Fréttablaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 54
4. mars 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 26
Andrés Þór Björnsson innanhúss-
arkitekt frumsýnir stólinn Hug-
leik á Hönnunarmars helgina 14.
til 17. mars. Teikningar eftir lista-
manninn Hugleik Dagsson prýða
stólinn.
Andrés Þór kveðst hafa feng-
ið hugmyndina að stólnum fyrir
rúmum áratug, þegar hann stund-
aði nám í innanhússarkitektúr á
Ítalíu. „Ég var á einhverri hönn-
unarsýningu og sá þar stól sem
var skreyttur teiknimyndum
og varð mjög hrifinn af honum.
Hugmyndin að stólnum hefur
blundað í mér síðan þá,“ útskýrir
hann. Andrés er mikill aðdáandi
Hugleiks og ákvað því að leita til
hans í von um samstarf. „Hann
tók strax vel í hugmyndina og við
erum báðir sannfærðir um að við
séum með mjög söluvæna vöru í
höndunum.“
Andrés og Hugleikur hittust
nokkrum sinnum og ræddu hönn-
un og útlit stólsins. Andrés fékk
svo það vandasama verk að velja
teikningar á stólinn. „Það var erf-
itt að velja úr öllum teikningunum
því þær voru allar svo fyndnar. Ég
sleppti þessum grófustu því þær
hefðu til dæmis ekki hentað inn á
heimili þar sem eru börn.“ Andr-
és útilokar ekki áframhaldandi
samstarf við Hugleik og segir
möguleika á stærri vörulínu í
sama dúr, til dæmis púða og
kolla.
Aðspurður kveðst Hug-
leikur hafa slegið til vegna
þess að stólar eru húsgagn
sem eru honum að skapi.
„Ég sagði já af því
þetta er stóll, sem
er jákvætt fyrir-
bæri í mínum
huga, og ég
hlakka mikið til að sjá
útkomuna.“
Teikningar Hugleiks
prýða nú stutterma-
boli, húsgagn og lík-
ama fólks, því ein-
hverjir hafa látið
húðflúra teikningar hans á sig.
„Það verður forvitnilegt að sjá
hvert hægt er að setja þær næst.
Ég mundi allaveganna ekki vilja
sjá þær allstaðar, ég vil ekki að
þær séu eins og Coca-Cola.“
sara@frettabladid.is
Stóllinn Hugleikur
lítur dagsins ljós
Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt hannaði stólinn Hugleik í samstarfi við
listamanninn Hugleik Dagsson. Stóllinn verður frumsýndur á Hönnunarmars.
Hönnuðurinn Sesselja Thorberg
hefur búið til litakort fyrir Slipp-
félagið með fjórtán litum.
Einn þeirra heitir Hemmi
Gunn. Hann er gulur og sækir
innblástur sinn í leikmynd spjall-
þáttarins Á tali hjá Hemma Gunn
þar sem gulir og gráir tónar voru
ríkjandi. „Svo er Hemmi svo
mikið sólskin sjálfur,“ segir Sess-
elja. „Ég hringdi í Hemma til að
tékka á því hvernig hann myndi
taka í þetta og hann hló eins og
honum er einum lagið og fannst
þetta æðislegt.“
Aðspurður segist Hemmi vera
mjög lukkulegur með þetta allt
saman. „Einhvern tímann fékk
ég Heiðar Jónsson snyrti í þátt-
inn til mín og þá sagði hann að
ég ætti aldrei að vera í svörtu eða
hvítu. Hann tók mig ekki beinlín-
is í litgreiningu en sagði að gult
og gulbrúnt væru mínir litir. Mér
er svo minnistætt þegar Heiðar
sagði að ég væri vordúlla,“ segir
Hemmi og skellihlær. „Það er í
eina skiptið sem ég hef heyrt
það orð um mig, ég hef fengið að
heyra flest annað. En þetta var
eitthvað sem Sesselja var að tala
um, að það væri bjart yfir mér,“
segir hann og er ánægður með
gula litinn. „Maður sér sólina á
hverjum einasta degi. Þetta er í
fullu samræmi við líðan mína.“
Spurður hvort hann fái ekki
ársbirgðir af málningu með litn-
um segir hann: „Ég ætla rétt að
vona að hún
sjái til þess að
mín íbúð verði
máluð í gulu.“
- fb
Gulur í höfuðið á Hemma Gunn
Litur í nýju litakorti hönnuðarins Sesselju Thorberg innblásinn af sjónvarpsmanni.
Í HÖFUÐIÐ Á HEMMA Litur í nýju
litakorti hönnuðarins Sesselju Thor-
berg heitir Hemmi Gunn.
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
HARÐFISKUR
- barinn og óbarinn
LAXAFLÖK
- beinhreinsuð og flott
„Ætli það væri ekki lagið Yellow
með Coldplay því ég átti kanínu
sem hét Stjarna og minnir mig
óendanlega mikið á þetta lag.
Annars á ég erfitt með að velja eitt
lag með Coldplay þar sem sveitin er
mín uppáhalds.“
Karen Kjartansdóttir, móttökustjóri á Park
Inn og verðandi móðir.
