Fréttablaðið - 07.03.2013, Side 30
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Því er stundum haldið
fram að áætlun um losun
fjármagnshafta hafi engan
árangur borið, þau verði að
losa strax, en í sömu andrá
fullyrt að skrifa verði kröf-
ur kröfuhafa/vogunarsjóða
í bú fallinna fjármála-
fyrirtækja verulega niður.
Dæmi um málflutning af
þessu tagi er grein sem
Heiðar Guðjónsson skrifar
í Fréttablaðið 5. mars sl. en
þar segir: „Sem betur fer
tókst að afstýra undir ritun nauða-
samninga sl. haust, en þar mátti
litlu muna, því Seðlabankinn leyfði
kröfuhöfum að flytja yfir 300 millj-
arða, um 2.500 milljónir dollara,
úr landi í september og ætlaði að
hleypa margfaldri þeirri fjárhæð
úr landi fyrir áramót. Þarna var
komið í veg fyrir stórslys.“ Þessar
fullyrðingar Heiðars fara í veiga-
miklum atriðum á svig við stað-
reyndir málsins og röklegt sam-
hengi atburða. Rétt er því að taka
eftirfarandi fram:
Frumkvæði Seðlabankans
1. Það var að frumkvæði Seðla-
bankans sem bú fallinna fjármála-
fyrirtækja voru færð frekar undir
lög um gjaldeyrismál (hér eftir
gjaldeyrislög) í mars árið 2012.
Hefði það ekki verið gert hefðu
innlend stjórnvöld nú lítil tök á
greiðslum úr þrotabúum gömlu
bankanna, sem gætu valdið umtals-
verðum óstöðugleika á gjaldeyris-
og fjármálamörkuðum verði ekki
rétt staðið að málum.
2. Í meðförum Alþingis, undir
þrýstingi frá slitastjórnum gömlu
bankanna, voru sett inn undan-
þáguákvæði varðandi tilteknar
gjaldeyrisinnstæður þrotabúanna
í Seðlabanka Íslands (300 milljarð-
arnir sem HG talar um) og sú kvöð
sett á Seðlabanka Íslands að setja
almennar reglur sem myndu heim-
ila útgreiðslur endurheimts gjald-
eyris af erlendum eignum þrota-
búanna.
3. Mótaðar hugmyndir um að ljúka
slitum fallinna fjármálafyrirtækja
með nauðarsamningi komu ekki
fram fyrr en eftir að fyrrnefndar
breytingar á gjaldeyrislögum urðu
að veruleika, þótt sá möguleiki hafi
vissulega verið viðraður af hálfu
kröfuhafa. Hins vegar er
ljóst að mikill meirihluti
kröfuhafa hefur nú áhuga á
því að ljúka slitum búanna
með nauðasamningi.
4. Það er á valdi dómstóla
en ekki Seðlabankans að
samþykkja nauðasamn-
inga. Nauðasamningur
hefur hins vegar enga þýð-
ingu fyrir kröfuhafa nema
Seðlabankinn veiti undan-
þágur frá gjaldeyris lögum.
Það og vilji kröfuhafa til
ljúka slitum með nauðasamningi
gefur færi á að tryggja að slitin
verði með hætti sem ekki veldur
óstöðugleika í gjaldeyrismálum
og gæti þannig flýtt fyrir losun
gjaldeyris hafta.
5. Þegar Seðlabankinn veitir undan-
þágur ber bankanum skv. lögum að
horfa til tveggja meginsjónarmiða,
annars vegar hagsmuna þess sem
um undanþáguna biður og hins
vegar þeirra áhrifa sem undan-
þága kann að hafa á stöðug leika í
gengis- og peningamálum. Bankan-
um ber, með öðrum orðum, að horfa
til málefnalegra raka við afgreiðslu
undanþága.
6. Um hina fyrrnefndu hags-
muni þarf ekki að fjölyrða, en
ljóst er að hægt er að tryggja
stöðugleika í gjaldeyrismálum
með öðru af tvennu, mjög löngum
endurgreiðslu tíma krafna sem búin
eiga á innlenda aðila eða verulegri
lækkun þeirra krafna í erlendum
gjaldeyri mælt. Blanda af hvoru
tveggja kemur einnig til greina.
Seðlabankinn mun ekki samþykkja
neina undanþágu sem teflir stöðug-
leika í gjaldeyrismálum eða fjár-
málastöðugleika í tvísýnu. Þetta
vita fulltrúar kröfuhafa fullvel.
