Fréttablaðið - 04.03.2013, Síða 12
4. mars 2013 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@frettabladid.is
Jan Mayen-samningarnir frá 1980 og
1981 eru með sterkustu samningum sem
íslenska utanríkisþjónustan hefur gert.
Þeir voru tær snilld. Af miklu hugviti
náðu samningamenn okkar fram hagstæð-
um reglum um hlutdeild í hugsanlegum
olíulindum svæðisins. Þannig var afmark-
að eins konar sameiginlegt nýtingarsvæði
og á Ísland rétt á 25% þátttöku í olíustarf-
semi á norska hluta svæðisins og Noregur
á 25% þátttöku á íslenska hlutanum.
Samkvæmt samkomulaginu njóta
Íslendingar margvíslegs hagræðis
umfram Norðmenn. Endanlegur samning-
ur mælti svo fyrir að ætluðu Norðmenn að
nýta rétt til fjórðungshlutdeildar í lindum
Íslandsmegin, þar sem nú heitir Dreka-
svæðið, yrðu þeir að tilkynna það eigi
síðar en mánuði eftir úthlutun rannsókn-
arleyfa. Þann rétt notfærði norska ríkis-
olíufyrirtækið sér varðandi leyfin tvö sem
var úthlutað á Drekanum sl. sumar. Þeir
bera þannig frá upphafi fjórðung kostnað-
ar við að koma svæðinu í vinnanlegt horf.
Íslendingar geta hins vegar beðið með
ákvörðun þangað til fyrir liggur að byrjað
er að draga upp olíu eða gas Noregsmegin
og líkur eru á að hún sé arðbær. Áhætta
íslenska ríkisins af slíkri þátttöku er
því nær engin. Utan um íslensku hlutina
í olíulindum Norðmanna er hins vegar
brýnt að stofna sérstakt ríkisolíufélag,
líkt og Norðmenn gera í sama tilgangi.
Fyrir því er raunar gert ráð í olíu lögunum
sem ég lagði fram á sínum tíma. Með
þessu fyrirkomulagi bera Íslendingar
enga fjárhagslega áhættu. Olíusjóðurinn
yrði hlutafélag, sem dregur enn úr áhættu
ríkisins.
Hagnaður þess gæti runnið í sér-
stakan olíusjóð eða auðlindasjóð að for-
dæmi Norðmanna. Þannig yrði tryggt að
afrakstur lindanna kæmi núverandi kyn-
slóðum aðeins til góða að litlu leyti en
yrði ávaxtaður fyrir komandi kynslóðir, í
krafti þeirrar fallegu röksemdar að hinir
ófæddu eigi sinn skerf í endanlegum auð-
lindum þjóðarinnar.
Næsta skref er að stofna ríkisolíu-
félag til að halda utan um hluti Íslands
í olíulindum Norðmanna sem verða til á
vinnslusvæðinu Noregsmegin miðlínunn-
ar. Staða Íslands sem olíuríkis styrkist því
fyrr sem það er gert.
Ísland þarf ríkisolíufyrirtæki
MEISTARATAKTAR
Áhrifamikil frásögn
af óþrjótandi ást,
hugrekki og gæsku
OLÍULEIT
Össur
Skarphéðinsson
utanríkisráðherra
➜ Næsta skref er að stofna ríkis-
olíufélag til að halda utan um hluti
Íslands í olíulindum Norðmanna
sem verða til á vinnslusvæðinu
Noregsmegin miðlínunnar.
Bakkað í stjórnarskrármáli
Nýr formaður Samfylkingarinnar,
Árni Páll Árnason, kastaði sprengju
inn í umræðuna á laugardag þegar
hann sagði að ekki mundi nást að
klára stjórnarskrármálið fyrir þinglok.
Þarna er um algjöran viðsnúning á
stefnu Samfylkingarinnar að ræða,
en breytingar á stjórnarskrá voru
eitt þeirra mála sem forveri Árna
Páls, Jóhanna Sigurðardóttir, lagði
hvað ríkasta áherslu á. Raunar er
athyglisvert að það skuli vera
Árni Páll sem talar fyrir slíkum
hugmyndum, enda ljóst að þær
eru ekki líklegar til vinsælda
fyrir flokkinn. Hefði ekki
verið betra fyrir flokkinn
að Jóhanna sjálf hefði
bakkað með málið?
Hún hefur hins vegar ekkert tjáð sig
um málið, sem bendir til þess að hún
sé ekki sérstaklega sátt við mála-
tilbúnaðinn.
Samstaða, en þó ekki
Árni Páll var kokhraustur þegar hann
ræddi við Ríkisútvarpið um málið og
sagði samstöðu innan flokks síns um
þessa leið. Mikill skilningur væri á því
að klára ætti málið í áföngum. Ekki
virðist Lúðvík Geirsson, fulltrúi
flokksins í stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd,
hafa heyrt af þeirri
samstöðu, því hann
vill ljúka málinu
öllu fyrir
þinglok.
