Fréttablaðið - 04.03.2013, Qupperneq 4
4. mars 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
101
Er fj öldi þeirra
jarða sem útlend-
ingar eiga, að
fullu eða hluta,
hérlendis. Lang-
fl estir eiga aðeins
eina jörð.
BANDARÍKIN, AP Leit að banda-
rískum karlmanni sem hvarf
ofan í vatnspytt á heimili sínu á
laugardag hefur verið hætt.
Jeff Bush lá sofandi í rúmi sínu
í Flórída þegar herbergi hans
hvarf ofan í jörðina. Björgunar-
menn hafa átt erfitt með að
athafna sig þar sem jarðsprung-
an er enn að stækka og gerir
björgunarstörf hættuleg. Óvíst
er að líkið af Bush finnist nokk-
urn tíma. Bróðir fórnarlambsins
sagðist hafa heyrt miklar drunur
frá herbergi Bush. Hann hafi
reynt að grafa hann upp úr hol-
unni án árangurs. Hús í nágrenn-
inu hafa verið rýmd því hætta
er á að jarðsprungan stækki enn
frekar. - sm
Björgunarmenn hætta leit:
Maður hvarf
ofan í jörðina
HORFINN Jeff Bush lá sofandi í her-
bergi sínu þegar það hvarf ofan í vatns-
pytt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NÁTTÚRUFAR Hæsta tré landsins er sitka-
greni sem vex á Kirkjubæjarklaustri, að því
er fram kemur á vef Skógræktar ríkisins.
Þegar skógarvörðurinn á Suðurlandi mældi
þar tré nýverið reyndist eitt þeirra 25,2
metrar á hæð.
„Er þetta að öllum líkindum fyrsta tré sem
rýfur 25 metra hæðarmúrinn og það hæsta
á landinu,“ segir í umfjöllun Skógræktar-
innar. Fjölmörg tré í skóginum sem vex í
brekkunum fyrir ofan byggðina á Kirkju-
bæjarklaustri eru sögð hafa vaxið yfir tutt-
ugu metra hæð og nokkur eru sögð rúmlega
24 metra há.
Þá kemur fram að í skóginum sé eitt af
rúmmálsmestu trjám landsins. Þannig er
sverasta tréð sagt með um 65 sentímetra
þvermál í brjósthæð og um 23,7 metrar á
hæð. „Má áætla að trjábolurinn gæti náð
þremur rúmmetrum viðar.“
Skógurinn á Kirkjubæjarklaustri
er í einkaeigu en hefur verið í umsjá
Skógræktar innar síðan 1964. „Trén á
Klaustri eru enn í fullum vexti og verður
spennandi að fylgjast með vexti þeirra, en
þau gætu, miðað við núverandi vaxtarhraða,
náð 30 metra hæð á næstu 10 til 15 árum,“
segir í umfjöllun Skógræktarinnar. - óká
Hæsta tré landsins að finna í skóginum fyrir ofan byggðina á Kirkjubæjarklaustri:
Sitkagreni á Klaustri rauf 25 metra múrinn
KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Sitkagreni hefur vaxið vel í
Klausturskóginum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Veðurspá
Miðvikudagur
Stormur S-og V-til en 8-13 m/s NA-til.
EKKERT ÚTIVISTARVEÐUR næstu daga. Hvassviðri eða stormur S- og V-lands á
morgun og á miðvikudag. Snjókoma eða él N- og A-lands. Talsvert frost, að 14 stigum
fyrir norðan.
-8°
18
m/s
-4°
19
m/s
-3°
14
m/s
0°
12
m/s
Á morgun
13-23 m/s S- og V-til, 8-15 m/s NA-til.
Gildistími korta er um hádegi
-3°
-6°
-4°
-6°
-7°
Alicante
Basel
Berlín
15°
13°
7°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
6°
9°
9°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
4°
4°
21°
London
Mallorca
New York
9°
18°
5°
Orlando
Ósló
París
18°
1°
13°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
1°
-2°
6
m/s
3°
13
m/s
-2°
10
m/s
-5°
20
m/s
-3°
12
m/s
-5°
18
m/s
10°
11
m/s
-7°
-10
-5°
-6°
-6°
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
220,7364
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,97 124,57
186,43 187,33
161,65 162,55
21,678 21,804
21,544 21,67
19,262 19,374
1,3353 1,3431
186,98 188,1
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
01.03.2013
KÖNNUN Meirihluti landsmanna
vill að stjórnvöld setji frekari
hömlur en nú eru á rétt útlendinga
til að kaupa land á Íslandi, sam-
kvæmt niðurstöðu skoðanakönn-
unar Fréttablaðsins og Stöðvar 2
sem gerð var fyrir helgi.
