Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGKrakkar FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttr, elsaj@365.is, s.512-542 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Veröld Astridar Lindgren er í heimabæ hennar, Vimmer-by. Þar geta bæði börn og fullorðnir hitt eftirlætis persónur sínar úr bókum þessa vinsæla rit- höfundar. Væri ekki skemmti- legt að rekast á Línu langsokk og skoða Sjónarhól? Þarna eru líka Ronja ræningjadóttir, börnin í Ólátagarði, Kalli á þakinu og fleiri þekktar söguhetjur. Á þessu ári eru 50 ár síðan bókin um Emil í Katt- holti kom fyrst út og af því tilefni hefur Kattholt verið endurgert og pússað upp. Nýja Kattholt opnar þann 16. júní. Í þessum skemmtilega bæ er hægt að heimsækja veitinga- og kaffihús og snæða mat sem oft og tíðum á rætur að rekja til bók- anna. Lögð er áhersla á gott hrá- efni úr héraði. Þá er einnig hægt að fá gistingu í sögulegum smáhús- um. Alfreð og Lína eru aldrei langt undan. Margir kjósa að vera yfir nótt í bænum því það þarf tvo daga til að upplifa ævintýrið til fulls. Bærinn iðar af lífi því þarna eru sögupersónurnar lifandi komn- ar. Börnin geta leikið við Línu, Tomma og Önnu eða tekist á við Ronju. Söngur og gleði setja svip sinn á bæinn því þarna vilja allir leika sér. Það má jafnvel fara um borð í skútu Langsokks, pabba Línu. Og til að geta leikið þarf maður að borða og þá eru veitinga- staðirnir ekki langt undan. Fyrsta húsið í Veröld Astridar Lindgren, Kattholt, var byggt árið 1981. Það voru þrjár fjölskyldur í Vimmerby sem áttu hugmyndina. Árið 1989 komu nýir eigendur að uppbyggingunni. Sögubærinn óx og dafnaði og ævintýraumhverfi bræðranna Ljónshjarta leit dags- ins ljós árið 1990. Ári síðar varð aðalgata bæjarins tilbúin en hún nefnist Bråkmakargatan (Óláta- gata/Skarkalagata). Þá skapaðist umgjörð til að kvikmynda söguna um Lottu í Ólátagötu og fóru upp- tökur fram um sumarið 1991 og veturinn 1992. Árið 2007 varð til innanhússævintýri byggt úr sög- unni um Saltkrákuna og árið 2009 varð til vatn og bryggja og þá loks gat pabbi Línu lagt skútu sinni í sögubænum. Það er alltaf gaman í þessum bæ. Í bænum er hægt að kaupa ýmsa minjagripi tengda sögunum en það er einnig hægt að gera á net- inu. Skoðið alv.se til að sjá hvað er í boði. Það tekur þrjár klukku stundir að aka til Vimmerby frá Stokk- hólmi og fjóra tíma frá Malmö. Dagurinn í sögubænum kostar 5.600 krónur fyrir börn á aldrin- um 3-12 ára. Börn sem eiga afmæli þann dag sem þau koma fá ókeypis inn. Foreldrar greiða 8.000 krónur fyrir daginn. Nýtt Kattholt í Veröld Astridar Lindgren Foreldrar velta oft fyrir sér hvað þeir geti gert skemmtilegt með börnunum í sumarfríinu. Heimsókn í Veröld Astridar Lindgren í Smálöndunum í Svíþjóð gæti verið svarið, en nú eru fimmtíu ár frá því að Emil í Kattholti varð til. Langsokkur, pabbi Línu, býður um borð í skútuna. Emil í Kattholti fær nýtt hús í sumar sem miklir fjármunir hafa verið settir í. Kalli á þakinu tekur vel á móti öllum krökkum. Pampers hefur sett á markað nýburableiur með innbyggðum raka- mæli en hann segir til um þegar barnið hefur pissað. Bleiurnar heita Pampers New Baby og halda ungabarninu þurru. Þær eru með teygj- anlegum hliðum og því þægilegar fyrir barnið. Þær eru sömuleiðis einstaklega mjúkar sem hentar viðkvæmri barnshúðinni. Þá eru fest- ingarnar mjúkar og stillanlegar. Framleiðandinn hefur sömuleiðis sett á markað nýja blautklúta, Sensitive Maximum Care. Þeir eru mýkri og þykkari en áður sem leiðir til betri árangurs við þrif. Varan hefur verið ofnæmisprófuð og er án ilmefna en búið er að sannreyna milda eiginleika hennar á rannsóknar stofu. Nýjungar frá Pampers Frelsi til að leika sér á sinn hátt í rakadrægustu bleiunni okkar sem passar best. NÝTT! NÝJAR Pampers Active Fit bleiur og NÝIR Pampers Maximum Care™ blautklútar. NÝJAR Pampers Active Fit bleiur halda húðinni þurri í allt að 12 tíma, þær laga sig fullkomnlega að líkama barnsins og gefa því frelsi til að kanna nýja heiminn sinn – núna eru þær líka ennþá mýkri. Prófaðu einnig NÝJA Pampers Sensitive Maximum Care™ blautklúta, mýkstu blautklútarnir okkar sem þrífa húð barnsins á sem þægilegastan og mýkstan hátt. elska, sofa & leika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.