Fréttablaðið - 21.02.2013, Qupperneq 28
FÓLK|TÍSKA
Hildur Ársæls-dóttir hefur stefnt að því
leynt og ljóst í fjölda-
mörg ár að starfa
innan snyrtivöru-
geirans. Hún
stundaði nám
við snyrtiskól-
ann Art of Style í
Danmörku, nám
í snyrtivörufram-
leiðslu hjá FIDM í
Los Angeles og lýkur
brátt fjarnámi í við-
skiptafræði með áherslu
á markaðssamskipti frá
Háskólanum á Bifröst.
Nýlega náði hún merkum
áfanga á ferlinum þegar
hún var ráðin til snyrti-
vörurisans L‘Oréal. „Mig
hefur dreymt um að
vinna hjá L’Oréal síðan
ég var lítil,“ segir Hildur
sem er afar kát með nýju
stöðuna.
En í hverju felst starfið?
„Ég er í þjálfun núna
í markaðsdeildinni fyrir
stöðu „junior product
manager“ sem mér verður
veitt þegar ég lýk námi mínu
í haust,“ svarar Hildur og
heldur áfram: „L´Oréal skiptir
vörumerkjum sínum niður í
fjórar deildir sem eru „Lux-
ury product divison“ þar sem
merki eins og Helena Rubin-
stein, Lancome og YSL eiga
heima, „Consumer product
division“ þar sem vörumerki
eins og Maybelline og Gar-
nier eru, „Active cosmetics“
þar sem „apóteks“-merkin eru
og svo „Professional product
division“ sem ég sit í en þar eru
vörumerkin fyrir hárgreiðslu-
stofurnar,“ segir Hildur sem er í
þriggja manna markaðsteymi sem
sér um amerísku vörumerkin Red-
ken, Matrix og Pureology. „Starfið
felst í því að sjá algjörlega um rekst-
urinn á þessum vörumerkjum,“ lýsir
Hildur en hennar deild hefur umsjón
með Danmörku, Íslandi og Færeyjum.
Ljóst er að ekki er hlaupið að því
að fá starf hjá L‘Oréal. Hvernig atvik-
aðist að Hildur hreppti stöðuna?
„Það er reyndar mjög skemmtilegt
hvernig þetta gerðist. Eftir að ég lauk
námi í Bandaríkjunum síðastliðið vor
vildi ég komast aftur til Evrópu. Ég
flutti til Parísar, borgar snyrtiiðnaðar-
ins, tilbúin að gleypa heiminn. Ég fékk
strax viðtal hjá Estée Lauder, þau flugu
mig yfir til Kaupmannahafnar í seinna
viðtalið og ég var alveg viss um að ég
væri með starfið í vasanum, en svo var
ekki. Ég var að sjálfsögðu alveg miður
mín en lét það ekki á mig fá heldur
byrjaði að hanna og þróa mína eigin
snyrtivörulínu í samstarfi við snyrti-
vöruframleiðanda í París,“ segir Hildur.
Fljótlega fékk hún símtal frá „talent
sourcing director“ hjá L’Oréal í París
sem hafði fundið ferilskrá Hildar, fannst
hún áhugaverð og spurði hvort hún
væri til í að vinna annars staðar en í
París sem Hildur játti. Ekkert heyrðist
nú í tvo mánuði og Hildur hafði gefið
hugmyndina upp á bátinn þegar hún
fékk tölvupóst frá mannauðsstjóra
L‘Oréal á Norðurlöndunum. Ákveðið
var að senda Hildi í viðtal fyrir starf í
Danmörku. „Þeir vildu tryggja að ég
gæti talað og skrifað dönsku áður en
ég yrði send áfram í næsta viðtal sem
yrði þá á dönsku. Ég lofaði því, án þess
að vera búin að tala dönsku í þrjú ár
enda fann ég hvað ég var orðin spennt
fyrir þessu þar sem L’Oréal er stærsta
snyrtivörufyrirtæki í heiminum. Við-
talið átti ekki að vera fyrr en hálfum
mánuði síðar svo ég var viss um að fá
nógan tíma til að æfa mig og undirbúa.
Hálftíma eftir var hringt aftur og spurt
hvort ég gæti ekki farið í tvö viðtöl í há-
deginu daginn eftir sem ég samþykkti
þó ég væri í algjöru panikki hinu megin
á línunni,“ lýsir Hildur kímin. „Það þarf
ekki að taka það fram að restina af
deginum og kvöldinu var talað, sungið
og skrifað á dönsku og svo sofnað yfir
danskri mynd,“ segir Hildur en svo fór
að viðtölin gengur glimrandi vel. „Fyrir
mér var það ekki spurning um að taka
þessu boði þótt það þýddi að ég þurfti
að flytja frá París og setja verkefni mitt
á bið enda alveg ómetanleg reynsla
sem ég mun öðlast og get lagt í reynslu-
bankann.“
Hildur hefur nú verið hjá L‘Oréal
í mánuð og starfið leggst vel í hana.
„Mér finnst ég bara vera komin heim.
Ég er ánægð að vera aftur í Danmörku
og vera nær fjölskyldunni á Íslandi.“
Innt eftir því hvort þetta sé drauma-
starfið segir Hildur það ekki eiga við.
„En ég er allavega á réttum stað til að
komast í draumastarfið. Ég er einungis
24 ára gömul og það er alveg frábært
að vera komin með fótinn inn fyrir
dyrnar. Draumastarfið er klárlega innan
þessara dyra og nú er bara spurning
hve lengi það mun taka mig að vinna
mig upp í það.“ ■ solveig@365.is
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir,
jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
ÓMETANLEG
REYNSLA
Fyrir mér var það
ekki spurning um
að taka þessu boði
þótt það þýddi
að ég þurfti að
flytja frá París og
setja verkefni mitt
á bið enda alveg
ómetan leg reynsla
sem ég mun öðl-
ast og get lagt í
reynslubankann.
Í VINNU HJÁ L‘ORÉAL
SNYRTIVÖRUIÐNAÐURINN Hildur Ársælsdóttir er einu skrefi nær draumastarfinu en hún var nýlega
ráðin til snyrtivörurisans L‘Oréal. Af því tilefni flytur hún frá París til Kaupmannahafnar.
HILDUR
ÁRSÆLSDÓTTIR