Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 16
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 16
BLINDBYLUR SETTI BORGARLÍFIÐ ÚR SKORÐUM
13.30
Lögregla sendi út
tilkynningu um að
mat yrði komið til
þeirra sem hefðu
svöng börn í bílum
sem fastir voru
vegna ófærðar. Fólki
sagt að tilkynna slík
atvik til 112.
15.00
Foreldrum tjáð að
þeim sé óhætt að
sækja börn sín.
15.30
Strætó hefur að
nýju akstur á stofn-
æðum.
2.00-2.30
Byrjar að hvessa og
snjóa. Veður versnar
hratt til 4.00.
4.00
Snjóruðningstæki og bílar á höfuð-
borgarsvæðinu hefj a störf og reyna
að halda stofnbrautum og strætis-
vagnaleiðum opnum. Eins til að reyna
að tryggja greiðan aðgang á bílastæði
við grunn- og leikskóla.
9.00
Starfsmenn séraðgerða-
og sprengjueyðingarsviðs
Landhelgisgæslunnar kall-
aðir til aðstoðar lögreglu
og slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins vegna ófærðar.
Ökutæki LHG fylgja neyðar-
bílum í útköll og tryggja
greiðari aðgang þeirra um
höfuðborgarsvæðið.
8.15
Vesturlandsvegi
lokað og sátu mörg
hundruð bílar fastir.
Þar við sat í um
fi mm klukkustundir
áður en tókst að
losa úr fl ækjunni
með aðstoð björg-
unarsveita.
10.30
15 til 20 bíla árekstur á Hafnarfj arðarvegi
við Kópavogslæk. Sjúkrabílar og tækja-
bíll slökkviliðsins kallaðir á vettvang.
Allar björgunarsveitir Landsbjargar á Suður-
og Suðvesturlandi verið kallaðar út.
Öllum ferðum Strætó afl ýst
vegna ófærðar. Einnig hætti
Ferðaþjónusta fatlaðra akstri.
2 4 6 8 10 12 14 16 18
ÓVEÐUR „Þetta var aðallega
skemmtileg lífsreynsla,“ segir
Haukur Ingi Hjaltalín, sem lenti í
tveimur árekstrum á leið til vinnu í
gær – í sitt hvorum bílnum.
Haukur Ingi býr í Hafnarfirði og
vinnur í Kópavogi. Um níuleytið í
gærmorgun ók hann inn í blindbyl á
Reykjanesbraut við Vífilsstaðaveg.
„Það næsta sem ég sá var bíll þvert
á veginum,“ segir Haukur. „Ég
reyndi að komast framhjá og fór út
í vegrið en klessti samt á hann. Ég
var fjórði bíllinn í þeim árekstri.
Það stóð maður á milli bílanna og
þótt ég væri ekki nema á tuttugu
kílómetra hraða þá sleikti bíllinn á
honum rassinn svo honum rétt tókst
að stökkva frá.“
Haukur segir manninn sem slapp
svo naumlega hafa sagst vera með
þriggja daga gamalt barn í bílnum
svo greitt hafi verið fyrst úr hans
málum. Sjálfur hafi hann sest inn
í bíl frá Aðstoð & öryggi þegar
fulltrúi fyrirtækisins mætti á stað-
inn.
„Þá kom pallbíll og keyrði á þann
bíl og svo þriðji bílinn sem klessti
á pallbílinn,“ segir Haukur, sem
kveðst í fyrstu hafa verið mjög pirr-
aður yfir atburðarásinni enda óljóst
hver væri í rétti. Upplifunin hafi þó
verið merkileg. „Það er óneitanlega
dálítið sérstakt að lenda í árekstri
með fimmtán mínútna millibili á
sitt hvorum bílnum.“
Sindri Ásbjörnsson hjá Aðstoð &
öryggi segir að um klukkan hálf-
þrjú í gær hafi starfsmenn fyrir-
tækisins verið búnir að sinna um
þrjátíu árekstrum. „Þetta var
stórkostlega erfiður dagur,“ sagði
Sindri. - gar
Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum:
Lenti í tveimur
árekstrum á korteri
HAUKUR INGI
HJALTALÍN Komst
loks í vinnuna
í Turninum í
Kópavogi eftir tvo
árekstra á leið
sinni úr Hafnar-
firði.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
11.00
Almannavarnir senda
til kynningu til for-
eldra á höfuðborgar-
svæðinu og ráða
þeim frá því að sækja
börn sín í leik- og
grunn skóla þar sem
þau séu örugg. For-
eldrum sagt að bíða
til kynningar lögreglu
18.00
Lögreglan biður öku-
menn sem skildu eft ir
bíla sína vegna ófærð-
ar og veðurs að sækja
þá sem allra fyrst.
Snjóruðningur að
fara af stað af fullum
kraft i og mikilvægt að
fastir bílar tefj i ekki
hreinsun gatna.
Ófært
SAMHJÁLP Margir þurftu að reiða sig á hjálp frá sam-
borgurum sínum í gær þegar verst lét.
YFIRGEFNIR Fjölmargir þurftu að skilja bíla sína eftir
þegar veðrið var sem verst í gær. Yfirgefnir bílar töfðu
mjög fyrir umferð sem og hreinsunarstarfi þegar líða
tók að kvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ALLT STOPP Stórir sem smáir þurftu að játa sig sigraða þegar veðrið var sem verst. Strætó sat fastur á móts við Stórhöfða með brotinn öxul. Olli það
miklum töfum á umferð frá Grafarvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Umferð í borginni lamaðist um hríð