Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 14

Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 14
Petta getur ehki gengið F UNDUR í Mæðrafélaginu 30. apríl tók sér fyrir hendur að skora á bæjarstjórn Reykjavíkur að f jölga leikvöllum borgarinnar, gera knattspyrnuvelli handa strákum, efna til unglingakennslu í knattspyrnu og handknattleik og auka eftirlit á bamaleikvöllum. ÁGÆTAR TILLÖGUR OG ALLS GÓÐS MAKLEGAR, SVO LANGT SEM ÞÆR NÁ. En REYKVÍKINGUR á viðaukatillögu í fórum sínum, tillögu, sem allteins hefði getað séð dagsins ljós á Mæðrafundi (svona sneisafullt af tilviljunum er lífið), og hún er á þessa leið: ÞAÐ ER HÉR MEÐ SKORAÐ Á FORYSTUKONUR í REYKJA- VÍK AÐ TAKA UPP BARÁTTU GEGN SIÐSPILLINGUNNI, SEM ÞRÍFST í ÞESSUM BÆ UNDIR VERNDARVÆNG HEIMSKU, FÁLÆTIS, UNGÆÐISHÁTTAR OG GJÖRSPILLTRAR PEN- INGAGRÆÐGI. af AÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að í Reykjavík er allstór hópur unglingstelpna, sem telur það hámark lífshamingju og yndislegra skemmtistunda að komast í náinn félagsskap khaki- klæddra hermanna og þiggja af þeim tyggigúmmí, sígarettur og viský. ÞETTA ER HEIMSKA. Það er ennfremur kunnara en frá þurfi að segja, að yfirvöldin hafa tekið þessu leiðindaástandi tómlega, jafnvel stundum gripið til þess undarlega ráðs að hafna alkunnum staðreyndum, neitað því þá og þverneitað, að allt væri ekki í stakasta Iagi. ÞETTA ER VÍTAVERT FÁLÆTI. Loks er kunnara en frá þurfi að segja (enda ómótmælt af við- komandi aðiljum), að í Reykjavík hafa nokkrir menn orðið til þess að skjóta skjólshúsi yfir spillinguna, blátt áfram tekið þá stefnu að hagnast á henni! ÞETTA ER FÁHEYRÐ, SVÍÐINGSLEG PEN- INGAGRÆÐGI, EITT REGINHNEYKSLI FRÁ UPPHAFI TIL ENDA. • Nú, þarna er þá verkefnið fyrir forystukonurnar, fyrir Mæðra- félagið, fyrir kvennasamtökin reykvísku hverju nafnl sem þau nefnast, fyrir stjórnmálakonur, skáldkonur, og hugsjónakonur, fyrir allar konur allra stétta, ríkar og fátækar, giftar og ógiftar, verðugt verkefni, stórt verkefni, erfitt verkefni, en brýnt verkefni. TAKIÐ UPP VOPN GEGN ÞESSUM ANDSKOTA! • HéR kann KEYKVÍKINGUR einfalt ráð. Hann lætur það í té ókeypis. Þetta ráð er svona: ‘ Skipuleggið samtök gegn ósómanum. Og heimsækið svo staðina, þar sem ósóminn þrífst. Látið mennina með húsin sjá ykkur. Og látið unglingstelpurnar, sem koma í þessi hús, sjá ykkur. Þetta eru ekki slæmar telpur. En þær skortir siðferðilegt aðhald; það verður einhver að sýna þeim fram á, að þetta er ekki fínt og ekki sniðugt og ekki á nokkurn hátt æfintýralegt. Þetta er aumingja- skapurinn uppmálaður, framtíðarlaus fíflska. Við viljum að lokum nefna nokkrar konur, sem okkur finnst líklegar til forystu í þessu máli: Sigríður Eiríksdóttir, Soffía Ing- varsdóttir, Guðrún Guðlaugsdófltir, Þóra Vigfúsdóttir, Soffía Ólafsdóttir, Rannveig Þorsteinsdóttir, Kristín Sigurðardóttir. ÞAÐ ER TÍMI TIL ÞESS KOMINN, AÐ ÞÆR BEITI ÁHRIFUN- UM, SEM ÞÆR ÁREIÐANLEGA HAFA í ÍSLENSKUM KVENNASAMTÖKUM, TIL AÐ LEGGJA Á VÍÐARI BARÁTTU- GRUNDVÖLL EN LEIKVELLINA. af AÐ er ótta- legt til þess að vita, að stíflað- asta fréttanef í heimi er í Reykjavík. Það tilheyrir Útvarpi Reykjavík, og það er svo þrælslega stíflað, að það mundi fyrir langalöngu vera búið að draga sjúklinginn til dauða — ef hann væri eitthvað upp á það kom- inn, eins og t. d. dagblöðin. En