Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 2
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Sara, áttirðu von á að verða
útnefnd leikkona ársnis?
„Ég ólst upp rétt hjá Árnesi, kannski
hefur það eitthvað með það að
gera.“
Sara Dögg Ásgeirsdóttir, útnefnd leikkona
ársins í aðalhlutverki á Edduhátíðinni, er
annar tveggja verðlaunahafa sem fengu
Eddustyttu með misrituninni „ársnis“ í stað
ársins.
DÓMSMÁL Skiptastjóri þrotabús Milestone
hefur höfðað mál á hendur embætti Sér-
staks saksóknara í því skyni að fá afhent
gögn úr rannsóknum tengdum félaginu.
Saksóknari hefur neitað
að afhenda gögnin, sem
skiptastjórinn telur að
geti nýst honum við
eigin málarekstur.
Skiptastjórinn, Grím-
ur Sigurðsson, hefur
staðið í margvíslegum
málaferlum gegn fyrr-
verandi stjórnendum
Milestone og félögum
þeim tengdum. Hann
hefur höfðað um tug mála, meðal annars
gegn Wernersbörnunum Karli, Steingrími
og Ingunni, til að freista þess að fá hinum
og þessum gerningum og greiðslum rift. Í
þeim málum eru milljarðar króna undir.
Til að liðka fyrir sér í rekstri málanna
og undirbyggja þau betur fór Grímur
fram á það við sérstakan saksóknara að
hann fengi afhent öll gögn úr sakamála-
rannsóknum sem tengdust Milestone –
ekki bara þau sem lagt var hald á í hús-
leitum hjá Milestone og þegar hafa verið
afhent, heldur einnig afrit af skýrslu-
tökum, tölvupóst, samantektir rannsak-
enda og hvaðeina annað sem aflað hefur
verið við rannsóknirnar.
Hann vísaði í 82. grein gjaldþrotalaga,
sem kveður meðal annars á um að opin-
berum stofnunum sé „skylt að veita skipta-
stjóra þær upplýsingar og láta honum í
té þau gögn um málefni búsins sem hann
krefst“.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak-
sóknari, segir að ágreiningurinn standi
um það hversu vítt beri að túlka þetta
ákvæði. „Við höfum litið svo á að þetta
ákvæði í gjaldþrotalögunum eigi ekki við
um gögn sakamála,“ segir hann.
„Ég held að það sé ágætt að menn fái
hreinar línur í þetta og að réttar óvissunni
verði eytt, sérstaklega eftir málið sem
kom upp varðandi mennina sem voru
kærðir hér,“ bætir Ólafur við, með vísan
til máls Jóns Óttars Ólafssonar og Guð-
mundar Hauks Gunnarssonar, sem voru
kærðir fyrir að selja til þrotabús Mile-
stone upplýsingar sem þeir öfluðu sér í
störfum sínum hjá Sérstökum sak-
sóknara. Málið var látið niður falla.
Að sögn Ólafs snýr beiðni
Gríms að gögnum úr svokölluðu
Vafningsmáli, gegn Lárusi Weld-
ing og Guðmundi Hjaltasyni,
en einnig öðrum málum sem
kunna að tengjast Milestone.
„Þetta er býsna víðtæk beiðni,“
segir hann.
Grímur vill ekki tjá sig um
málið. „Það verður bara
afgreitt fyrir dómstólum,“
segir hann.
stigur@frettabladid.is
Skiptastjóri Milestone
í mál við saksóknara
Sérstakur saksóknari neitar að afhenda skiptastjóra Milestone öll rannsóknargögn
sem tengjast fyrirtækinu. Skiptastjórinn telur að þau geti nýst honum í málaferlum
gegn Wernersbörnum og öðrum. Hann hefur því stefnt saksóknara fyrir dóm.
GRÍMUR
SIGURÐSSON
Drjúgur hluti málsvarnarinnar í Vafningsmálinu snerist um að
Milestone hafi staðið mjög höllum fæti í ársbyrjun 2008 og hafi
nauðsynlega þurft tíu milljarða lán frá Glitni til að mæta gjalddaga
láns og forðast gjaldþrot. Þetta kom meðal annars fram í vitnis-
burði fyrrverandi starfsmanna og stjórnenda félagsins.
Helsta röksemd Gríms skiptastjóra í riftunarmálunum er einmitt
sú að Milestone hafi verið orðið ógjaldfært í árslok 2007 og ætla
má að vitnisburður stjórnenda félagsins og önnur gögn í svipaða
veru gætu styrkt málstað hans.
Mikilvægir vitnisburðir
INDLAND Á Indlandi er ekki óalgeng sjón að sjá fíla úti á götum innan
um strætisvagna og aðrar bifreiðar.
Tamdir fílar gegna þar margs konar hlutverki, allt frá því að vera
notaðir í skrautsýningar til þess að bera þungar byrðar á götum stór-
borganna.
Auk þúsunda taminna fíla eru nærri 30 þúsund villtir fílar á Ind-
landi. Stöðugt er reyndar þrengt að búsvæði þeirra viltu og ólögleg
veiði ógnar jafnframt stofninum. Á hinn bóginn ógna villtu fílarnir
einnig íbúum í smærri þorpum og dreifbýli. Þeir fara stundum óðir
um í hópum og eyðileggja uppskeru og eignir. - gb
Tamdir fílar gegna margs konar hlutverki á Indlandi:
Kraftmiklir í umferðinni
FÍLL Á FERÐ Tveir menn sinna erindum sínum á fílsbaki í höfuðborginni Nýju-
Delhi. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Tveir Íslendingar
voru í vikunni úrskurðaðir í gæslu-
varðhald í Kaupmannahöfn eftir
að fimm og hálft kíló af amfeta-
míni fundust í geymslurými á aðal-
brautarstöð borgarinnar. Alls eru nú
tólf Íslendingar í haldi ytra vegna
þriggja fíkniefnamála, auk eins Pól-
verja sem er búsettur hér á landi.
