Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2013, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 04.03.2013, Qupperneq 46
MENNING 4. mars 2013 MÁNUDAGUR Grillaður kjúklingur + 2 l Pepsi* 1280tvennankr. * Þú velur Pepsi eða Pepsi Max FYRSTA SÆTI Í FLOKKI MATVÖRUVERSLANA 2012 SÆTI 1. MATVÖRUVERSLANIR ÍSLENSKA ÁNÆGJUVOGIN LEIKHÚS ★★★ ★★ Karma fyrir fugla Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir KASSINN „Maður verður alla helgina að jafna sig á þessu,“ var komið fram á varirnar á mér eftir frumsýn- inguna á Karma fyrir fugla eftir Kristínu Eiríksdóttur og Kari Ósk Grétudóttur. En um leið og hugsun in hafði runnið í gegnum hugann vonaði ég að hún væri mis- skilningur. Vonandi tekur miklu lengri tíma en eina helgi að jafna sig á þessari sýningu, vonandi eimir eftir af henni varanlega. Karma fyrir fugla er pólitískt leikhús. Það er leikrit sem tekst á við samfélagsmein, leikrit með markmið, innlegg í yfirstandandi umræðu um stöðu konunnar á heimsvísu. Sögunni á sviðinu vind- ur fram á Íslandi en nokkur atriði eru aðeins öðruvísi en við eigum að venjast hér á landi. Þannig er það sett í samhengi hvað hlutir eins og mansal eru sammannlegt vandamál, ekki bara eitthvað úti í heimi sem einhver annar þarf að velta fyrir sér. Verkið er í dæmi- sagnastíl, svo boðskapurinn á sviðinu vegur nokkuð þyngra en sagan. Karma fyrir fugla er fremur brotakennt stykki og helst þyrfti annað áhorf til þess að fá almenni- legan botn í það allt saman. En flest þurfum við að láta okkur duga að sjá brotin falla smám saman í rammann, ekki fyllilega, ekki þannig að allt skiljist, en þó þannig að heildarmyndin verður smám saman stærri en ramminn sjálfur. Það mæðir mikið á Þórunni Örnu Kristjánsdóttir, sem er á sviðinu svo til allan tímann í hlut- verki Elsu, aðalpersónu verks- ins, en hún veldur því af næmni. Maríanna Clara Lúthersdóttir fór einnig vel með hlutverk móður- innar, fulltrúa þeirra kvenna sem gangast inn á gildandi kerfi og taka þátt í að viðhalda því af því það er þægilegast. Einnig verður að nefna Krist björgu Kjeld, sem var mögnuð í hlutverki sögu manns. Örvæntingar fullur hlátur aldr- aðrar gleðikonu hljómar lengi í eyrum áhorfenda. Hilmir Jensson var verulega óhugnanlegur í hlutverki ungu karlmannanna. Þorsteinn Bach- mann, sem faðir Elsu, gerði smá- borgarann hættulegan. Er þá ótalin Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlutverki útlifaðrar vændiskonu: Augu hennar voru dauð. Herdís Þorvaldsdóttir birtist svo í lok sýningar í litlu en mikilvægu hlut- verki sem hún sinnti af alúð eins og vænta mátti. L eik mynd Önnu Rúna r Tryggvadóttur var heillandi, næstum því líkamleg, og þjón- aði verkinu vel. Lýsing Halldórs Arnar Óskarssonar var svo listi- leg að hún virtist nánast hluti leikmyndarinnar. Búningar voru sömuleiðis vel hugsaðir. Leikstjórinn Kristín Jóhanns- dóttir hefur ekki fengið auðvelt verkefni með þessu leikverki, en hún leysir það vel af hendi. Svið- setningin er kraftmikil, grípandi og áleitin, með sterku myndmáli. Lokamynd verksins var sérstak- lega óhugnanleg, yfirþyrmandi og ljót, þar sem sýnd var tímabundin huggun í botnlausu vonleysi. Þetta er ekkert þægileg sýning. Þeir sem vilja fara í leikhús til að hlæja, skemmta sér og gleyma ættu sennilega ekkert að eltast við hana. En það var engin tilviljun að allir frumsýningargestir Kass- ans risu á fætur við sýningarlok á föstudaginn. Það er svo magnað að fara í leikhús og finna þar eitt- hvað sem skiptir máli. Niðurstaða: Áleitin sýning þar sem ótal hliðar sama vanda eru skoðaðar, vel leikin og kraftmikil. Ardís Þórarinsdóttir Óhugnaður í Kassanum KARMA FYRIR FUGLA „Hún verður að vera góð ef hún á að fá að vaða uppi.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.