Fréttablaðið - 04.03.2013, Side 15

Fréttablaðið - 04.03.2013, Side 15
Samsýning fjögurra hönnuða á HönnunarMars mun marka upp-haf endurnýjaðra lífdaga eins elsta hússins í Grjótaþorpinu í Reykja- vík, Vaktarbæjarins svokallaða, að Garðastræti 23. Húsið verður opnað al- menningi með nýjum innréttingum og innanstokksmunum eftir þau Gulleik Lövskar húsgagnahönnuð, Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur skartgripahönn- uð og Ingibjörgu Helgu Ágústsdóttur og Ásdísi Birgisdóttur textílhönnuði. „Mér var falið að vinna munstur fyrir húsið,“ segir Ásdís, en hún vinnur upp úr gömlum munstrum frá því um aldamótin 1800. „Þetta eru vefnaðar- munstur sem ég vinn upp úr Sjónabók sem Heimilisiðnaðarfélagið gaf út. Ég yfirfæri munstrið á filmur innan á glugga, í gluggatjöld og einnig í voðir og púða,“ bætir hún við. Í eldhús- skápum hússins verður að finna bolla- stell eftir Guðbjörgu Kristínu Ingvars- dóttur skartgripahönnuð en munstrið á stellinu er unnið út frá úr skartgripa- línu hennar í samvinnu við finnska hönnunarteymið Elinno. Stellið kom út fyrir þremur árum en Guðbjörg hefur bætt við það munum sem kynntir verða við opnun hússins. Eldhúsborð og stólar, sófi og svefn- bekkur í húsinu eru eftir húsgagna- hönnuðinn Gulleik Lövskar. „Hönnun mín þykir tímalaus í útliti og fellur því vel þarna inn,“ segir Gulleik. Þá verða á veggjum myndir eftir Ingibjörgu Helgu Ágústsdóttur, en við gerð þeirra tók hún mið af sögu hússins. SÖGULEGT HÚS HÖNNUNARMARS Vaktarabærinn hefur verið endurgerður af Minjavernd. Á HönnunarMars verður bærinn opnaður með samsýningu fjögurra hönnuða sem hafa hannað muni sérstaklega fyrir húsið. ÍSLENSK HÖNNUN Þau Gulleik Lövskar, Guðbjörg Ingvarsdóttir og Ásdís Birgisdóttir hönnuðu muni inn í Vaktarabæinn en bærinn verður opnaður almenn- ingi á HönnunarMars. MYND/VILHELM ENDURNÝTT HRÁEFNI Hollenski hönnuðurinn Joost Gehem hefur hannað kolla úr heilu búslóðunum sem fallið hafa til eftir dauða, skilnaði og gjald- þrot. Hann hefur þannig búið til hráefni úr stólum, teppum og ýmsu fleiru en frá þessu greinir vefsíðan www.dezeen.com.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.