Fréttablaðið - 21.02.2013, Side 12
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 12
HYUNDAI SANTA FE II LUX 7m
Nýskr. 01/08, ekinn 65 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 3.980 þús.
Rnr.151261.
Frábært úrval af nýlegum, lítið
eknum bílum á frábæru verði!
Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
/
SUBARU FORESTER PLUS
Nýskr. 10/09, ekinn 77 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 3.580 þús.
Rnr.151241.
LAND ROVER DISCOVERY 3 HSE
Nýskr. 10/08, ekinn 116 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Rnr.201081
NISSAN QASHQAI SE
Nýskr. 05/12, ekinn 27 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.790 þús.
Rnr.130383.
SAAB 9-5 ARC
Nýskr. 04/08, ekinn 50 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 2.790 þús.
Rnr.141444
HYUNDAI i30 CLASSIC
Nýskr. 07/12, ekinn 6 þús. km.
dísil, beinskiptur.
Verð kr. 3.220 þús.
Rnr.201134.
HYUNDAI GETZ GLS
Nýskr. 10/09, ekinn 41 þús. km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 1.750 þús.
Rnr.120134.
VERÐ kr.
6.990 þús.
Gerðu frábær kauphjá Bílalandi BL
Gott úrval
af 4x4 bílum
Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði!
Lítil breyting hefur orðið á leiguverði á
höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði eftir
miklar hækkanir framan af ári. Þjóðskrá
birti í gær gildi vísitölu leiguverðs fyrir
janúarmánuð og er það óbreytt frá því
sem var í ágúst síðastliðnum.
Þjóðskrá hóf að birta vísitölu leigu-
verðs á höfuðborgarsvæðinu í byrjun
árs 2011 og tók vísitalan þá gildið 100.
Á árinu 2011 hækkaði hún um 11% og
fyrstu átta mánuði þessa árs hækkaði
hún um 7% til viðbótar. Í ágúst stóð vísi-
talan því í gildinu 118,7 stig.
Síðan hefur lítil breyting orðið á vísi-
tölunni sem lækkaði í október og desem-
ber en hækkaði í nóvember og núna í
janúar þegar hún tók sama gildi og í
ágúst eða 118,7 stig. - mþl
Litlar breytingar á vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði:
Leiguverð staðið í stað um hríð
Straumur fjárfestingabanki hagn-
aðist um 203 milljónir króna eftir
skatta á árinu 2012. Eiginfjárhlut-
fall hans er 35 prósent og tekjur
á síðasta ári námu 1,3 milljörðum
króna. Þetta kemur fram í árs-
reikningi Straums sem samþykkt-
ur var á stjórnarfundi bankans 12.
febrúar síðastliðinn.
Straumur er í 70 prósent eigu
ALMC, sem var stofnað eftir
nauðasamning gamla Straums, og
lykilstjórnenda bankans. ALMC er
síðan í eigu Thingvilir, hollensks
félags sem er í vörslu Deutsche
Bank. Eigendur þess voru upp-
runalega samningakröfuhafar
gamla Straums, en þar sem heim-
ildarskírteini í Thingvilir ganga
kaupum og sölum veit enginn
hverjir eigendur þess eru í dag.
Heimildir Fréttablaðsins herma
þó að á meðal þeirra sé bandaríski
vogunarsjóðurinn Davidson Kemp-
ner, sem hefur verið afar umsvifa-
mikill á Íslandi eftir hrun.
Straumur fékk fjárfestingar-
bankaleyfi í byrjun nóvember 2011.
Því var árið í fyrra fyrsta heila
árið sem bankinn starfaði. Síðan
þá hefur hann verið mjög áber-
andi og ráðið til sín fjölda manns
til að geta boðið upp á sem víðtæk-
asta fyrirtækjaþjónustu og miðlun.
