Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 18

Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 18
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | NEYTENDUR |18 Matvörur eru mjög misvel fallnar til fryst- ingar, og mikilvægt er að þeir sem fylla gjarnan á frystiskápana og frystikisturn- ar gæti þess að maturinn skemmist ekki ef hann gleymist eða er geymdur óþarflega lengi. Margir kaupa kjöt og fisk þegar verðið er hagstætt og frysta, aðrir frysta afganga eða kaupa frystar matvörur og geyma. Allir ættu að gæta að því að merkja vörur sem settar eru í frysti með dagsetningu svo hægt sé að átta sig á því hver endingartíminn er. Í ráðleggingum sem Leiðbeiningastöð heimilanna hefur tekið saman kemur fram að kjöt geymist misjafnlega vel í frystinum, feitt hakk geymist í tvo mánuði og magur kjúklingur geymist í allt að tíu mánuði. Almennt má segja að því feitara sem kjötið er, þeim mun styttri tíma haldi það gæðum sínum í frystinum. Hér til hliðar má sjá hversu lengi er óhætt að geyma ýmsa matvöru í frystinum. Tíma- lengdin miðast við mat í plastumbúðum sem hafa verið vel lofttæmdar. Leiðbeiningastöðin ráðleggur fólki að pakka kjöti í smjörpappír eða brúnan umbúðapappír og svo í þéttan plastpoka, þar sem það eykur endingartíma matvælanna. Þá er bent á að reykt og saltað kjöt endist verr en annað kjöt. brjann@frettabladid.is Matur endist mislengi í frysti Frystivörur endast mjög mislengi í frystinum áður en gæðum þeirra fer að hraka. Leiðbeiningastöð heimil- anna ráðleggur fólki að merkja hvenær vörurnar rata í frystinn og gæta að því að geyma þær ekki of lengi. Stuttur geymslutími Millilangur geymslutím i Langur geymslutími Feitt 3 - 6 Magurt 6 - 10 Magurt í sneiðum 4 - 6 Reykt 4 - 6 Hakk, feitt 2 - 3 Hakk, magurt 4 Kjöt Mánuðir Afgangar af elduðum mat 2 - 4 Ís & kökur Mánuðir Kjúklingur Mánuðir Kjúklingur 8 - 10 Svínakjöt Mánuðir Magurt 6 Feitt 3 Nautakjöt Mánuðir Nautakjöt 10 Lambakjöt Mánuðir Lambakjöt 10 - 12 Slátur, ósoðið 10 - 12 Slátur, soðið 6 - 8 Fiskur Mánuðir Magur 3 til 6 Feitur 1 til 2 Skelfiskur 2 til 3 Grænmeti Mánuðir Grænmeti 10 - 12 Ber 10 - 12 Ís & kökur Mánuðir Rjómaís 3 - 6 Brauð og kökur 4 - 6 Hyundai Santa Fe Comfort - Jeppi rsins 2013 2,2 dísil, sjálfskiptur. Verð: 7.650 þús. kr. Eyðsla 6,6 l/100 km* HYUNDAI SANTA FE SPARNEYTINN D SILJEPPI NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES. Kaupt ni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.isVerið velkomin í kaffi og reynsluakstur Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 * M ið as t vi ð bl an da ða n ak st ur s am kv æ m t fr am le ið an da E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 9 4 1 Neytendastofa hefur lagt 1,5 millj- óna króna stjórnvaldssekt á verslun- ina Betra bak fyrir að hafa auglýst heilsudýnur á tilboðsverði lengur en heimilt er. Í frétt á vef Neytendastofu segir að verslunin hafi boðið Tempur- heilsudýnur á lækkuðu verði samfellt frá því í byrjun júnímánaðar 2012 til miðs októbermánaðar 2012. Bent er á að þegar vara hafi verið auglýst á tilboði í sex vikur sé ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði. Jafnframt er greint frá því að Betra bak hafi brotið gegn eldri ákvörðun Neytendastofu frá því í apríl 2012. Þótti Neytendastofu af þessu tilefni nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið. NEYTENDASTOFA SEKTAR BETRA BAK Evrópsku neytendaaðstoðinni, ECC, bárust í fyrra yfir 32 þúsund kvartanir vegna kaupa á vöru eða þjónustu af seljendum í öðrum Evrópulöndum en skrifstofur ECC eru starfræktar í öllum ESB-ríkjunum auk Íslands og Noregs. Flest erindin á árinu vörðuðu ferðamál og þá sér í lagi flugþjónustu. Neytendur kvörtuðu einnig vegna kaupa á fatnaði, skóm, hús- gögnum og menningar- viðburðum. Kvartanir vegna við- skipta á netinu voru 60 prósent allra kvartananna á móti 57 prósentum árið 2011. Evrópska neytendaaðstoðin veitir neytendum upplýsingar og leiðbein- ingar án endurgjalds. FLEIRI KVARTANIR VEGNA NETVIÐSKIPTA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.