Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 62
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50
„Ég var að klára Illsku eftir Eirík Örn
Norðdahl. Hún er virkilega vel skrifuð
og áhrifarík og fjallar um fordóma
okkar litla samfélags hérna á Íslandi.
Svo verð ég líka að nefna ævisöguna
um Miles Davis, vin minn. Hún var svo
opinská og ógeðsleg að ég hataði hann
í mörg ár eftir að hafa lesið hana.“
Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari
BÓKIN
„Það verður ekkert erfitt að halda
sér vakandi, bara nokkrir kaffi-
bollar og smá kría yfir daginn,“
segir fréttamaðurinn Freyr Gígja
Gunnarsson. Hann lýsir Óskars-
verðlaunaathöfninni í beinni
útsendingu á Rúv á sunnudag.
Athöfnin hefst um miðnætti og
tekur rúmar fjórar klukkustund-
ir.
Freyr Gígja hefur verið ein-
lægur aðdáandi Hollywood-
stjarnanna um árabil og er því
ótæmandi viskubrunnur þegar
kemur að þeirra högum. Hann
viðurkennir þó fúslega að hann
kvíði einnig fyrir kvöldinu. „Það
verða örugglega einhverjir kvik-
myndanirðir og áhugamenn um
tísku sem munu fylgjast með
hverju skrefi mínu og hverju orði,
ég vona að ég komist hjá því að
móðga þetta fólk. Ég er búinn að
kynna mér tískuna töluvert og
hvaða leikkonur eru líklegastar
til að stela sviðsljósinu á rauða
dreglinum. Það verður sérlega
forvitnilegt að sjá hvaða litir
verða ráðandi á dreglinum í ár.“
Þegar móðir fjölmiðla mannsins
fékk veður af því að hann ætti
að lýsa athöfninni taldi hún í
fyrstu að hann yrði kynnir á verð-
launahátíðinni sjálfri. „Hún hafði
slíka tröllatrú á syni sínum að
hún hélt að hann væri endanlega
búinn að meika það og væri hrein-
lega á leiðinni til Los Angeles að
kynna Óskarinn. Hún varð þó
ekkert allt of vonsvikin þegar hún
komst að því að ég væri bara að
lýsa athöfninni í beinni frá mynd-
verinu. En hver veit hvað fram-
tíðin ber í skauti sér,“ segir Freyr
Gígja að lokum og hlær. - sm
Mamma hélt að ég yrði kynnir
Fréttamaðurinn Freyr Gígja Gunnarsson lýsir Óskarsverðlaununum á sunnudag.
ÓSKARINN Í BEINNI Fréttamaðurinn
Freyr Gígja Gunnarsson lýsir Óskars-
verðlaunaathöfninni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Snorri Helgason og hljómsveit
hans hitar upp fyrir bandaríska
tónlistarmanninn John Grant á
tónleikum í Heaven í London 13.
mars. Nú þegar er uppselt á tón-
leikana en staðurinn tekur um tvö
þúsund áhorfendur.
Heaven er einn þekktasti næt-
urklúbbur heimsins fyrir sam-
kynhneigðra. „Ég veit ekki til
þess að ég hafi áður spilað
á sérstökum stað fyrir
samkynhneigða en þetta
verður örugglega bara
gott. Þeir eiga eftir að
elska Sillu, þeir gera
það yfirleitt,“ segir
hann og á við Mr.
Silla sem spilar með
Snorra.
Hann hlakkar mikið til tón-
leikanna. „Ég hef aldrei komið
þarna sjálfur en þetta á að vera
mjög skemmtilegur staður,“ segir
Snorri, sem skar framan af vísi-
fingri í byrjun mánaðarins í graf-
laxslysi en er á batavegi. „Við
höfum aldrei spilað á svona stórum
stað. Ég er eiginlega óþekktur
þarna úti og fólk er að koma að
sjá hann [Grant]. Þetta verður
smá áskorun og við þurfum
að vera helvíti góð til að
ná í gegn.“
Það var Snorri sjálf-
ur sem setti sig í sam-
band við Íslandsvininn
Grant og óskaði eftir því
að hita upp og gekk það
auðveldlega eftir. - fb
Spilar á hommastað
Snorri Helga hitar upp fyrir John Grant á Heaven.
TIL LONDON Snorri
Helga son er á
leiðinni til
London í mars.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON
„Ég er miklu frekar spennt en
kvíðin fyrir frumsýninguna, sem
er gott,“ segir 15 ára leikkonan
Melkorka Davíðsdóttir Pitt, sem
fer með eitt af aðalhlutverkunum
í leikritinu Fyrirheitna landið –
Jerúsalem sem verður frumsýnt
á laugardaginn í Þjóðleikhúsinu.
