Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 23.05.1952, Blaðsíða 3
hótelherbergjaleigu af þessu tagi: láta skrá stúlkurnar sem eiginkonur sínar. Þó er það á allra vitorði, að til undantekninga má telj- ast ef í slíkum tilfellum er raunverulega um hjón að ræða. — Fyrir nokkrum dögum settu yfirvöld hótelsins nýjar reglur um að þessar „eiginkonur“ hermannanna skuli skilyrðislaust gefa upp fullt nafn á sjálfum sér. En þessar og aðrar umræddar ráðstaf- anir eru að sjálfsögðu ekki annað en kák. Ógiftar stúlkur sem haldnar eru því blýgð- unarleysi að segjast vera eiginkonur ein- hverra hermanna, sem þær sjálfsagt þekkja oft og tíðum lítið sem ekki neitt, þær hika auðvitað heldur ekki við að ljúga til nafns. Skylt er að geta þess, að rannsóknarlög- reglan hefur ekki látið mál þetta afskipta- .laust. Menn frá henni koma oft á vettvang að nóttu til og láta ljúka upp fyrir sér her- bergjum þar sem grunsamlegir gestir hafast við. Okkur er vel kunnugt um þessar rann- róknir lögreglunnar, og gætum við úr þeim fært fram óteljandi rök til stuðnings þeirri fullyrðingar okkar, að ástandið á þessum stað er mjög alvarlegt. En allt um það hefur ennþá ekki orðið vart neinna raunhæfra aðgerða af hálfu lögreglunnar til að fyrirbyggja ósómann. Enda er málið sjálfsagt ekki sem auðveldast viðfangs fyrir hana, og verður ef til vill aldrei leyst sem lögreglumál eingöngu. En þá kemur til kasta almennings. Það er skoð- un okkar að almenningur sé sekur um háskalegt sinnuleysi varðandi þetta mál og önnur skyld. Og þess vegna teljum við svo mikils um vert að vekja hann til umhugsun- ar um það. — Því að lausn málsins er fyrst og fremst á valdi almennings. (Sjá „Þetta getur ekki gengið“). F YRIR nokkru hittust þeir á götu Sigurð- ur Skagfield, Kristinn Andrésson og Þor- steinn Valdimarsson. Kristinn spurði Skag- field: Mundirðu fara til Rússlands, ef þér yrði boðið? Skagfield svaraði: Þó mér yrði boðið til Helvítis, þá færi ég. Þá kvað Þorsteinn: Skemmtun er að Skagfíldi, þó skammi hann allt og níði. Ég held hann yrði í Helvíti híbýlanna prýði. ^V^IÐ fréttum um daginn um töluvert ný- stárlegan kokk, sem væri að fara til sjós, og þegar við fréttum skömmu seinna, að hann hefði haldið dagbók yfir fyrstu sjó- ferðina sína, þá leituðum við hann uppi og fengum að sjá það sem hann hafði skrifað. Þessi kokkur er að því leyti nýstárlegur, að hann gengur í nælonsokkum á landlegu- dögum; þetta er nefnilega kornung stúlka, þvengmjó og lagleg og hláturmild og varla meir en hundrað pund. Við höfum aldrei áður séð laglegan sjókokk. Hér eru glefsur úr dagbókinni, nokkrar REYKVÍKINGUR setningar af mýmörgum setningum, hripað- ar í flýti um nætur: 30. apríl — „Ég er að fara til sjós í fyrsta skipti á æfinni. Kannski ætti ég ekkert að reyna að halda dagbók. Kannski eiga þessir dagar eftir að ríða mér að fullu. Þetta er mikið og gott skip, en ég er ekki grunlaus um, að eitthvað skrítið sé að gerast innvortis í mér. Þó er ég búin að taka tvær óbrigðul- ar sjóveikispillur. Herra guð í himnasal, haltu mér við trúna!“ 1. maí — „Ég var ræst kl. 6 og gaf slátur og skyr. Allt í stakasta lagi með það. En þegar ég var búin að ganga frá níu-kaff- inu, þá .... Ég harkaði af mér eins lengi og ég gat, ég vildi ekki gefa mig fyrr en í fulla hnefana. Ég kastaði upp í laumi í fyrstunni, en svo .... Blessaðir karlarnir hafa stjanað við mig eins og hvítvoðung. Þó hef ég ekki kastað nein ósköp upp, bara verið svo grátlega máttlaus og aum. En það er ég viss um, að íslenskir sjómenn eru bestu menn í heimi .... .... Samt tókst mér að skreiðast upp í kvöld og gefa kaffi. Ég brenndi mig, þegar ég var að búa til kaffið. Það er gæfumerki, segja þeir hér um borð .... Mikið er skrítið að heyra þá kalla skipstjórann karlinn. Maður á besta aldri! En þetta er víst venjan hjá öllum sjóurum á öllum bátum, og ef talað er um helv.... karlinn, þá er það al- veg sérstakur heiður fyrir skipstjórann. Ég er kölluð kokksi, kokki, hofmeistari og kokka. Ég kann best við kokkuna .... “ 2. maí — „Ég er búin að brenna mig æði oft í dag, ég er víst lukkunnar pamfíll. Ég er líka öll marin og blá af árekstrum og ég er búin að skera mig í þumalputtann .... Um hádegið eldaði ég sætsúpu og ýsu. Ég hellti fullum diski af sjóðandi súpu yfir axlir eins félaga míns. Hvílíkt ægilegt ösk- 9/Í3 ur! Ég þorði ekki að hlæja fyrr en allir fóru að hlæja, en þá þótti mér heldur gaman ..“ 3. maí — „Eldey er alhvít. Mér er sagt að þetta séu súlur. Það er svo mikið af þeim í Eldey, að það hefur verið reiknað út, að þær éti ca. 30 tonn af fiski á dag. Erlendur fuglafræðingur reiknaði þetta út í fyrra — svo segja þeir hér um borð að minnsta kosti. Ég sé hálfpartinn eftir öllum þessum fiski. Mér er svo umhugað um, að við öflum vel .... í kvöld vorum við í dýrlegum fagn- aði, strákarnir spiluðu bridge í kokkhúsinu, svo var drukkið kaffi og hlustað á dans- lög. Það er nefnilega laugardagskvöld. En áður en ég háttaði fór ég út að borðstokkn- um með gamalt brauð og kallaði pút pút. Skyldu súlurnar hafa skilið mig?“ 4. maí — „Þegar ég var að búa til hádeg- ismatinn, missti ég niður helminginn af sósuefninu. Líka fékk ég fullan pott af vatni yfir höfuðið, og þá var hlegið hátt og lengi. Eitt gæfumerkið enn! .... Það er sunnudagur. Reyndar verðum við ekki mikið vör við það hérna úti á haf- inu, fótaferðartíminn er sá sami og vinnan sú sama. Maturinn í dag: Steik, sveskju- grautur, gulrætur og grænar baunir, að ó- gleymdri sultunni. Hér er sulta sjálfsagðari en allt sjálfsagt, hún er borðuð með salt- fiski hvað þá öðru .... Við komum inn á morgun. Eitt kann ég ekki enn, það er að ganga. Eins er ég dálítið áttavillt á þessu heimili, þó ég sé búin að uppgötva hvað og hvar lúkarinn er. En ég hef margt lært á þessum fjórum dögum og ég er víst um þúsund krónum ríkari. Og annað kvöld byrjar ný ferð, kannski til nýrra miða, til öflpnar nýs fisks — og ég ætla með. Bara vona ég að ég hætti að vera svo lánsöm að brenna mig. Að öðru leyti má gæfan fylgja mér .... “ 3

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.