Mánudagslagið
„Ég kynnist honum þegar Skálm-
öld spilaði á G! festival árið 2011
og hann var að mynda. Hann er
líka mikill víkingur og hefur lánað
okkur vopn og annað í mynda-
tökur. Hann hefur líka brugðið
sér í hlutverk fyrirsætu og er á
mörgum „prómó“ myndum fyrir
Skálmöld. Hann óð til dæmis út í
Rauðavatn í ágúst þegar við vorum
að mynda fyrir nýju plötuna. Hann
hikaði ekki við að vaða út í vatnið
og fara á bólakaf fyrir eina mynd.
Við höfum því átt góða tíma saman
og við skuldum honum,“ segir
Þráinn Árni Baldvinsson, gítar-
leikari hljómsveitarinnar Skálm-
aldar, um ljósmyndarann Ingólf
Júlíusson. Meðlimir Skálmaldar
gátu ekki komið fram á tónleikum
sem haldnir voru á fimmtudag til
styrktar Ingólfi og baráttu hans
gegn hvítblæði. Þeir brugðu þess
í stað á það ráð að hanna sérstaka
boli til styrktar vini sínum og fjöl-
skyldu hans.
Mynd af Ingólfi í fullum
víkinga klæðum og Skálmaldar-
lógóið prýða umrædda stutterma-
boli sem fást á vefsíðunni www.
blekholt.is. Allur ágóði af sölu
þeirra rennur óskiptur til Ingólfs.
„Við vonum að sjálfsögðu að sem
flestir sjái sér fært að styrkja Ing-
ólf með hvaða hætti sem er, og ef
það er með bolakaupum þá er það
bara frábært. Hann á allt gott skil-
ið þessi drengur og við erum virki-
lega ánægðir með að geta aðstoð-
að hann á þennan hátt því við
vorum mjög leiðir yfir að missa af
styrktar tónleikunum.“ - sm
Skálmöld styrkir vin
með sölu á bolum
Meðlimir Skálmaldar eru ánægðir með að geta lagt
Ingólfi Júlíussyni ljósmyndara lið í veikindunum.
STYRKJA VIN SINN Hljómsveitin Skálmöld hefur látið framleiða sérstaka boli til
styrktar Ingólfi Júlíussyni ljósmyndara. Þráinn Árni Baldvinsson segir Ingólf eiga allt
gott skilið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„MK er sérstakur skóli því hér er stór meirihluti
nemenda karlkyns. Okkur fannst því kjörið að nýta
jafnréttisvikuna þetta árið í að skoða jafnrétti
kynjanna og þá sérstaklega út frá sjónarhorni strák-
anna. Það er svo mikilvægt að þeir upplifi mikil-
vægi jafnréttis í samfélaginu, þrátt fyrir að þeirra
kyn eigi ekki jafn mikið á brattann að sækja,“ segir
Reynir Þór Eggertsson, kennari við Menntaskólann
í Kópavogi.
Í dag hefst árleg jafnréttisvika í skólanum og
verður kynjajafnrétti þemað að þessu sinni. Boðið
verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir nemendur
alla vikuna og málefninu velt upp með þeim með
fyrirlestrum og kvikmyndasýningum. „Við fáum
frábæra gesti í heimsókn til að tala við krakkana
og svara spurningum þeirra,“ segir Reynir, en
meðal fyrirlesara eru Páll Óskar, Hildur Lilliendahl
og Sóley Tómasdóttir. Þær Sóley og Hildur hafa
farið mikinn í baráttunni fyrir réttindum kvenna
og aðspurður segir Reynir suma unglingana tví-
stígandi yfir því að mæta á fyrirlestur hjá þeim.
„Sumir dæsa þegar þeir heyra minnst á þær og
finnst þær létt bilaðar, eins og vill gerast þegar um
svona skoðana sterkt og kraftmikið fólk er að ræða,
en báðar eru þær sterkar og skemmtilegar konur
sem gaman er að hlusta á. Krakkarnir þurfa ekkert
endilega að vera sammála öllu sem þær segja enda
viljum við vekja þau til umhugsunar og sjálfstæðra
skoðana í stað þess að lepja upp skoðanir annara,“
segir hann. - trs
Fjallað um kynjajafnrétti í MK
Hvetja nemendur til sjálfstæðra skoðana frekar en að lepja þær upp eft ir öðrum.
MEÐAL FYRIRLESARA Sóley Tómasdóttir er á meðal þeirra
sem heimsækja MK í Jafnréttisvikunni.
Að sögn Andrésar er stóllinn Hug-
leikur svokallaður „lounge“-stóll.
„Sögurnar og teikningarnar hans
Hugleiks eru mjög einfaldar og
mér fannst að stóllinn ætti
að vera það líka,“ segir
hann.
Einfaldur eins og
teikningar Hugleiks
HANNAÐI HUGLEIK
Innanhúsarkitektinn
Andrés Þór Björns-
son hannaði stólinn
Hugleik sem skreyttur er
teikningum eftir Hugleik
Dagsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN