Fréttablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 32
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32
Hin dæmigerða grillveisla:
konan annast það „ósýni-
lega“ kaupir inn, saxar,
blandar sósur og mariner-
ingu. Undirbýr og heldur
utan um allt ferlið þar til
komið er að því að grilla. Þá
stígur karlinn fram, grillar
og hlýtur aðdáun gestanna.
Sama má að mörgu leyti
heimfæra á kvikmyndagerð
á Íslandi: Konur framleiða
margar þeirra mynda sem
gerðar eru, ná saman fjár-
magni hér heima og erlend-
is, skipuleggja upptökur og fram-
leiðsluferlið, ráða starfsmenn og
sjá um reiknings- og bókhald. Gera
úttektir og annast félagsstörf. Gera
það sem gera þarf.
Þær konur sem hafa lagt fyrir sig
listrænu störfin í kvikmyndum hafa
náð langt í faginu, sest í leikstjóra-
stólinn, skrifað handrit, klippt,
kvikmyndað, samið tónlist, hannað
búninga. En þær eru langtum færri
en karlmenn og frá sjónarhorni
okkar sem störfum hjá Kvikmynda-
miðstöð Íslands, er hlutfallið ekki
aðeins lágt þegar styrkveitingar
eru taldar heldur líka fjöldi þeirra
sem sækja um.
Skýringar á minni þátttöku
kvenna en karla í list-
rænum lykilstöðum eru
eflaust fjölmargar og ekki
eitt svar til heldur samspil
fjölmargra þátta. Ástand-
ið er svipað víðast hvar
erlendis, t.d. var það tíund-
að sérstaklega þegar sýnd-
ar voru heilar fjórar mynd-
ir eftir konur í aðaldagskrá
kvikmyndahátíðarinnar í
Cannes og var það umtals-
verð fjölgun frá fyrri árum.
Við erum komin langt í
jafnréttismálum miðað
við margar aðrar þjóðir þótt enn
sé langt í land. Margar okkar hafa
upplifað að brotið hefur verið á
okkur í málum sem varða kjör og
aðgengi að störfum. Vandann hér á
landi verðum við sjálf að leysa og
það er knýjandi, því eins og Kristín
Jóhannesdóttir, heiðursverðlauna-
hafi á nýliðinni Edduhátíð, sagði:
þjóðfélag verður aldrei heilt með
karlagildi ein í öndvegi.
Færri umsóknir frá konum
Það er staðreynd að Kvikmynda-
miðstöð Íslands berast mun færri
umsóknir frá konum sem eru
handritshöfundar og/eða leikstjór-
ar en frá körlum í sömu störfum.
Þegar hlutfall af umsóknum er
skoðað fá fleiri konur styrki en
karlar. Fyrir nokkrum mánuð-
um var veitt hæsta vilyrði um
framleiðslustyrk til þessa vegna
myndar innar Silungapollur en
handritið er eftir og mun verða
leikstýrt af Guðrúnu Ragnars-
dóttur auk þess sem fyrirtækið
sem framleiðir er í eigu tveggja af
reyndustu framleiðendum lands-
ins, sem báðar eru konur.
Kvikmyndamiðstöð Íslands er
ætlað samkvæmt reglugerð um
Kvikmyndasjóð að veita styrki til
framleiðslufyrirtækja sem hafa
atvinnu af kvikmyndagerð. Það
er mikilvægt að skoða leið kvenna
þangað. Ein skýring er hversu
erfitt er að framleiða myndir hér
á landi. Þrátt fyrir styrk veitingar
er kvikmyndagerð áhættusöm. Þeir
sem að greininni koma þurfa að
leggja í torfæru við gerð sér hverrar
myndar. Kvikmyndagerðar menn
hafa lagt mjög mikið inn við upp-
byggingu greinarinnar og þar er
þáttur kvenna í vexti og viðgangi
kvikmyndagerðar ótvíræður og
auðsær ef að er gáð.
Ég tel mikilvægt að hefja mark-
vissa kennslu í kvikmyndalæsi
og öðrum þáttum miðilsins strax
á grunnskólastigi. Allir vita að
myndmiðlar eru ráðandi í sam-
tímanum, kvikmyndir, tölvu-
leikir, skilaboð/leiðbeiningar og
af þreying. Þekking til að greina
myndmál gerir fólki kleift að átta
sig á mismunandi sjónarhornum
og framsetningu, þ.m.t. staðal-
ímyndum.
Kvikmyndasmiðjur í grunnskóla
Jafnframt ætti að feta í fótspor
nágrannaþjóða okkar og stofna
kvikmyndasmiðjur á grunnskóla-
stigi. Ætla má að þar væri hægt að
veita stelpum (og strákum) mikil-
væga hvatningu til að miðla sínum
sögum og sjónarhorni. Með nýrri
tækni krefst það ekki mikils kostn-
aðar að koma smiðjum upp og reka.
Framtak Bjarkar, að vinna með
krökkum við forritun á iPad, er til
fyrirmyndar hér.
Kvikmyndagerð er valgrein í
nokkrum framhaldsskólum auk
Kvikmyndaskóla Íslands. Er hægt
að þjappa stelpum saman á þeim
vettvangi? Konum sem lokið hafa
formlegu námi frá fremstu kvik-
myndaskólum hefur fjölgað, þó
eru þær enn þá mun færri en karl-
menn. Tengslanet þarf að verða til
og það er ein af forsendum hóp-
eflis á flestum sviðum. Konur sem
starfa í kvikmyndum og sjónvarpi
hafa myndað með sér samtök sem
vinna með alþjóðlegum samtökum
kvenna í kvikmyndagerð, WIFT. Á
þeim vettvangi hafa myndast mikil-
væg tengsl fagkvenna með reglu-
legu starfi. Einnig fjölgar konum
í samtökum kvikmyndaleikstjóra
hægt og bítandi.
Mikilvægt er að kortleggja stöð-
una, m.a. til að kanna hvers vegna
konur sækja síður í fagið en karl-
ar. Jafnframt að fundin verði leið
til að hvetja konur reglulega til að
sækja um styrki fyrir eigið efni
til handrita gerðar og framleiðslu
kvikmynda, heimildarmynda og
sjónvarpsþátta.
Frumkvæði er mikils um vert,
það þarf að stilla saman krafta.
Konur og kvikmyndagerð
Ofbeldi í sínum fjölmörgu
birtingarmyndum er ein
helsta ógn sem steðj-
ar að börnum á Íslandi:
Kynferðis legt ofbeldi, ein-
elti, vanræksla og heimil-
isofbeldi.
Í áranna rás hafa stjórn-
völd álitið ýmsar ógnir
nógu alvarlegar til að berj-
ast markvisst gegn þeim.
Lagður hefur verið tími,
orka og fé í að koma í veg
fyrir að börn og full orðnir
verði þeim að bráð, enda sé það
samfélagslega mikilvægt og skili
sér margfalt til baka. Þannig er
sem dæmi starfræktur Lýðheilsu-
sjóður sem vinnur markvisst
að forvörnum. Inn í hann runnu
meðal annars Tóbaksvarnaráð og
Áfengis- og vímuvarnaráð.
Dæmin sýna að með forvörnum
er sannarlega hægt að hafa áhrif
á hegðun fólks. Við vitum að vel
er hægt að breyta viðteknum við-
miðum í samfélaginu og á sama
tíma vitum við að ofbeldi er gríðar-
leg ógn. Er þá svo fjarlægt að hugsa
sér að koma á fót Ofbeldisvarna-
ráði í einhverri mynd?
Ofbeldi og áhrif þess
Stofnun Ofbeldisvarnaráðs er ein
af sextán tillögum í viðamikilli
skýrslu UNICEF á Íslandi sem út
kom í morgun. Skýrslan ber heitið
Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og
forvarnir, og hana má nálg-
ast á heimasíðunni www.
unicef.is.
Í skýrslunni er að finna
sláandi tölfræði um ofbeldi
gegn börnum hér á landi.
UNICEF fékk gögn greind
sem þegar lágu fyrir hjá
Rannsóknum og grein-
ingu, Stígamótum, Skóla-
púlsinum og Barnahúsi. Of
yfirgripsmikið er að rekja
niðurstöðurnar í heild
en meðal þess sem í ljós
kemur er að nær helmingi stúlkna
sem orðið hafa fyrir kynferðislegu
ofbeldi finnst framtíðin oft eða nær
alltaf vera vonlaus, og tæplega 70%
stúlkna sem orðið hafa fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi af hálfu full-
orðinna eru oft eða nær alltaf ein-
mana. Eins má nefna að skv. tölum
frá Rannsóknum og greiningu frá
í fyrra sögðust 5,1% stúlkna og
2,1% drengja í 9. og 10. bekk hafa
orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi
af hálfu jafnaldra. Í skýrslunni er
sömuleiðis að finna kortlagningu á
tengslum ofbeldismanns við brota-
þola og hvar kynferðislegt ofbeldi
gegn börnum á sér helst stað. Þetta
er breytilegt miðað við aldur.
Ætla má að heimilisofbeldi sé
algengara hér á landi en almennt
er gert ráð fyrir. Tengsl heimilis-
ofbeldis við vanlíðan og áhættu-
hegðun barna eru sláandi og má
sem dæmi nefna að 6,6 sinnum
líklegra er að stúlkur sem hafa
orðið fyrir heimilisofbeldi hafi
neytt kannabisefna en stúlkur sem
ekki hafa orðið fyrir slíku ofbeldi.
Vanræksla er ólík öðrum teg-
undum ofbeldis að því leyti að um
er að ræða athafnaleysi sem leiðir
til skaða eða er líklegt til að skaða
barnið. Þrátt fyrir að á hverju ári
berist talsvert fleiri tilkynningar
til barnaverndarnefnda hér á landi
um vanrækslu en annað ofbeldi
hefur minna verið fjallað um van-
rækslu í almennri umræðu.