svo er ekki, og því fer sem fer. Fréttaflutningur útvarpsins er stórgallaður. Einkenni óspilltrar blaðamennsku er vinnuhraði og vinnugleði — og þefvísi. Góður blaðamaður grípur fréttirnar næstum því um leið og þær gerast, og hann er aldrei ánægðari. en þegar hann getur komið þeim glóðvolgum til lesenda sinna. Hjá útvarpinu (þar sem blaðamennirnir heita fréttamenn) er þessu allt öðru vísi farið. Þar er fréttunum tekið með fullkomnu tómlæti, svo stóiskri og annarlegri ró, að furðu sætir. Eitt dæmi: Daginn sem hæstiréttur kvað'upp dóm í 30. marz málinu, var skýrt frá því í útvarpsfréttum kl. 8, að dómurinn væri fallinn. En það var ekki vikið að því einu orði, að hvaða niðurstöðu rétturinn hefði komist, aðeins tilkynnt, ofboðrólega, að frá þessu yrði sagt tveimur tímum seinna — „í síðari fréttatímanum í kvöld.“ Hinsvegar vannst tími til þess kl. 8 að útvarpa því um allt land, að 1) sumarstarfsemi KFUM væri hafin í Vatnaskógi, 2) ársrit Ræktunarfélags Norðurlands (1950—1951) væri komið út, 3) tveir menn hefðu orðið fimmtugir þennan dag og 4) tiltekinn maður væri farinn í ferðalag alla leið til Bandaríkjanna. 30. mars málið var frétt og er frétt, hvar í flokki sem menn standa. Klausturpóstsaðferð útvarpsins þetta kvöld hlýtur að hafa runnið fréttamönnum þess til rifja. Þó má ætla, að þeir séu orðnir tómlætinu vanir. En það eru ekki þeir, sem valda stíflunni í hinu virðulegu fréttanefi hinnar virðulegu stofnunar. Sú stífla á rætur sínar að rekja til þeirrar furðulegu bábilju forráðamanna útvarps- ins, að blaðamennska (eins og óbreyttir blaðamenn skilja það hug- tak) sé ekki nærri því nógu fín fyrir Útvarp Reykjavík. af AÐ væri fallega gert af Ríkisútvarpinu, ef það vildi endurskoða þessa afstöðu sína. Gjarnan mætti það um leið athuga, hvort það sé í rauninni ómaksins vert að leyfa hlustendum að „heyra raddir“ heldri manna, sem hingað koma frá útlendum. Ólíklegt er að ís- lendingar séu svo forvitnir, að þeim sé fróun í að heyra rödd manns eins og Norris Dodd, jafnvel þótt hann sé háttsettur S.Þ.-maður. „Þið heyrið nú rödd hans,“ sagði þulurinn grafalvarlega fyrir skemmstu, þegar lokið var frásögn af heimsókn hans hingað, og svo kom Dodd að hljónemanum á segulbandi og lét í té stikk- prufu af rödd sinni. Óttalega barnalegt! A Ð lokum er þar frá að segja, að stúkan Daníelsher útvarpsaug- lýsti síðasta dans vetrarins 12. þ. m. ,sem var fjandi laglega af sér vikið. Lausn á krossgáfu VI. Ldrétt: 1. Hreykin. 5. Óðfúsir. 9. Tál- dreg. 10. Rjól. 11. Et. 13. Pó. 14. Snaerið. 15. Tærir. 16. Úlfur. 19. Stel. 20. Ana. 23. Sló. 24. Stút. 25. Flink. 28. Hluti. 29. Bjalla. 32. Um. 34. Æl. 35. Kína. 36. Lauslát. 38. Dálítið. 39. Traðkar. Lóðrétt: 1. Háttprúð. 2. Efla. 3. Kýrin. 4. Nógur. 5. Ófriðlegt. 6. Flótti. 7. Sá. 8. Ritari. 12. Brenni. 17. Fullur. 18. Ró. 19. Sætabrauð. 21. Óf. 22. Skammtur. 26. Óhrædd. 27. Eilíft 30. Aflát. 31. Lóuna 33. Blek. 37. Ól. Skósólarnir: 24. Kommurnar: ÉG SAGÐI, OG HANN SAGÐI OG, OG ÞEIR SÖGÐU OG OG, OG I>AR VIÐ SITUR. Lausnir á leikjum þessa blaðs: Holan: Hreint engin mold. Leikskólinn: Ögur, Hagi, Oddi, Borg. Reykvíkingur — Ritstj. og ábm. Gísli J. Ástþórsson — Afgreiðsla: Þingholtsstr. 27. Sími 8860 — Prentað í Prentsm. Þjóðviljans h.f. 14 REYKVÍKIN GUR

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.