Fréttablaðið - 04.03.2013, Side 2

Fréttablaðið - 04.03.2013, Side 2
4. mars 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FRAMKVÆMDIR „Viturlegri ráðstöf- un, ef yfirleitt á að halda þessari höfn við, væri að flytja Markar- fljót til vesturs,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur um þau áform að beina Markarfljóti 2,5 kílómetra til austurs til að minnka sandburð í Landeyjahöfn. Haraldur ræðir tillögu Dönsku straumfræðistofnunarinnar um tilfærslu Markarfljóts á bloggi sínu. „Það er ljóst að sandrifið sem myndast vegna aurburðar frá Markarfljóti til hafs er fyrst og fremst fyrir vestan Landeyja- höfn,“ segir Haraldur á vulkan. blog.is. „Ríkjandi straumar og til- færsla efnis eru hér frá austri til vesturs, alla jafna, og þessi hreyf- ing efnis heldur sandrifinu við fyrir sunnan og vestan Landeyja- höfn.“ Þá segir Haraldur flutning mynnis Markarfljóts til aust- urs aðeins munu seinka fyllingu hafnar innar. „Það dregur mikið úr straumhraða þar sem Markarfljót breiðist út yfir áreyrar og mætir hafinu. Staðsetning hafnar á slík- um stað er því sennilega ekki gott ráð. Vonandi fáum við að heyra frekar um niðurstöður Dana varð- andi strauma og set á þessu svæði áður en frekari ákvarðanir verða teknar um að kasta krónum í sjó- inn hér,“ segir Haraldur. Þá bendir Haraldur á að árlegur framburður Markarfljóts sé um 100 þúsund rúmmetrar af sandi og aur. „Þetta er og verður allt- af vandræðamál, enda var höfnin upprunalega staðstett með aðeins einu markmiði: að fá styttstu sigl- ingaleið til Vestmannaeyja,“ skrif- ar hann. Á ákveðnu svæði fyrir framan Landeyjahöfn detti öldu- hæð alveg niður vegna skjóls frá Vestmannaeyjum. „Þetta er svæðið þar sem dreg- ur úr hreyfingu sets og þar sem set fellur á botninn og myndar rif og setlög. Þessi öldugangsskuggi hefur meðal annars myndað og haldið við sandrifinu sem liggur beint fyrir framan Landeyjahöfn,“ segir eldfjallafræðingurinn Har- aldur Sigurðsson á bloggi sínu. gar@frettabladid.is Telur Markarfljóti stefnt í þveröfuga átt Eldfjallafræðingur segir stefnt með Markarfljót í öfuga átt með tillögu Dönsku straum- fræðistofnunarinnar um að færa það í austur til að minnka sandburð í Landeyjahöfn. Vonandi skoðist málið betur áður en menn ákveði að „kasta krónum í sjóinn“. Vonandi fáum við að heyra frekar um niður- stöður Dana varðandi strauma og set á þessu svæði áður en frekari ákvarðanir verða teknar um að kasta krónum í sjóinn hér. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur LANDEYJAHÖFN OG MARKARFLJÓT Hér má sjá hvernig Markarfljót ber með sér aur til sjávar og bætir við sandinn sem haf- aldan velkir inn í Landeyjahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NORÐUR-KÓREA, AP Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, vill að Barack Obama Banda- ríkjaforseti hringi í hann. Þetta segir fyrr- verandi körfuboltamaðurinn Dennis Rodman, sem heimsótti Norður-Kóreu í síðustu viku. „Hann elskar körfubolta. Ég sagði honum að Obama elskaði körfubolta. Byrjum þar,“ sagði Rodman í samtali við ABC-fréttastof- una. Rodman segir Kim einnig hafa sagt við sig að hann hefði engan áhuga á stríðsrekstri. Bandarísk yfirvöld gagnrýndu Norður- Kóreu í síðustu viku fyrir að borga mat og drykk fyrir Rodman á meðan norður- kóreska þjóðin sylti. Rodman sagði í viðtal- inu við ABC að hann vissi um mannréttinda- brot Norður-Kóreu, og að hann ætlaði ekki að afsaka Kim. „Hann er góður maður fyrir mér. Sem manneskja við manneskju, þá er hann vinur minn. Ég samþykki ekki það sem hann gerir.“ Rodman segist ætla að fara aftur til ríkis- ins á næstunni til þess að kynnast því betur hvað raunverulega eigi sér þar stað. - þeb Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, gæti rætt um körfubolta við kollegann: Vill símtal frá Bandaríkjaforseta Á GÓÐRI STUNDU Kim Jong-un og Dennis Rodman horfðu saman á körfuboltaleik fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Alþingi hélt þing- mannaveislu á Hótel Sögu á laugar- dardagskvöld. Þangað var boðið þingmönnum og varaþingmönnum og mökum auk forseta Íslands og nokkurra embættismanna. Fyrir hrun voru þingmanna- veislur árlegur viðburður en Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir veisluna nú þá fyrstu á kjörtímabilinu. Um 130 manns hafi mætt. Áætlaður