Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 50
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
463
milljónir króna kostaði að
framleiða Jagten.
Lífið
Reynslan gerir
mann dýrmætari
– Sigrún Edda Björnsdóttir
um leiklistarferilinn
– FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Á FÖSTUDÖGUM
„Ég fékk hugmyndina að myndinni
veturinn 2000, ég var heima hjá mér
í Kaupmannahöfn og þá var skyndi-
lega bankað á hurðina hjá mér. Það
var þekktur danskur barnasálfræð-
ingur sem stóð fyrir utan dyrnar
og hann spurði mig hvort ég væri
sá sem hafði gert myndina Festen.
Ég sagði auðvitað já. Þá sagði barna-
sálfræðingurinn að hann væri með
hugmynd að annarri mynd sem ég
gæti gert og hann rétti mér mikinn
fjölda dómskjala.“ Svo lýsir leik-
stjórinn Thomas Vinterberg því
hvernig hugmyndin að kvikmynd-
inni Jagten varð til. Jagten verður
frumsýnd hér á landi annað kvöld.
Kvikmyndin er hádramatísk og
tekst á við erfitt málefni. Mads
Mikkelsen sýnir einstakan leik í
hlutverki leikskólakennarans Lucas
sem sakaður er um barnaníð af lít-
illi dóttur vinar síns. Lygin breiðist
hratt um heimabæ Lucasar og innan
skamms er hann orðinn skotmark
múgæsings og hann nánast gerð-
ur útlægur úr samfélaginu. Með
önnur hlutverk fara Thomas Bo Lar-
sen, Annika Wedderkopp og Susse
Wold sem snýr aftur á hvíta tjaldið
eftir 27 ára hlé. „Dönsk kvikmynda-
gerð hefur saknað Susse Wold. Hún
hefur verið fjarverandi í 27 ár. Hún
er undraverð, falleg og frábær leik-
ari,“ sagði Vinterberg um Wold.
Leikkonan er Íslendingum meðal
annars kunn fyrir hlutverk sitt sem
Gitte Graa í sjónvarpsþáttunum vin-
sælu Matador.
Jagten var frumsýnd þann 20.
maí á kvikmyndahátíðinni í Cannes
í fyrra. Hún var þá fyrsta dönsku-
mælandi myndin sem hefur keppt til
Gullpálmans frá árinu 1998. Mads
Mikkelsen hlaut verðlaun fyrir
besta leik í karlhlutverki það árið
fyrir túlkun sína á Lucasi. Myndin
hefur hlotið einróma lof gagnrýn-
enda og kvikmyndahúsagesta og á
vefsíðunni Rottentomatoes.com fær
hún 91 prósent í einkunn frá gagn-
rýnendum og einkunnina 8,3 á vef-
síðunni Imdb.com. - sm
Barnasálfræðingur
kom með söguna
Danska myndin Jagten segir frá manni sem er sakaður um barnaníð. Leik-
stjórinn Thomas Vinterberg fékk hugmyndina að handritinu frá sálfræðingi.
VERÐLAUNALEIKUR Mads Mikkelsen fékk verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir hlutverk sitt í dönsku kvikmyndinni
Jagten. Myndin er frumsýnd annað kvöld.
Handritshöfundarnir Christopher Wilkinson og Stephen Rivele eru
byrjaðir að undirbúa mynd um kung fu-meistarann Bruce Lee. Áður
hafa Wilkinson og Rivele meðal annars skrifað handrit að myndum um
Richard Nixon og Muhammad Ali, auk þess sem þeir eru með puttana í
væntanlegri kvikmynd um líf Queen-söngvarans Freddie Mercury, og
eru því engir nýgræðingar í þessum bransa.
Samkvæmt Hollywood Reporter er ætlunin að láta handritið snúast
um einvígi sem Lee háði við annan kung fu-meistara, Wong Jack Man,
í San Francisco á sjöunda áratug síðustu aldar og uppgang Lees í kjöl-
farið.