Mennirnir tveir eru á þrítugs- og
fimmtugsaldri og eru báðir kunn-
ugir lögreglu. Sá eldri er búsettur
á Íslandi en sá yngri í Danmörku.
Lögregla útilokar ekki að fíkniefnin
hafi verið á leið
til Íslands.
Níu a ð r i r
Íslendingar eru
í varðhaldi þar ytra vegna smygls
á samtals 61 kílói af amfetamíni til
Danmerkur og Íslendingur og
Pólverji að auki vegna smygls á
40 þúsund e-töflum sem talið er
að hafi verið á leið til Íslands.
Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar, sem
hefur komið að öllum rannsóknun-
um, segir ástandið mjög óvenju-
legt. „Íslendingar virðast hafa rekið
mjög umfangsmikla brotastarfsemi
í gegnum Kaupmannahöfn og við
höfum lagt mikið á okkur við að
höggva skörð í hana,“ segir hann.
Það sé nú að skila árangri. - sh
Tólf Íslendingar eru í varðhaldi í Kaupmannahöfn eftir enn eitt smyglmálið:
Tveir Íslendingar í viðbót í haldi
KARL STEINAR
VALSSON
LÖGREGLUMÁL Þrír karlar og ein
kona milli tvítugs og þrítugs voru
handtekin í umdæmi lögreglunnar
á Suðurnesjum um helgina grunuð
um akstur undir áhrifum fíkni-
efna.
Lögregla gerði leit á heimili
eins mannsins, en þar voru
ummerki um fíkniefnaneyslu.
Gerð var upptæk loftskammbyssa.
Sýnatökur á lögreglustöð leiddu
í ljós að fólkið hafði neytt kanna-
bisefna og einn ökumaðurinn
kókaíns að auki. - óká
Loftskammbyssa upptæk:
Óku bíl undir
áhrifum efna
STJÓRNMÁL Björn Valur Gísla-
son þingmaður hyggst bjóða sig
fram til varaformanns Vinstri
grænna á landsfundi hreyfing-
arinnar, sem hefst á morgun og
stendur fram á sunnudag.
„Allar forsendur eru fyrir
því að Vinstri græn nái góðum
árangri í komandi kosningum og
vil ég leggja mitt að mörkum til
þess að svo verði,“ segir í yfir-
lýsingu hans frá í gær.
Björn Valur lenti í sjöunda
sæti í forvali flokksins í Norð-
austurkjördæmi fyrir næstu
alþingiskosningar. - gb
Landsfundur um helgina:
Björn Valur
býður sig fram
SAMFÉLAGSMÁL Lokadrög að samningi um ætt-
leiðingar milli Íslands og Rússlands hafa verið
send til rússneskra yfirvalda. Íslensk ættleiðing
gerir því ráð fyrir því að á næstu vikum verði
samningur inn undirritaður og ættleiðingar hingað
til lands geti hafist.
Unnið hefur verið að ættleiðingarsambandi
við Rússland í rúm þrjú ár, en þá óskaði stjórn
Íslenskrar ættleiðingar eftir því við íslensk stjórn-
völd að þau sendu formlega beiðni til Rússa um
ættleiðingasamband. Í lok árs 2011 funduðu Sergei
Lavrov og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráð-
herrar ríkjanna, og þá sagði Lavrov að Rússar
væru reiðubúnir til að gera samning.
„Mikil vinna hefur verið lögð í það í ráðuneytum
innanríkis- og utanríkis á Íslandi að rita samning
sem fer vel að lögum beggja landanna,“ segir
í frétt á síðu Íslenskrar ættleiðingar, en Elín
Henrik sen hefur séð um samninginn fyrir hönd
félagsins.
Unnið hefur verið að þýðingu og endurritun
á samningsdrögum undanfarið og síðastliðinn
föstudag voru þau send til Rússlands. „Við höfum
ástæðu til að ætla að á næstu vikum fáum við
fulltrúa rússneska ríkisins í heimsókn til landsins
til að undirrita samninginn.“ - þeb
Lokadrög að ættleiðingasamningi voru send til Rússlands fyrir helgina:
Ættleitt frá Rússlandi á næstunni
BARN Stutt er í að samningur milli Íslands og Rússlands um
ættleiðingar verði undirritaður. NORDICPHOTOS/GETTY
DANMÖRK Yfirlæknir á geðsjúkra-
húsinu Sikringen í Nykøbing á
Sjálandi hefur bannað of þungum
sjúklingum að borða skyndibita-
fæði. Margir sjúklinganna eru of
þungir, oft vegna auka verkana
lyfja. Yfirlæknirinn Susanne
Møller-Madsen segir sjúklingana
þyngjast um 10 kg á ári.
Á vef Kristilega dagblaðsins er
haft eftir fyrrverandi formanni
vinnuhóps siðaráðsins um geðsjúk-
dóma, Lotte Hvas, að vilji menn
banna skyndibitafæði eigi bannið
að gilda fyrir alla, ekki bara fyrir
þá sem eru of þungir. -ibs
Geðsjúkrahús í Danmörku:
Of þungir fá
ekki skyndibita
SPURNING DAGSINS