Loks má nefna enn aðra tegund
andlegs og líkamlegs ofbeldis: ein-
elti. Þegar gögn sem Skólapúlsinn
hefur safnað saman voru greind
fyrir UNICEF kom meðal annars í
ljós að rúm 40% þeirra barna sem
verða fyrir miklu einelti sýna sterk
einkenni vanlíðanar og kvíða.
Þegar allt er samantekið sýna
gögnin í skýrslu UNICEF að skýr
tengsl eru á milli andlegrar van-
líðanar barna og þess að hafa orðið
fyrir ofbeldi. Þetta er graf alvarlegt
mál og kallar á skýr viðbrögð sam-
félagsins.
Reglulegar mælingar
Á meðal tillaga í skýrslunni er að
reglulega verði framkvæmdar
mælingar á umfangi og eðli of-
beldis gegn börnum. Enn fremur
að þeim gögnum sem þegar eru til
verði safnað saman og þau greind
með skipulögðum hætti. Þetta er
nauðsynlegt til að bæta stefnu-
mótun í málaflokknum og skilja
betur eðli vandans. Áður en vinn-
an við skýrsluna hófst höfðu gögn-
in frá Barnahúsi sem dæmi aldrei
verið greind með þeim hætti sem
nú er gert – sökum fjárskorts.
Tillögurnar í skýrslunni eru
afurð samstarfs við fjölmarga fag-
aðila og sérstakan sérfræðihóp
barna. Við erum öllu þessu fólki
hjartanlega þakklát fyrir ómetan-
legt framlag sitt.
Næstu skref
UNICEF á Íslandi fagnar þeim
jákvæðu skrefum sem stjórn-
völd hér á landi hafa þegar tekið,
m.a. með vitundarvakningu
um kynferðis legt ofbeldi gagn-
vart börnum og skipan verkefna-
stjórnar í eineltismálum. Um leið
hvetjum við stjórnvöld til að taka
næstu skref: líta á ofbeldi í víðu
samhengi, festa forvarnir í sessi
og færa þær frá því að vera átaks-
verkefni yfir í að vera hluti af öfl-
ugri baráttu til frambúðar.
Tillögur UNICEF á Íslandi
rötuðu nýlega inn í ályktanir
stjórnmála flokka á landsfundum.
Þannig ályktaði Samfylkingin að
koma skyldi á fót Ofbeldisvarna-
ráði og Vinstri græn fögnuðu til-
lögum um aðgerðir gegn ofbeldi,
þ.á m. um stofnun umrædds ráðs.
Sjálfstæðis flokkurinn ályktaði um
mikil vægi þess að „sporna gegn
hvers kyns ofbeldi“ og að for-
varnir og rannsóknir skiptu þar
miklu máli.
Getan til að koma í veg fyrir
ofbeldi gegn börnum er sannar-
lega til staðar hér á landi. Helsta
hindrunin í málaflokknum hingað
til hefur verið skortur á pólitískum
vilja og fjármagni. Við hjá UNICEF
á Íslandi fögnum auknum pólit-
ískum áhuga og vonum innilega
að honum fylgi nauðsynleg fram-
kvæmd.
Samkvæmt umferðaröryggis-
áætlun stefna stjórnvöld að 46%
fækkun banaslysa og annarra
alvarlegra slysa í umferðinni
fram til ársins 2022. Þetta á m.a.
að nást með miðlun upplýsinga,
fræðslu og þátttöku vegfarenda
um varnir gegn þessari vá – sem
sé for vörnum. Undirmarkmið áætl-
unarinnar er að útrýma endanlega
bana slysum og alvarlegum slysum
á börnum. Þetta er frábært.
Væri ekki lag að gera það sama
varðandi ofbeldi?
Af hverju stofnum við ekki Ofbeldisvarnaráð?
MENNING
Laufey
Guðjónsdóttir
forstöðumaður
Kvikmyndastöðvar
Íslands
➜ Kvikmyndamiðstöð Ís-
lands er ætlað samkvæmt
reglugerð um Kvikmynda-
sjóð að veita styrki til fram-
leiðslufyrirtækja sem hafa
atvinnu af kvikmyndagerð.
Það er mikilvægt að skoða
leið kvenna þangað.
OFBELDI
Stefán Ingi
Stefánsson
framkvæmdastjóri
UNICEF á Íslandi
➜ Í skýrslunni er sömu leiðis
að fi nna kortlagningu á
tengslum ofbeldismanns við
brotaþola og hvar kynferðis-
legt ofbeldi gegn börnum
á sér helst stað. Þetta er
breytilegt miðað við aldur.
SPILAR
ÞÚ STYRKIR OKKUR
ÞEGAR ÞÚ
Þegar þú spilar í kössunum okkar
styrkir þú Rauða krossinn, SÁÁ og
Slysavarnafélagið Landsbjörg.