskonserta, en á þessum árum komu margar stórar stjörn- ur fram á svið jassins í Danmörku, þar á meðal Svend Asmundsen. Þegar Gunnar Ormslev fermdist, gáfu vinir og ættingjar honum nokkuð af pen- ingum, og þessa peninga notaði hann til að kaupa sér altósaxófón. — Hann tók að æfa sig af kappi, og þráði að mega spila á dans- æfingum í skólanum. En foreldrar hans voru því andvígir. Yfirleitt fannst þeim hann leggja of mikla stund á jassinn, en of litla á námið. Síðan var landið hernumið, og jassinn slapp ekki frekar en annað undan ofsóknarhneigð nasista. Jafnvel sjálfur Svend Asmundsen var tekinn fastur og sendur í fangabúðir. Gunnar Ormslev hætti að æfa sig og setti saxófóninn sinn upp á háaloft. Og liðu svo árin. En við undur þau sem gerðust þegar Gillespie- platan var leikin fyrir þá félagana daginn góða í bandaríska sendiráðinu, varð jassáhugi Gunnars meiri en hann hafði nokk- urntíma áður verið. Saxófónninn hans hélt þó enn um skeið áfram að liggja uppi á háalofti. Svo fór Gunnar til íslands árið 1946, og skömmu seinna skrifaði hann heim og bað að senda sér saxófóninn. Hann hafði fengið vinnu við apótekið í Hafnar- firði, og þar suðurfrá kynntist hann Eyþóri Þorlákssyni gítarleikara sem hvatti hann eindregið til að gerast aktívur þátttakandi í jasslífi hér. Og það leið aðeins örstuttur tími frá því Gunnar fékk saxófóninn að heiman og þar til hann hóf að leika í hljómsveit Gúttó í Hafnarfirði. Þar lék hann í hálft ár. Síðan lék hann um skeið með Kristjá. Kristjánssyni í Mjólk- urstöðinni, og hafði þá breytt um hljóðfæri, fengið sér tenórsaxófón í staðinn fyrir gamla altóinn. Árið 1 947 gekk hann svo í hljóm- sveit Björns R. Einarssonar, og hefur leikið með honum alla tíð síðan. Á þessu tímabili hefur orðstír hans farið hraðvaxandi, og við atkvæðagreiðslu sem Jassblaðið efndi til í vetur reyndist hann .vinsælasti jassleikarinn. REYKVÍKINGUR 5

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.