Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 7

Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 7
KONUR ERU HEIMSINS MESTU SAFNARAR; KARLAR SAFNA GÁFULEGA, KERFISRUNDIÐ F IjINHVER bondi, sem nu er löngu dauður, á einhvertíma að hafa komið til einhvers kaupmanns, sem líka er löngu dauður, og spurt, hvernig hann hefði orðið svona ríkur. Sagan segir, að bóndinn hafi þá stundina verið að skera snærið utan af pinklum sín- um, og kaupmaðurinn á að hafa gotrað aug- unum til sveitamannsins og hnífsins og svar- að með hægð: Ég leysti hnútana. Þessi heimskulega dæmisaga, sem haldið hefur verið hneykslanlega á lofti allt fram á þennan dag, mun eiga að innræta börnum nýtni og hagsýni. Hin eina rökrétta ályktun, sem draga má af sögunni, er hinsvegar sú, að kaupmaðurinn hafi verið haldinn söfn- unaræði af þeirri tegund, sem nútímakonan hefur fullkomnað: að maðurinn hafi átt all- ar skúffur fullar af snæri og allar geymslur, að hús hans hafi verið ein snæraflækja frá kvisti niður í kjallara — og að hann hafi átt það fullkomlega skilið. Bandaríkjamaður, sem skrifar í The Sat- urday Evening Post, lýsir þessu söfnunaræði nýlega í örstuttri grein, morandi af skarp- skyggni og gáfulegum athugunum. Hann segir meðal annars: Hver ein og einasta kona er hluta-varð- veitari í hjarta sínu. Karlar eru líka hluta- varðveitarar, en þeir varðveita aðeins gagn- lega hluti*, eins og gömul bílanúmer eða biluð öruggi eða lykilinn, sem gekk að bíl- skúrhurðinni, áður en skipt var um skrá. M ÉR virðist sem meginástæðan fyrir því, að konur geyma hluti, sé sú, að þær geti ekki fengið af sér að kasta þeim. Konan mín á t. d. mikið hlutasafn í ísskápnum okkar. Hún á líka ágætt safn í lyfjakassanum, þar á meðal glerkrukku, sem ekkert stendur á (er þetta ekki ofnæmismeðalið, sem lækn- irinn lét þig fá í fyrra?) pappaöskju, sem í eru nokkrar hvítar pillur (við einhverju *Hér er strax gott dæmi um skarpskyggni og gáfur höf. — Ritstj. REYKVÍKINGUR hljóta þær að vera) og ýmsar gerðir af litl- um glösum með brúnni skóf í botninn. Ég er nýbúinn að kanna húsið okkar ræki- lega (skrifar höf. enn) og semja lista yfir þá hluti, sem fólk varðveitir: 1. Hlutir, sem passa á hluti, eins og t.d. lok af krukkum og pottum og hettur af flöskum. 2. Hlutir, sem detta af öðrum hlutum, svo- sem hnappar, spennur, lamir, nokkrar skrúf- ur, sem losnuðu innan úr ryksugunni, elsk- an, og skrúfboltinn, sem ég fann undir bíln- um mínum, þegar ég reyndi að koma honum í gang 1 morgun. 3. Hlutir, sem aðrir hlutir voru í, þar á meðal pappírspokar, kringlóttar pjáturs- dósir (engin kona getur staðist kringlótta pjátursdós) og allar hugsanlegar gerðir af tómum krukkum. 4. Hlutir, sem synd væri að fleygja. Þarna eru m.a. spilin, sem aðeins örfá spil vantar í, og vinstri handar hanskinn, sem væri svo ágætur, ef hinn kæmi í leit- irnar. 5. Hlutir, sem geymdir eru í kjallaranum, eins og t.d. 30 eða 40 blómapottar, sem ég velti um koll í hvert skipti ég fer niður, handfangið af gamalli ísgerðarvél o.s. frv. 6. Illutir, sem minningar eru bundnar við, þar á meðal hjónabandstilkynningar, próf- skírteini, stráhatturinn, sem þú áttir í menntaskólanum, og jólakortin frá því í fyrra. 7. Hlutir, sem synd væri að nota, svo sem rúmábreiðan, sem Imba frænka hekl- aði alveg einsömul, og flaska af eldgömlu einiberjavíni, sem við höfum geymt árum saman og ætlum að nota við hátíðlegt tæki- færi. Geymslukerfi kvenfólks er auðvitað alveg sérstakt í sinni röð. Hlutir, sem not- aðir eru aðeins einu sinni á ári (t.d. jólatrés- skraut) eru geymdir fremst á neðstu skáp- hillunni. Aftur á móti er hlutur, sem er í daglegri notkun (ryksugan t.d.) undantekn- ingarlaust geymdur aftast í skápnum, bak við nokkra pappakassa. Gamall ullarfatn- aður, sem einhverntíma á að koma að not- um, er vandlega vafinn í blaðapappír, sem á eru ritaðar skammstafanir á borð við „Skr“ eða „Tr-ja, 9.17.51“ Kvenmaður get- ur alltaf leyst þessi dulmálsskeyti með því að rífa gat á pappírinn og gæjast inn. — GrEIN Bandaríkjamannsins í The Satur- day Evening Post lýkur á þessa leið: Það er vitaskuld ekkert álitamál, að svona [ringl- aðir] eru karlmennirnir ekki. Hið nákvæma geymslukerfi þeirra er til fyrirmyndar; þar er hver hlutur á sínum stað. Ég hef til dæmis mitt eigið kerfi, sem Frá ritstjóranum: í handrit höfundar vantar síðasta blaðið. Hann man því miður ekki hvar hann lét það. LENGSTA SETNINGIN SEM VIÐ MUNUM EFTIR ÞESSA STUNDINA (Blóðvatnsrannsóknadeild Mbl. 15. 4.) Prófessor Henri Desoille er einn þeirra frönsku lækna, sem fylgjast af brennandi áhuga með tilraunum þeim, sem fram fara á þessu sviði, og blaðamaður einn hitti hann að máli á Braussais sjúkrahúsinu, þar sem hann hafði rétt nýlokið morgunfyrir- lestrunum og hafði nokkrar frístundir af- lögu, og spurði hann frétta af nýjustu blóð- vatnsrannsóknum í þessum efnum og vænt- anlegum árangri af þeim, oss dauðlegum mönnum til huggunar. ★ EKKI MUNDU ALLIR KALLA ÞAÐ DULRÆNT (Vísisdeild) Þrúður, dóttir síra Finn Þorsteinssonar að Klyppstað í Loðmundarfirði, veiktist suður í Hellisfirði hjá Hávarði móðurbróð- ur sínum. Hafði hún þá farið nýlega frá foreldrum sínum nyrðra. A meðan hún lá í Hellisfirði var henni ráðlagt að drekka vín til styrktar sér. Neytti hún þá einnar flösku af portvíni og batnaði nokkuð. En þó fannst henni sér verða bezt af korn- brennivíni .... (Birt í dálkinum „Dulrænar frásagnir“). ------------------------------------ NOTICE WE do not cater to coloured people here, pví colour ber að hata nú á dögum; sú ajstaða er ólvirað og skýr i afrlkönskum glimukappalögum. Og komi hin£að inn that angry brute sem eitt sinn gerði Láru miðil hissa, pá segið, ég sé farinn eitthvað út með alla mina hunda til að pissa. Vallaskáld. 7

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.