Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 12

Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 12
 Awríkubrí^ til ktienfílkAinA Og nú langar mig að fara nokkrum orð- um um útvarpið, sem hér er enn í full- um gangi, þrátt fyrir útbreiðslu sjónvarps- ins. Það byrjar í flestum borgum kl. 6 á morgnana, sem er venjulegur fótaferða- tími hér. Að vísu er harðbannað í öll- um leiguíbúðum að opna útvarp fyrir kl. 8, og kl. 11 á kvöldin verður að skrúfa fyrir, en það er nú þessu máli óviðkomandi, og útvarpið byrjar kl. 6, hvað sem tautar. Flestar stöðvar byrja með „hillbilly“- músik, sem eftir mínum músiksmekk er á borð við að vakna við vondan draum. Ein og ein stöð byrjar með messu og sálma- söng, og þótt ég vilji síðust manna lasta guðs orð, finnst mér óneitanlega ýms önn- ur músik betur til þess fallin fyrir húsmóð- urina að taka undir við stússið í eldhús- inu, eða fyrir húsbóndann við raksturinn á baðinu. SvO þegar prestarnir og hillbillyarnir eru búnir að flytja sinn boðskap, koma fréttirnar um Kóreustríðið og fimmtugu kerlinguna (ömmu í þokkabót), sem ætlar ríðandi frá Norfolk í Virginíu til Washington með bréf til Trumans, sem hann á að sjá um að verði lesið í útvarp til þjóðanna hin- um megin járntjaldsins. Þetta óvenjulega farartæki, hesturinn, á að sýna Stalín fram á að eldra fólk í Ameríku sé engin lömb að leika sér við. — Svo er líka fréttin um manninn, sem ætlaði að henda sér niður af kirkjuturninum og var búinn að kveðja prestinn með loforði (eða hótun) um að þeir mundu hittast fyrir hinum megin. Ekk- ert varð þó af þessari dramatísku brottför í annan heim, í það skiptið, þvi að maður- inn sem býr á þriðju hæð í húsinu beint á móti kirkjunni opnaði gluggann og réðst á tilvonandi sjálfsmorðingjann með skömm- um og svívirðingum, með þeim afleið- ingum að sá síðarnefndi frestaði förinni til að koma niður og berja heilann útúr haus þess fyrrnefnda. ETTA og ýmislegt annað er maður svo að frétta af og til allan daginn á milli að- aldagskrárliðanna — Kl. 10 er byrjað að útvarpa ýmsum peningaprógrömum þar sem fólki er gefinn kostur á að vinna fjörutíu til fleiri þúsund dollara með því að svara nokkrum spurningum, og eru allir, sem teknir eru upp, leystir út með gjöf- um (hvort sem þeir gata eða brilléra), allt frá- tannkremi og svitameðali upp í súpu- dósakassa. Einna merkast af þessum prógrömum er „Strike it rich“. Allir keppendur á því prógrami eiga það sameiginlegt, að þeir hafa ekki átt sjö dagana sæla, og upplýsist mörg sorgarsagan milli spurninga. Þeir sem standa sig vel og svara rétt öllum spurn- ingum, geta unnið 500 dollara, og fáir fara aftur jafnsnauðir og þeir komu, þótt þeim verði á að segja að Níl renni í gegnum Róm eða snargati á nafni generálsins síns í Kóreu. Þessu prógrami er nefnilega þannig háttað, að bak við það er sjóður mikill sem ýmsir góðir menn hafa gefið i og heitir sá Hjartasjóður. Það kemur því oft fyrir, þegar blásnauður tossinn, vonsvik- inn og sneyptur, býst til að ganga til sætis síns, eða í sjóinn, eftir því hvað ástandið er alvarlegt, að síminn hringir, og kallar þá þulurinn hástöfum: Hjartalína! Hjarta- lína! Stopp! Stopp! Svo standa allir á önd- inni