Alls sögðust 55,6 prósent
þeirra sem afstöðu tóku til
spurningarinnar vilja að frekari
hömlur yrðu settar á landakaup
útlendinga, en 44,4 prósent töldu
ekki þörf á því.
Útlendingar eiga að fullu, eða
hluta, 101 jörð hér á landi. Á síð-
ustu sjö árum hafa útlendingar
eignast 13 jarðir að fullu hér á
landi.
Konur eru frekar á þeirri skoð-
un að auka verði hömlurnar, 61,3
prósent kvenna eru þeirrar skoð-
unar samanborið við 50,1 pró-
sent karla. Þá eru þeir sem eldri
eru frekar á því að torvelda eigi
útlendingum frekar að kaupa
land. Alls eru 62,8 prósent fólks
50 ára og eldri þeirrar skoðunar,
samanborið við 49,1 prósent fólks
á aldrinum 18 til 49 ára.
Stuðningsmenn Samfylkingar-
innar eru síst á því að herða eigi
reglur um landakaup útlendinga.
Alls eru 42,9 prósent stuðnings-
manna flokksins þeirrar skoðun-
ar. Heldur hærra hlutfall stuðn-
ingsmanna Sjálfstæðisflokksins,
47,9 prósent, deilir þeirri skoðun.
Þeir sem styðja Framsóknar-
flokkinn eru harðastir á þeirri
skoðun að setja eigi frekari tak-
markanir á landakaup útlend-
inga, alls 66,3 prósent. Hlutfallið
er svipað meðal stuðningsmanna
Vinstri grænna, 62,5 prósent.
Stuðningsmenn Bjartrar fram-
tíðar, fimmta framboðsins sem
myndi ná mönnum á þing sam-
kvæmt sömu könnun, skiptast í
tvo svipaða hópa. Um 51,6 pró-
sent telja að setja eigi frekari
hömlur á landakaup útlendinga,
en 48,4 prósent vilja ekki frekari
hömlur.
Hringt var í 1.329 manns þar
til náðist í 800 samkvæmt lag-
skiptu úrtaki miðvikudaginn
27. janúar og fimmtudaginn 28.
janúar. Þátttakendur voru vald-
ir með slembiúrtaki úr þjóð-
skrá. Svarendur skiptust jafnt
eftir kyni og hlutfallslega eftir
búsetu og aldri. Spurt var: Vilt
þú að settar verði frekari höml-
ur á rétt útlendinga til að kaupa
land á Íslandi? Alls tók 83,1 pró-
sent afstöðu til spurningarinnar.
brjann@frettabladid.is
kolbeinn@frettabladid.is
Meirihluti vill takmarka rétt
útlendinga til að kaupa land
Ríflega helmingur vill hömlur á rétt útlendinga til að kaupa land á Íslandi. Stuðningsmenn Framsóknarflokks
og Vinstri grænna eru helst fylgjandi hömlum en stuðningsmenn Samfylkingar síst fylgjandi þeim.
Jarðir að fullu í eigu útlendinga eru 28
talsins, eða 0,37 prósent allra jarða, og að
auki eiga þeir hluta í 73 jörðum, eða 1,33
prósentum allra jarða. Samtals eiga þeir, að
fullu eða hluta, 101 jörð. Þetta þarf þó ekki
að vera tæmandi listi, þar sem útlendingar
geta átt í eignarhaldsfélögum. Langflest
þeirra eiga aðeins eina jörð.
Magnús Leópoldsson fasteignasali segir
örfá tilvik koma upp árlega þar sem útlend-
ingar kaupi jarðir. Langoftast séu það menn
sem séu mjög tengdir Íslandi, hafi komið
árum saman til veiða, svo dæmi sé nefnt.
Útlendingar eiga 0,37 prósent jarða
Drengurinn sem lést í bíl-
slysi í Skagafirði á föstudag
hét Blængur Mikael Bogason.
Hann var fæddur árið 2001 og
var nýorðinn tólf ára gamall.
Blængur var búsettur á Akur-
eyri.
Hann var farþegi í bíl sem
valt skammt frá Kotá í Norð-
urárdal í Skagafirði. Þrír slös-
uðust í slysinu.
Lést í bílslysi
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
AFSTAÐA TIL LANDAREIGNAR ÚTLENDINGA Á ÍSLANDI
■ Já Nei ■
HEIMILD: KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 DAGANA 27. OG 28. FEBRÚAR 2013
51,6% 48,4%
66,3% 33,7%
47,9% 52,1%
42,9% 57,1%
62,5% 37,5%
100%
Spurt var: Vilt þú að settar verði frekari hömlur á rétt útlendinga til að kaupa land á Íslandi?
➜ Jarðir sem útlendingar eignuðust að fullu
2006 ■■■■■■
2007 ■
2008 ■
2009 ■■■
2010
2011 ■
2012 ■