Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 4
RVIfiMYNDIR (góðar & slæmar) I TJARNARBÍÓ byrjar nú um þessa helgi að sýna „Copper Canyon“, eina þess- ara alkunnu „wild west“-mynda sem ger- ast mest á vínbörum þar sem skeggjaðir karlar vaða uppi með hlaðnar skammbyss- ur, tyggja skro og eru ógurlega kvensam- ir. Næstum allir tyggja skro, jafnvel lítill og meinleysislegur asni sem aldrei virðist hafa lent í neinni spillingu, hann étur það eins og rúgbrauð. En skylt er að geta þess, að hetjan í myndinni, ævintýramaður og skotmaður með afbrigðum góður, leikinn af Ray Milland, tyggur ekki skro. Ekki held- ur Hedy Lamarr, sem leikur á móti honum. Ray er viðfelldinn að vanda, og Hedy eins falleg í framan og eins lítil leikkona sem jafnan endranær. Myndin er tekin í litum, og það af henni sem gerist annarsstaðar en á barnum sýnir viða undurfagurt lands- lag, og gæðinga marga. Hún er spennandi á köflum, aldrei leiðinleg, yfirleitt hin sæmi- legasta skemmtun fyrir það fólk, sem hefur öðlast nægan þroska til að taka sjálft sig mátulega lítið hátíðlega — öðru hverju. HVÍTASUNNUMYND Tjarnarbíós verður „Hr. Muslc“ með Bing Crosby 1 aðalhlut- verkinu. Bing leikur þarna dægurlagahöf- und sem engu nennir nema leika golf og Claudette Colbert er um þessar mundir í Englandi við myndar- töku. Meðfylgjandi mynd er úr „Gildran", bandarískri lirollvekju um minnistap og þar frameftir göt- unum. Róbert Rayan er að hugga hana. vera í næturklúbbum með fallegu kvenfólki. En umboðsmaður hans ræður sérstaka stúlku til að halda honum við vinnuna, og verður úr^því mikið ástarævintýri. Stúlkan þessi er leikin af nýliða í kvikmyndum, Nancy Olson, sem hefur til að bera nægan „sjarma“ og aðra þá eiginleika sem láta mann gleðjast við leik hennar. — 4 Eins og „Copper Canyon“ er þetta hin sæmilegasta skemmtimynd, nema eftirsókn- arverðari fyrir okkar smekk, og veldur því hinn ágæti söngur Bings. ÞAR NÆST sýnir bíóið þriðju myndina af þessu tagi, „Perils of Pauline", þar sem Betty Hutton leikur eina frægustu persónu kvikmyndanna á hinum þöglu en viðburða- ríku árum þeirra fram um 2. tug aldarinn- ar þegar einn lífsháskinn tók við af öðrum og vinsælasta aðferðin til að hefna sín á náunganum var sú að kasta framan í hann rjómatertum og öðru meiriháttar bakkelsi. Þetta er líka hin sæmilegasta skemmtimynd, sum atriði hennar meir að segja spreng- hlægileg, enda eru lætin í Betty með ein- dæmum; — og var það ausæilega ekki að ástæðulausu sem hún fékk taugaáfall við vinnu sína vestur í Ilollywood fyrir skemmstu. ÆTTINGJAR Enrico Caruso eru nú í máli' við M-G-M-kvikmyndafélagið fyrir að búa til myndina The Great Caruso, án þess að hafa til þess leyfi þeirra. Mario Lanza fer með aðalhlutverkið. Ennfremur eru tvö systkini Rudolfs sáluga Valentino í máli við annað bandarískt kvik- myndafélag, vegna myndar, sem ber nafn þessa fræga kvikmyndaleikara. Þau krefj- ast 700.000 dollara skaðabóta fyrir hitt og þetta. ~ ★ - ÆÐISGENGNASTA KELIRÍIÐ SEM VIÐ HÖFUM LESIÐ UM SÍÐUSTU DAGANA (Dvergadeild Mbl. 18. 5.) — Ég skal viðurkenna að ég var hvorki hugdjarfur í útliti né tilburðum, er ég gekk að kappanum og bað hann um að gera mér þann heiður að gefa mér eigin- handarskrift sína. Ég var eins og dvergur við hlið hans, og hafði varla ávarpað hann, þegar hann reiddi upp kreppta krumluna og ,,klappaði“ á öxlina á mér — högg, sem hafði nær riðið mér að fullu. Um leið sagði kappinn vingjarnlega, „Sæll, kunningi .... Nú áræddi ég að spyrja, hvert ferðinni væri heitið. Risinn ypti öxlum góða stund, tók fyrst um axlir mér, síðan um háls og höfuð og hristi mig til um leið og hann sagði: „Ég er á heimleið, kunningi". — Mér fannst hyggilegast að láta hér við sitja. svo að ég ætti ekki frekari faðmlög á hættu, kvaddi og flýtti mér burt. (Lýsing á því, þegar fréttamaður Mbl. hitti Primo Carnera á Keflavíkurflugvelli og bað hann um rithandarsýnishorn). munu flestir, sem þ:ítt tóku í get- raununum síðast, hafa gelið rangt til um úrslit íslensku leikjanna. Ætti það að vera þeim uppörvun, sem hafa talið sig of ókhnnuga hinum erlemlu liðum til þess að geta til um úr- slit í leikjum þeirra í milli. (AB, 7.5.) En ekki eegilega mikil uppörvun, er paöt KEFLAVÍK, 6. maí — Vegna þess að ýmsar ýktar fregnir ltafa verið að herast af smygli af Kcflavíkurflug- velli undanfarið, þykir rétt að lála það sem er sanni nær koma fram. (Mbl. 7. 5.). Þokkalegur mórall pað. KR-liðið var ekki eins frískt og móti Fram um daginn. Þeir voru eitthvað miður sín og gekk illa að finna hver annan. (Þjóðv. 13. 5.) Leitið og pér rnunuð finna. Markmið ferðarinnar er að leita uppi flakið af bandarísku Strato-Cruis- er risaflugvélinni .... Örvæntingar- ftill bón hefur borizt til stjórnarvald- anna frá fámennri fallhlífasveit, sem lent liefur í nánd við flakið til björg- unarstarfa um, að sér verði sendur liðsauki til þess að ekki slái í hart og til átaka komi og blóðsúthellinga, er leitarsveitunum fótgangandi lýstur saman við flakið. (Mbl. 14. 5.) Það er ekki neitt nýtt fyrirbrigði að stöðva bæði kvenmenn og karl- menn, sem vilja fara í erindisleysn inn á völlinn .... Hitt eru skáld- sögur einar, að kvenfólk hangi á hárinu og kjólabök hangi á girð- ingunni. (Mbl. 7. 5.) Snoðklipptart Agangur togara hefur verið gífur- legur, sem hefur leitt til þess að bát- arnir hafa orðið að forða sér á lakari fiskimið, til að komast hjá sem minnstu veiðarfæratjóni. (Mbl. 7. 5.) Hátt tryggðt REYKVÍKINGUR

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.