7. Ljóst er að verðmætustu inn-
lendu eignir þrotabúanna eru
tveir viðskiptabankar, Íslands-
banki og Arion, og skuldabréf á
milli gamla og nýja Landsbanka.
Eignar hald á bönkum varðar mikil-
væga almannahagsmuni sem kall-
ar á aðkomu pólitískra stjórnvalda.
Seðlabankinn mun því ekki veita
undanþágu vegna nauðarsamninga
nema að undangengnu samráði við
ríkisstjórn. Í lögum um fjármála-
fyrirtæki eru ákvæði um virka
eignarhluti í fjármálafyrirtækjum,
en þar er kveðið á um að Fjármála-
eftirlitið meti hæfi aðila til að fara
með virka eignarhluti. Þeir sem
telja hættu á því að bankarnir
geti, þrátt fyrir fyrrnefnd ákvæði
laga, fallið í hendur ótraustra aðila
sem ekki hafa langtímasjónarmið
að leiðarljósi ættu að íhuga hvort
ástæða sé til að skerpa ákvæði
laga nr. 161/2002 um eignarhald
fjármála fyrirtækja.
8. Að erlendir vogunarsjóðir (eða
fjármálafyrirtæki sem að ein-
hverju leyti gætu talist af því tagi)
hafi eignast u.þ.b. helming krafna
í bú fallinna fjármálafyrirtækja
hefur enga lögformlega þýðingu og
skiptir því litlu máli um framgang
málsins. Um er að ræða kröfur á
íslensk þrotabú sem lúta íslensk-
um lögum, þ.á m. lögum um gjald-
þrotaskipti og gjaldeyrislögum, að
því marki sem gjaldeyrisviðskipti
eða fjármagnshreyfingar á milli
landa koma við sögu. Þau málefna-
legu sjónarmið sem ráða för við
hugsanlega veitingu undanþágu
frá gjaldeyris lögum varða fyrst
og fremst áhrif slitanna á gjald-
eyris- og fjármálastöðugleika. Þar
mun Seðlabankinn standa vörð um
þjóðarhagsmuni og kalla eftir allri
þeirri sérfræðiþekkingu, hvort
heldur innan eða utan bankans,
sem nauðsynlegt er að hafa á valdi
sínu til að markmiðum verði náð.
Staðreyndir málsins
Í umræðunni um slit fallinna
fjármála fyrirtækja er mikilvægt
að missa ekki sjónar á aðal atriðum
og staðreyndum máls. Ella er hætt
við að umræðan hverfist um auka-
atriði sem höfða fremur til til-
finninga fólks en rökvísi. Því er
mikilvægt að þeir sem taka þátt í
umræðunni kanni vel staðreyndir
málsins áður en þeir geysast fram
á ritvöllinn. Þannig stuðla þeir að
hófstilltri og málefnalegri umræðu
og breiðri samstöðu og sátt um
hagsmuni Íslands.
Fjármagnshöftin og kröfur í
bú fallinna fjármálafyrirtækja
Í lok desember 2012
samþykkti Alþingi að
hækka hámarksgreiðslu
Fæðingarorlofs sjóðs til for-
eldra í fæðingarorlofi úr kr.
300.000 í kr. 350.000. Þetta
þýðir að hámarksgreiðsla
sjóðsins er orðin jafnhá og
hún var fyrir skerðinguna
sem núverandi ríkis-
stjórn framkvæmdi eftir
kosningarnar 2009. Einn
grundvallar munur er þó á
ákvörðun sömu stjórnar frá
2009 um að skerða greiðsl-
urnar og þeirri ákvörðun sem tekin
var fyrir síðustu áramót um að
hækka þær aftur. Í nýju lögunum
er kveðið á um að þau öðlist gildi
1. janúar 2013 og eigi aðeins við
um foreldra barna sem fæðast, eru
ættleidd eða tekin í varanlegt fóst-
ur 1. janúar 2013 eða síðar. Þetta
þýðir að hámarksgreiðsla úr Fæð-
ingarorlofssjóði til foreldra barns
sem fæddist 31. desember 2012 er
14% lægri en til foreldra barns sem
fæddist daginn eftir.