meðan hann tilkynnir, að Hjartasjóð- urinn, eða einhver góður einstaklingur eða félag, ætli að hjálpa þessum bágstadda manni, og síðan klappa og flauta allir á- heyrendur í útvarpssal í tilefni af því að nú er einni áhyggjunni minna í heiminum. Þetta er ágætis prógram, og mættum við gjarnan hafa eitthvað ámóta í útvarp Reykjavík, þótt ég efist reyndar um að bágstaddir íslendingar hafi kjark í sér til að útvarpa raunum sínum og áhyggjum til allrar þjóðarinnar. N 11U hleyp ég yfir öll hjartalausu peninga- prógrömin, og gerist ekkert markvert frá hádegi til kl. 2. Þá byrja 15 mín. fram- haldsprógröm, svokallaðar sápuóperur, og halda þær stanslaust áfram til kl. 4. Um skeður aldrei neitt, því þegar 15 mínút- urnar eru að renna út og svolítið líf að færast í tuskurnar, kemur auglýsing um bjór, megrunarmeðal eða plastikdúk með mynd af síðustu kvöldmáltíðinni, eftir því hvaða fyrirtæki borgar útvarpinu og leik- urunum fyrir ruglið. Síðan kemur áminning um að hlusta nú ábyggilega á morgun, því að þá á að gera út um framtið Evelyn Winters sem elskar fjárhaldsmanninn sinn, en hann er 20 árum eldri en hún og grunar ekki að ást sín á Evelyn sé endurgoldin. Eða þá framtíð ekkjunnar Brown, sem á tvö börn og kærasta og í stríði við móð- urást og hennar skyldur annarsvegar en skyldur við unnustann hinsvegar. En þótt ég hafi, einmitt nú í morgun, hlustað í heilt ár, eru þær Evelyn og ekkjan Brown enn í sama bobba og þær voru fyrir ári, og efast ég um að úr rætist á morgun. EGAR þessum prógrömum er lokið, koma krakkaprógrömin, og eru þar skel- eggastir Hopalong Cassidy, Villti Bill Hic- kock og Tarzan, og las ég einhversstaðar, að á þessum prógrömum væru árlega drepnir 15—20 þús. manns, og þótti óþarflega há tala til að stytta börnum stundir. En þótt dánar- talan i þessum prógrömum sé há, er hún þó sök sér og barnaleikur hjá þeim ósköpum sem eiga sér stað eftir kl. 8, þegar börnin eru komin í rúmið. Hopalong, Villti Bill og Tarzan mega eiga það, að þeir drepa aldrei neinn nema sá hinn sami hafi til þess unnið, en það er meira en hægt er að segja um morðingja þá sem taka til starfa eftir kl. 8, fullorðna fólkinu til gamans. Þessir band- ittar myrða á hryllilegan hátt hver annan, sem er ágætt, en þó aðallega saklaust fólk, konur og börn og gamalmenni og stundum heilar fjölskyldur, sem er afleitt. S ÍÐAN er klukkan orðin 10, og búið að hræða mig og marga aðra svo mjög, að við harðlæsum öllum hurðum, slökkvum ljósin, förum í rúmið, breiðum upp fyrir haus og þökkum guði fyrir að hafa ekki lent í klón- um á þessu glæpahyski, og biðjum hann jafnframt að varðveita okkur frá slíkum afdrifum. Svo reiknum við i huganum hvað margir tímar séu til kl. 6, og fáum út tæpar 8 klukkustundir, sem er hreint sá minnsti svefn sem við komumst af með, ef við eig- um að halda heils- unni. Útvarpið held- ur áfram að leika danslög til kl. 1, en ég býð Góða nótt. ★ MIKILVÆGASTA FRETTIN SEM VIÐ MUNUM EFTIR ÞESSA STUNDINA (Morgunblaðsdeild). I’ARÍS — Juan T. Trippe forseti banda- ríska flugfélagsins Pan American World Airways, hefur verið sæmdur orðu frönsku heiðursfylkingarinnar. 12 REYKVIKINGUR

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.