Þetta hefur skilað því að hlutdeild
Straums í veltu með skuldabréf er
um 11 prósent og hlutdeild hans í
hlutabréfaveltu er níu prósent. Þá
hefur Straumur einnig haft umsjón
með hlutafjárútboði Eimskips, því
stærsta sem ráðist hefur verið í
hérlendis frá hruni. Bankinn sér
auk þess um vörslu og umsýslu á
öllum eignum SPBhf, sem áður hét
Sparisjóðabankinn, og um ýmsar
eignir móðurfélags síns ALMC.
Heildartekjur bankans á síðasta
ári voru rúmlega 1,3 milljarðar
króna og um 85 prósent þeirra voru
hreinar þóknanatekjur. Arðsemi
eiginfjár Straums var 18 prósent í
fyrra. Í ársreikningi kemur fram að
meira en 80 prósent tekna Straums
komu frá ótengdum aðilum. Eignir
bankans jukust um sex milljarða
króna á milli ára og stóðu í um 15
milljörðum króna um síðustu ára-
mót. Eigið fé hans er 1,3 prósent.
Rekstrarkostnaður var um 1,1
milljarður króna. Þar af var launa-
kostnaður 776 milljónir króna, 33
störfuðu hjá bankanum að meðal-
tali. Meðalmánaðarlaun hvers
starfsmanns voru því tæpar tvær
milljónir króna á mánuði. Launin
skiptust þó mismunandi á milli
starfsmanna. Forstjórinn, Pétur
Einarsson, var til að mynda með
um 3,5 milljónir króna á mánuði.
Þá eignuðust Pétur og nokkrir
aðrir lykilstarfsmenn samtals 30
prósenta hlut í Straumi á síðasta
ári. Á meðal þeirra sem eignuðust
einnig hlut voru fjármálastjórinn
Jakob Már Ásmundsson og Har-
aldur I. Þórðarson, forstöðumaður
markaðsviðskipta hjá bankanum.
thordur@frettabladid.is
Straumur hagnaðist
um 200 milljónir
Tekjur Straums fjárfestingarbanka á fyrsta heila starfsári bankans námu 1,3
milljörðum króna. Meiri vöxtur en lagt var upp með, segir Pétur Einarsson, for-
stjóri bankans. Starfsmenn eignuðust 30 prósent í bankanum á síðasta ári.
Pétur Einarsson, forstjóri Straums, segir uppgjörið í takt við þær áætlanir
sem lagt var upp með. „Tekjur eru reyndar hærri en við gerðum ráð fyrir
en kostnaðurinn er það líka. Hagnaðurinn var ívið lægri en okkar björtustu
væntingar stóðu til, en í heildina litið er þetta í takt við okkar væntingar
og við erum mjög ánægð með uppgjörið.“
Hann segir vöxt bankans hafa verið hraðari en upphaflega stóð til. „Við
byrjuðum í raun á núlli árið 2011 og náðum yfir 1.300 milljónum króna í
tekjur á fyrsta starfsári. Það er alveg magnað. Við sjáum líka frekari vaxta-
tækifæri, til dæmis í hlutabréfamarkaðnum. Þá eru alltaf meiri og sterkari
teikn á lofti um að höftunum verði aflétt. Aflétting mun auka fjárfestingu
inn í landið og við sjáum því mikil tækifæri þegar það gerist.“
Vöxturinn hraðari en lagt var upp með
ÁNÆGÐUR Straumur fékk fjárfestingarbankaleyfi í nóvember 2011. Tekjur bankans voru 1,3 milljarðar króna í fyrra og þar af
voru 85 prósent hreinar þóknanatekjur. Pétur Einarsson er forstjóri Straums.
VÍSITALA LEIGUVERÐS Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
120
116
112
108
104
100
1. jan. 2011 1. jún. 2011 1. nóv. 2011 1. apr. 2012 1. sep. 2012 1. jan. 2013
HEIMILD: ÞJÓÐSKRÁ