Melkorka er alvön leiksviðinu
þrátt fyrir ungan aldur en hún
hefur meðal annars leikið í Kardi-
mommubænum og söngleikjun-
um Oliver og Galdrakarlinum í
Oz. Nú er hún hins vegar í fyrsta
sinn í fullorðinsleikriti og segir þá
reynslu vera skemmtilega. „Þetta
er öðruvísi en ég er vön. Í söng-
leikjum þarf maður að gefa mikla
orku og syngja og dansa á sviðinu.
Nú er þetta öðruvísi krefjandi og
það reynir meira á leikinn,“ segir
Melkorka en æfingar á verkinu
hófust eftir áramót. „Æfingarnar
hafa mest verið á kvöldin svo ég
get alveg verið í skólanum. Svo
reyni ég að taka skólabækurnar
með og glugga í þær þegar ég hef
tíma en það getur stundum verið
erfitt að einbeita sér að þeim.“
Melkorka er í tíunda bekk
í Landakotsskóla og stefnir á
Menntaskólann í Reykjavík í
haust. Hún segist vel geta hugs-
að sér að leggja leiklistina fyrir
sér í framtíðinni en hún er einn-
ig að læra ballett í Listdans-
skóla Íslands. Það var einmitt
rétt fyrir balletttíma sem Guð-
jón Pedersen, leikstjóri verksins,
gaf sig á tal við Melkorku og bað
hana um að koma í prufu. „Ég hef
verið að velta þessu svolítið fyrir
mér og get alveg hugsað mér að
fara í leiklist, dans eða kannski
fatahönnun. Það er eitthvað sér-
stakt og heillandi við leikhús-
ið. Skemmtilegur andi og líflegt
fólk.“
Leikritið Fyrirheitna landið
– Jerúsalem skartar Hilmi Snæ
Guðnasyni í aðalhlutverki en
verkið er ekki talið við hæfi
barna. Þetta er verðlaunaverk
sem var frumflutt í London árið
2009 og fjallar um átök siðmenn-
ingarinnar og hins frumstæða.
Aðspurð hvort hún ætli að geri
eitthvað sérstakt á frumsýningar-
daginn svarar Melkorka skynsam-
lega. „Ég held að það sé mikil-
vægast að sofa vel og borða hollan
og góðan mat. Svo ætla ég að ein-
beita mér að því að hafa gaman
að þessu. Við Saga Garðars dóttir,
sem er með mér í herbergi, deil-
um miklum súkkulaði áhuga og
ætlum að birgja okkur upp af því
fyrir kvöldið.“
alfrun@frettabladid.is
Tekur skólabækurnar
með á æfi ngu
Melkorka Davíðsdóttir Pitt leikur eitt af lykilhlutverkunum í verkinu Fyrirheitna
landið– Jerúsalem sem er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn. Hún er vön
leiksviðinu þrátt fyrir ungan aldur.
ALVÖN LEIKKONA Melkorka Davíðsdóttir Pitt segir hlutverk sitt í Fyrirheitna
landinu– Jerúsalem reyna á leiklistarhæfileikana en hún er mjög spennt fyrir frum-
sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Stuttmyndin Handbolti verður frumsýnd í Bíó Para-
dís í dag. Mundi Vondi leikstýrir myndinni og skrif-
aði hann einnig handrit hennar ásamt Vigfúsi Þor-
mari Gunnarssyni. Með aðalhlutverk fara Vigfús
Þormar, Þorsteinn Bachman, Walter Geir Grímsson,
Frosti Gnarr og Kristín Lea.
Myndin fjallar á súrrealískan hátt um handbolta-
mann sem er sérlega fær í sinni íþrótt en á sér
myrkari hliðar. Vigfús Þormar fer með hlutverk
handboltamannsins og fer létt með enda hefur hann
iðkað íþróttina frá sjö ára aldri og á að baki nokkra
Íslandsmeistaratitla. „Ég hætti í handboltanum
þegar ég byrjaði í Kvikmyndaskólanum. Hugmynd-
in að myndinni er samt frá Munda, hann hafði ekki
hugmynd um að ég væri íþróttamaður,“ segir Vig-
fús Þormar.
Handbolti er fyrsta mynd Vigfúsar Þormars, en
áður hafði hann leikið í nokkrum minni verkefnum.
Hann segir tökur hafa gengið hratt og vel fyrir sig
og þakkar góðum samstarfsfélögum fyrir það.
Sýningin hefst klukkan 17.00 og er öllum vel-
komið að sækja hana. - sm
Dekkri hliðar handboltamanns
Súrrealíska stuttmyndin Handbolti er frumsýnd í dag.
FRUMSÝNING Stuttmyndin Handbolti, eftir Vigfús Þormar
Gunnarsson og Munda, er frumsýnd í Bíó Paradís í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LINDA BJÖRK ÓMARSDÓTTIRH Á R S N Y R T I & F Ö R Ð U N A R S T O F A
Hef hafið störf á
hársnyrtistofunni
LaBella, Furugerði 3,
sími 517 3322.
Verið velkomin.
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
HARÐFISKUR
- barinn og óbarinn
LAXAFLÖK
- beinhreinsuð og flott