Árið 2009, þegar sama ríkisstjórn
skerti greiðslurnar um sömu fjár-
hæð, var ekkert slíkt ákvæði í lög-
unum. Skerðingin tók gildi 1. janú-
ar 2010 og gilti fyrir alla sem þá
áttu rétt til greiðslu úr Fæðingar-
orlofssjóði, óháð fæðingar degi
barns.
Velferðarráðherra hefur
skýrt forsendur þessarar
mismununar. Á dv.is, hinn
17. desember 2012, er orð-
rétt haft eftir honum: „Það
kemur alltaf upp þetta álita-
mál við hvaða tímamörk á
að miða og við höfum fund-
ið það út að það er einfald-
ast um leið og lögin eru
samþykkt að gefa þann
tíma.“ Skýringin á því að
mismuna foreldrum með
þessum hætti er sem sagt
sú að ríkis stjórnin fann það
út eftir athugun á málinu að þetta
væri „einfaldast“. Ekki fylgdi þó
sögunni hvers vegna sérstaklega
flókið var talið að láta breytinguna
gilda gagnvart öllum sem eiga rétt á
greiðslum úr sjóðnum, óháð því hve-
nær barnið fæðist. Ekki fylgdi held-
ur sögunni hvers vegna ekki var
einfaldast árið 2009 að láta skerð-
ingu á hámarksgreiðslunni ein-
göngu ná til foreldra þeirra barna
sem fæddust eftir 1. janúar 2010.
Fær ekki staðist
Ofangreind skýring velferðar-
ráðherra fær ekki staðist. Stæð-
ist hún myndi það sama væntan-
lega gilda um aðrar sambærilegar
greiðslur frá hinu opinbera.
Atvinnuleysisbætur voru t.d.
hækkaðar 1. júní 2011. Því mætti
hugsa sér að sá sem varð atvinnu-
laus 1. janúar 2011 fengi lægri
atvinnuleysisbætur en sá sem
missti vinnuna 1. ágúst 2011 vegna
þess að það væri „einfaldast“. Fjár-
hæðir bóta almannatrygginga
hækka um flest áramót. Með sama
hætti og að framan greinir ætti
öryrki, sem hóf að þiggja bætur frá
Tryggingastofnun 1. janúar 2012,
ekki rétt á þeim hækkunum sem
urðu 1. janúar 2013, af því að það
er „einfaldast“.
Það er mismunun ef foreldrar
barna fá mismunandi háa greiðslu
úr fæðingarorlofssjóði, þrátt fyrir
að eiga rétt til hámarksgreiðslu.
Samkvæmt stjórnarskrá eru allir
jafnir fyrir lögunum og hvers kyns
ómálefnaleg mismunun er bönnuð.
Þess er reyndar ekki getið berum
orðum þar að óheimilt sé að mis-
muna fólki ef það má vera til ein-
földunar fyrir hið opinbera. Undir-
rituð leyfir sér þó að efast um að
það sé málefnaleg mismunum
og skorar á svonefndu velferðar-
stjórnina að leiðrétta þessa mis-
munun.
Er heimilt að mismuna
ef það einfaldar málið?
FJÁRMÁL
Arnór
Sighvatsson
aðstoðar-
seðlabankastjóri
➜ Í umræðunni um slit
fallinna fjármálafyrirtækja
er mikilvægt að missa ekki
sjónar á aðalatriðum og
staðreyndum máls. Ella
er hætt við að umræðan
hverfi st um aukaatriði.
FÆÐINGAR-
ORLOF
Edda H.
Harðardóttir
í fæðingarorlofi frá
því fyrir áramót
➜ Það er mismunun ef for-
eldrar barna fá mismunandi
háa greiðslu úr fæðingar-
orlofssjóði, þrátt fyrir að
eiga rétt til hámarksgreiðslu.
Gegn krabbameini í körlum
Nicotinell er
samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur
úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja,
að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má
nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður
skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með
mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja
með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20
sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt
í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds,
tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í
upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf.
Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg
lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá
skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á
sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til
þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur
ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur.
Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða
meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð.
Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef
þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki,
ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða
gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í
fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur
valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A.
Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
N
IC
13
01
02
Í mars renna 100 kr. af hverjum
seldum pakka af Nicotinell beint
til átaksins Mottumars.
Mundu að það eru bláu pakkarnir
frá Nicotinell sem styrkja gott
málefni.
100 KRÓNUR