kostn- aður með veitingum og skemmtiat- riðum sé um tvær milljónir króna. Um hafi verið að ræða eins konar skilnaðarveislu í lok kjörtímabils. „Forseta Alþings fannst rétt að bjóða þingmönnum og varaþing- mönnum til kvöldverðar rétt fyrir þinglok,“ segir Helgi. - gar Tveggja milljóna árshátíð: Fyrsta veislan eftir hrunið FORSETI ALÞINGIS Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir kveður þingmenn með kvöldverði. TÆKNI Bandarískur lögfræð- ingur í sifjarétti segir að nú sé ekki nóg að fólk gangi aðeins frá málum eins og skiptingu eigna í kjölfar dauðsfalls heldur þurfi einnig að huga að sýndar- lífinu. James Lamm mælir með nokkrum einföldum skrefum í þeim efnum, þar á meðal að fólk geymi afrit af ljósmyndum á USB-lykli eða hörðum diski. Lamm mælir einnig með að fólk haldi lista yfir öll forritin sem það notar, þar á meðal sam- skiptaforrit, netföng og heima- banka. Einnig þurfi að halda lykilorðum og notendanöfnum til haga. Lamm segir best að láta slíka lista í erfðaskrá sína og láta lögfræðing um að ganga frá slíkum málum. - sm Notendanöfn í erfðaskrána: Huga þarf að sýndarlífinu Gunnar, er slegist um að berjast við Pyle? „Ég Pyle ekki í því.“ Gunnar Nelson keppir við Mike Pyle á stærsta sviði UFC-bardagaheimsins í Las Vegas hinn 25. maí. Pyle er þrettándi á heimslistanum í veltivigt og sterkasti and- stæðingur Gunnars hingað til. STJÓRNMÁL Áhyggjur bænda af því að Ísland sé á hraðri leið inn í Evrópusambandið eru óþarfar. Þetta sagði Steingrím- ur J. Sigfússon atvinnuvega- ráðherra í ræðu sinni á búnaðar- þingi, sem hófst í gær. Steingrímur ræddi um útflutning á landbúnaðar- vörum til Evrópu sambandsins. Hann sagði ljóst að markaður væri fyrir íslenskar vörur og viðræður væru í gangi um að fá stækkaða útflutn- ingskvóta fyrir smjör og skyr. „Það komst góður skriður á málin eftir fundi sem ég átti í Brussel með toppunum þar í byrjun síð- asta árs,“ sagði Steingrímur. - þeb Atvinnuvegaráðherra: Áhyggjur af ESB óþarfar STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON LONDON Elísabet II. Bretlands- drottning var lögð inn á sjúkra- hús í Lundúnum í gær. Drottn- ingin þjáist af magapest og gekkst undir læknisrannsókn á King Edward VII spítalanum í gær. Að sögn talsmanns konungs- fjölskyldunnar er búið að aflýsa eða fresta öllum fundum drottn- ingarinnar út vikuna. Drottning- in er 86 ára gömul og hefur sjald- an látið veikindi koma í veg fyrir að hún sinni starfi sínu. - sm Elísabet II. lögð inn á spítala: Drottningin þjáist af pest STJÓRNMÁL „Maður heyrir á mörgum að þeim finnst þeir vera landlausir eftir þetta,“ segir Benedikt Jóhannes- son, sem kveður Evrópusinna innan Sjálfstæðisflokksins afar ósátta við ályktanir landsfundar flokksins um að hætta eigi viðræðum um að aðild að Evrópusambandinu. Benedikt gagnrýnir að í ályktun landsfundarinnar hafi fyrra orða- lag um gera eigi hlé á aðildarviræð- um verið breytt í að stöðva eigi við- ræðurnar. „Þarna er í raun málamiðlun og samkomulag sem er rofið. Auðvitað er þetta mjög bagalegt því að flestu öðru leyti eiga menn ágæta samleið,“ segir Benedikt, sem nefnir einnig það sem hann kallar „kjánalegan“ kafla um íhlutun sendiherra Evrópusambands- ins og að það eigi að loka upplýsinga- skrifstofu Evrópusambandsins. „Þetta er nú eiginlega bara fáheyrt að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn út í ritskoðun. Þetta er svona eins og smáflokkar samþykktu fyrir fjöru- tíu árum; Fylkingin eða kommúnista- samtökin samþykktu eitthvað svona um Menningarstofnun Bandaríkj- anna. En að Sjálfstæðisflokkurinn, sem verið hefur stærsti flokkurinn, sé að samþykkja þetta um sendiráð vina- þjóða finnst mér flokknum til mikillar skammar,“ segir Benedikt. Sjálfstæðir Evrópusinnar þar sem Benedikt gegnir formennsku munu funda síðdegis í dag. Hann segir að þangað muni mæta til viðræðna tveir frambjóðendur flokksins sem hlynntir séu því að ljúka aðildarviðræðunum; þeir Brynjar Níelsson og Vilhjálmur Bjarnason. - gar Evrópusinnar í Sjálfstæðisflokknum segja sátt hafa verið rofna á landsfundi og fordæma ritskoðun: Segjast landlausir eftir „kjánalega“ ályktun BENEDIKT JÓHANNESSON For- maður Sjálfstæðra Evrópusinna segir ályktun landsfundar vera Sjálfstæðisflokknum til skammar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.