Árið 1993 var myndin Dragon: The Bruce Lee Story gerð um ævi
Bruce Lee, en þar fór Jason Scott Lee með hlutverk slagsmálagarps-
ins.
Bíómynd um Bruce
Lee er í smíðum
Fjallar um einvígi í San Francisco á 7. áratugnum.
BRUCE LEE Frægasti kung fu-meistari sögunnar.
Gamanleikkonan Kristen Wiig mun fara með hlutverk ungrar Lucille
Bluth í nýrri þáttaröð Arrested Development. Gamanleikarinn Seth
Rogen mun einnig fara með hlutverk í þáttunum. Enn er óvíst hvaða
persónu hann mun leika.
Gamanþættirnir hafa notið mikilla vinsælda allt
frá því þeir voru frumsýndir á Fox-sjónvarps stöðinni
árið 2003. Tökur á þáttaröðinni hófust í ágúst í fyrra
og er ætlunin að frumsýna alla fjórtán þættina í
einu á Netflix í maí á þessu ári. Þættirnir verða þá
aðgengilegir í Bandaríkjunum og Kanada. Aðrir
leikarar sem munu koma fram í þáttunum eru Terry
Crews, Conan O‘Brien, John Slattery og Isla Fisher.
Kristen Wiig leikur
unga Lucille Bluth
Ný þáttaröð af Arrested Development í maí.
KRISTEN WIIG
Töffarinn Denzel Washington kemur á tjaldið um
helgina í bíómyndinni Flight, sem er tilnefnd til
tveggja Óskarsverðlauna á sunnudaginn. Í myndinni
leikur Washington flugstjórann Whip Whitaker. Hann
vaknar með slæma þynnku eftir ævintýri kvöldsins
áður. Hann þarf þó að mæta til vinnu og stýra heilli
flugvél svo til að rétta sig af tekur hann vænan
skammt af kókaíni. Flugferðin gengur þó ekki bein-
línis eins og í sögu þegar bilun í vélinni leiðir til þess
að hún verður stjórnlaus.
Ævintýramyndin Beautiful Creatures er byggð á
samnefndum metsölubókum og skartar meðal annars
þeim Jeremy Irons, Violu Davis og Emmu Thompson
í aðalhlutverkum. Hún fjallar um Ethan sem þráir
ekkert heitar en að komast í burtu úr smábænum sem
hann býr í. Hann kemst í kynni við hina dularfullu
Lenu og verður ástfanginn af henni við fyrstu sýn.
Lena er þó ekki eins og hver önnur stúlka því hún býr
yfir yfirnáttúrulegum kröftum og þarf fljótlega að
ákveða hvort hún vilji verja lífi sínu í liði með myrk-
um öflum eða góðum. Við nánari kynni komast þau
Ethan og Lena að því að fjölskyldur þeirra tengjast
lengst aftur í ættir og að hlutirnir eru sannarlega ekki
eins einfaldir og þeir líta út fyrir.
Gamanmyndin This Is 40 er óbeint framhald
myndar innar Knocked Up frá árinu 2007. Hér eru
hjónin Pete og Debbie í aðalhlutverkum, en þau voru
í aukahlutverkum í Knocked Up, þar sem Debbie var
systir hinnar óléttu Alison Scott, sem leikin var af
Katherine Heigl. Myndin fjallar um líf þeirra hjóna
nokkrum árum eftir fyrri myndina. Sem fyrr eru það
Paul Rudd og Leslie Mann sem leika hjónin, en það er
Judd Apatow sem leikstýrir og skrifar myndina. - trs
Flugslys, galdrar og hjónalíf
Þrjár kvikmyndir verða frumsýndar í bíóhúsum um helgina, auk Jagten.
EILÍFÐARTÖFFARI Denzel Washington hlaut Óskars-
verðlaunatilnefningu fyrir túlkun sína á flugstjóranum Whip
Whitaker í myndinni Flight, sem verður frumsýnd um helgina.