Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 6

Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 6
Obbinn af Egyptum deyr saddur lífdaga innan við þrítugt Sveitamenn eru lífseigir, líka prestar, erfiðismenn skammlífari en gœðingar Ef þú ert sveitakona, búsett í Nýja-Sjá- landi, gift, mátulega grönn, heilsuhraust og hefur átt langlífa forfeður, þá teiknir allt til þess, að þú verðir eldri en nálega allir menn í heiminum. En ef þú ert karlmaður af egypsku bergi brotinn, erfiðismaður, ein- hleypur, feitur og ómenntaður og þjáður á sál og líkama, þá máttu teljast hepp- inn, ef þú nærð þrítugsaldri. KEYKVÍKINGUR gerir auðvitað hvorki ráð fyrir að þú sért nýsjálensk sveitakona né slituppgefinn Egypti. En ofangreindar upplýsingar fela samt í sér veigamikil atriði, sem sjálfsagt er að taka fullt tillit til, vilji maður reyna að gera sér einhverja hugmynd um, hvaða líkur séu fyrir því, að maður nái háum aldri. Þær eru teknar úr bókinni Length of Life, sem nýlega kom út í Banda- ríkjunum og skráð er af þremur kunnum ,,langlífissérfræðingum“. ESSIR menn fullyrða: Foreldrar þínir og foreldrar þeirra, menntun þín og umhverfi, matarlyst þín og atvinna, kynferði þitt, námsferill þinn, heimilislíf þitt — allt þetta hefur áhrif á það, hvort þú verður (eða kannski öllu heldur: átt að verða) langlífur eða skammlífur. Auðvitað fylgir þó sá bögg- ull skammrifi, að það, sem í aðalatriðum á við ákveðinn flokk manna undir ákveðnum kringumstæðum, á ekki nauðsynlega við hvern einn og einasta mann í þessum flokki. Einstaklingar eiga það nefnilega til að „brjóta lögmálið" og láta vísindalegar kenn- ingar lönd og leið; veiklaði, vannærði piparsveinninn finnur upp á því að verða níræður, heilsuhesturinn, sem lífið leikur við, hrekkur upp af einn góðan veðurdag, rétt nýorðinn fertugur. Ó er það staðreynd, að líkurnar fyrir langlífi eru þeim í hag, sem eiga að meira eða minna leyti eitthvað skylt við sveita- konuna, sem nefnd var hér að framan. Treystum sérfræðingunum og tökum hvert atriði út af fyrir sig: UMHVERFIÐ —Sveitamenn geta gert ráð fyrir að verða einu. eða tveimur árum eldri en frændur þeirra í borgunum. KYNFERÐI — Konur eru langlífari en karlar. Að öllu samanlögðu, getur kona vænst þess að lifa mann sinn um fimm ár, séu þau jafnaldrar. LÍKAMSÞUNGI — Þér er ráðlegast að taka tillit til vigtarinnar — sér í lagi eftir fertugt — ef þú kærir þig um að verða gamall. Offita býður ótal hættum heim. Það getur vel verið að feiti maðurinn lifi margar skemmtilegar stundir, en hann lifir vissu- lega sjaldnast eins margar stundir og sá granni. Fleiri stuttir menn en stórir ná fertugs- aldri. En úr því komið er út af hættusvæð- inu, geta hávöxnu mennirnir reiknað með að lifa lengur en þeir smávöxnu. VINNA — Skrifstofumenn lifa lengur en verkamenn. Bændur eru öllum mönnum langlífari — að meðaltali. Lögfræðingar, kennarar, verkfræðingar og vísindamenn ná líka oft háum aldri. Framkvæmdastjórar geta vænst þess að lifa svolítið lengur en skrifstofumennirnir þeirra, en ekki alveg eins lengi og prestarnir þeirra og læknarnir. MENNTUN — Það er ekki um það að villast, að menntun virðist eiga eitthvað skylt við langlífi. Stúdentar eru langlífir. Dúxar lifa lengur en skussar. FORFEÐUR — Það er ágætt að hafa átt langlífa forfeður, þ. e. a. s. ef þú líka vilt lifa lengi. Forfeðurnir geta talsvert hjálpað. HEIMILISLÍF — Giftir karlar ná hærri aldri en ógiftir, sömuleiðis konur. Pipar- sveinar og jómfrúr eiga þó lengri lífdaga en ekklar, ekkjur og fráskildir. Að lokum pínulítil hughreysting: Ef þessi stutta skýrsla er allt annað en glæsileg í þínum augum, þá hafðu þetta hugfast: ÞÚSUNDIR „DAUÐADÆMDRA" HAFA SKOTIÐ HENNI REF FYRIR RASS! Séra Bjarni og fleira fólk ...— Daginn eftir liinn fræga fund Sjálfstæðisflokks- ins um forsetakjör, þar sem Gunnar Thoroddsen lýsti því yfir að hann mundi skoða sig óbundinn af samþykkt flokksins og styðja Ásgeir Ásgeirsson, hittust þeir ;í götu séra Bjarni Jónsson og Lúðvík ] Ijálmtýsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðishússins. „Ég óska þér til hamingju með starfsemina," sagði Séra Bjarni. „Hvorki meira né minna en tvær revýur á einu og sama kvöldi." „Hvernig meinarðu?" sagði Lúðvfk. „Það er aldrei nema Bláa stjarnan í húsinu hjá okkur". „Jæja," sagði séra Bjarni. „Mér skildist bara ein- hvernveginn að í gærkvöld hefði líka verið leikinn Tengdapabbi." ★ Gísli Sveinsson og Steingrímur Steinþórsson ræddu möguleika á stuðningi Framsóknar við hinn fyrrnefnda til forsetakjörs. „Já, en þú ert svo skrambi mikið bendlaður við allan feril Sjálfstæðisflokksins á seinustu árum," sagði Steingrímur. „Uss, blessaður vertu,“ sagði Gísli. „Ég er langt yfir hann hafinn." ★ Eggert Stefánsson kom inn á veitingahús í Mílano ásamt tveimur öðrum íslendingum. „Tre vermute," sagði Eggert við þjóninn. En þjónninn skildi ekki. Eggert endurtók skipunina. En aflt á sömu leið. Þjónninn skildi ekki að heldur. Og þannig hvað eftir annað, uns annar félaga Eggerts, tók af skarið og sagði: „3 vermute." Þá fór þjónninn óðara og sótti 3 glös af rvermouth. „Þarna sjáið þið hverslags vesalings fólk þeir eru þessir Milanesar," sagði Eggert. „Ekki skilja þeir einu sinni sitt eigið móðurmál." ★ PÉTUR SIGURÐSSON SEGIR FRÉTTIR AF BINDINDI KVENNA (Tímadeild) .... Kvenfólkið í Japan lærir nú sem óðast öldrykkjuna jafnhliða öðrum nýjum siðum. .... Félagssamband ölgerðarmanna í Bandaríkjunum tilkynti á demantsafmæli sínu, að 40 af hundraði allra öldrykkju- manna væru nú konur, en af magninu drekka þó karlmennirnir ennþá 74 af hundr- aði. En kvenþjóðin virðist vera þarna á sæmilegri framfarabraut í keppninni við karlmennina....... .. .. í Suður-Afríku þykir nú ekki framar skömm, þótt konur gerist ölvaðar. Hinar menntuðu kvinnur þar státa af því, að þær geti nú þolað sopann sinn engu síður en karlmennirnir .... 6 REYKVÍKINGUR

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.