Ótrúlegur vandræðagangur
Það þarf hins vegar ekki að koma á
óvart að svo sé komið fyrir málinu.
Stjórnlagaráð skilaði tillögum sínum
í júlí 2011. Stjórnarmeirihlutanum
tókst hins vegar ekki að búa svo um
hnútana að hægt yrði að kjósa um
þær tillögur óbreyttar, að viðbættum
sex spurningum, samhliða forseta-
kosningum tæpu ári síðar. Og nú er
hann að brenna inni á tíma með mál
sem átti að vera skrautfjöður í hans
hatt. Það getur ekki verið gott fyrir
stjórnarflokkana að bakka í málinu
svo skömmu fyrir kosningar, því
hvernig sem menn fóðra það þá er
það nákvæmlega það sem þeir eru
að gera.
kolbeinn@frettabladid.is
S
taða Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er með ólíkindum. Þeir sem
til þekkja eru sammála um að viðskiptalíkan hans gangi
ekki upp, að pólitískar ákvarðanir sem teknar voru í
tengslum við starfsemi hans á síðasta áratug hafi verið
galnar, að eignasafnið sé líkast til stórlega ofmetið og
að með hverjum deginum sem líður án aðgerða muni kostnaður
skattgreiðenda vegna sjóðsins aukast.
Það er ekki við núverandi stjórnendur ÍLS að sakast. Þeir eru
að takast á við vandamál sem búin voru til í fortíðinni af lélegum
stjórnmálamönnum. Til að draga þá til ábyrgðar var sett á fót
rannsóknarnefnd um ÍLS í september 2010. Hún átti að skila
af sér síðasta sumar. Í síðustu
viku sagði Fréttablaðið frá því
að nefndin myndi ekki þó ljúka
vinnu sinni fyrr en í apríllok.
Skýrsla hennar mun því ekki
birtast fyrr en í fyrsta lagi í
maí, eftir kosningarnar 27. apríl.
Það er hentugt fyrir þá stjórn-
málaflokka sem bera ábyrgð á
stöðu ÍLS, en forkastanlegt gagnvart kjósendum sem fá þá ekki
tækifæri til að hafa niðurstöðuna til hliðsjónar í kjörklefanum.
Kostnaður skattgreiðenda vegna ÍLS er nefnilega þegar
orðinn gríðarlegur og verður líklega enn meiri. Í tveimur
skömmtum er sitjandi ríkisstjórn búin að dæla 46 milljörðum
króna inn í sjóðinn og flestir sérfræðingar eru sammála um að
mun meira muni þurfa til. Þeir allra svartsýnustu tala um allt að
200 milljarða króna til viðbótar.
ÍLS hefur ekki uppfyllt eiginfjármarkmið sitt, sem er fimm
prósent, frá því um mitt ár 2008. Vandi hans eykst á hverjum
degi, þar sem sjóðurinn má ekki nota fé sem hann fær vegna
uppgreiddra lána til að borga niður verðtryggðu skuldabréfin
sem hann gaf út til að fjármagna lánin. Árið 2012 lánaði ÍLS til
að mynda út 15 milljarða en uppgreidd lán hjá sjóðnum námu 18
milljörðum. Þessi tilhneiging hefur haldið áfram á þessu ári.
Í febrúar lækkaði Moody ś lánshæfismat sjóðsins svo niður í
ruslflokk, vegna þess að eignasafn hans er talið veikara en áður
hafði verið af látið. Skömmu seinna lét seðlabankastjóri hafa
eftir sér að viðskiptalíkan ÍLS gengi ekki upp. Stjórnendur og
stjórn hans tóku undir það og sögðu raunar að þeir hefðu „ekki
farið í grafgötur með þá skoðun sína“. Samt hefur ekkert verið
gert nema að setja nokkra tugi milljarða króna inn í sjóðinn. Það
er eins og að gefa sjúklingi í hjartastoppi íbúfen og vona að hann
taki við sér.
Það sem ríkisstjórnin hefur gert vegna þessa vanda, fyrir
utan að henda skattfé í hítina, er eftirfarandi: haustið 2011 var
skipaður „vinnuhópur um framtíðarhlutverk“ ÍLS. Hann lauk
störfum í fyrra og í kjölfar var ráðist í lagabreytingar sem tóku
ekkert á kjarnavanda hans. Það er bersýnilegt því að í síðustu
viku var birt frétt á heimasíðu sjóðsins sem bar fyrirsögnina
„Engar ákvarðanir um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs“. Þá
var skipaður starfshópur fyrr á þessu ári sem hefur það hlut-
verk að greina „framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk Íbúða-
lánasjóðs“. Hann á að skila áfangaskýrslu fyrir lok marsmán-
aðar en ekki liggur fyrir hvenær lokaútgáfa á að koma út. Það
kæmi líklega engum á óvart ef það drægist fram yfir kosningar.
Sem yrði forkastan legt.
Uppgjöri og vanda ÍLS frestað fram yfir kosningar:
Forkastanlegt