Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 41
| SMÁAUGLÝSINGAR Atvinnuhúsnæði 51,6 M2 IÐNAÐARBIL Tvö bil af þessari eftirsóttu stærð til sölu eða leigu. 10 m2 milliloft að auki. Lofthæð: 3,9 m. Hurð 3,6 m. Góðir gluggar. Sýningarbil á staðnum. Facebook/Steinhella 14. S: 660-1060 og 661-6800. Geymsluhúsnæði WWW.GEYMSLAEITT.IS Sér geymslur frá 3.900. 1-17m2. Aðgangur kl. 8-22 alla daga. Ný sérhönnuð geymsluhús, upphitað og vaktað. S: 564-6500. GEYMSLUR.COM Frá kr. 3990 hjá Ikea í Garðabæ og Fiskislóð í Reykjavík. S. 555 3464 GEYMSLULAUSNIR.IS Búslóðageymsla og flutningar. Gott verð, sækjum og sendum. S. 615-5005. WWW.BUSLODAGEYMSLA.IS Búslóðageymsla Olivers 150 kr. á dag hvert bretti. Starfað í yfir 25 ár. S. 567 4046 & 892 0808. ATVINNA Atvinna í boði APARTMENT K NIGHT PORTER JOB DESCRIPTION Applicant will be responsible for the smooth, efficient running and security of the hotel during the night. Duties will include portering, security, reception, laundry assisting staff and guests in any way possible. The ideal applicant will be able to lead by example, have excellent customer service skills and be able to work in a team or on own initiative. Salary is according to union agreement. Please sent your c.v. to sales@apartmentk.is ÞJÓNN ÓSKAST! Óskum eftir vönum þjón í framtíðarvinnu. Vaktarvinna 2-2-3 ca. frá klukkan 11 - 20. Íslensku kunnátta skilyrði. Upplýsingar í s. 899 1965 GINGER LÁGMÚLA Vantar hressan aðstoðarkokk sem getur unnið á vöktum, getur byrjað strax, er reyklaus og ekki yngri en 20 ára. Ef þú hefur áhuga komndu þá til okkar í Lágmúla (inni í 10-11) og fylltu út starfsmannaumsókn. Markaðsstarf fyrir hótel og ferðaþjónustu. Tímabundið verkefni. S. 696 9696. Atvinna óskast VANTAR ÞIG SMIÐI, MÚRARA EÐA JÁRNABINDINGAMENN? Höfum á skrá menn sem óska eftir mikilli vinnu. Geta hafið störf nú þegar. Starfsmannaþjónustan S. 661 7000. TILKYNNINGAR Einkamál Björt framtíð óskar eftir að komast í samband við frjálslynda sjálfstæðismenn með tilbreytingu í huga. Áhugasamir merkið x við A 27 apríl. Staða skólastjóra við Melaskóla Skóla- og frístundasvið Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra við Melaskóla er framlengdur til 17. mars 2013. Melaskóli er í vesturbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru um 550 nemendur í 1.-7. bekk. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Vellíðan, samvinna, metnaður og sköpunargleði eru grundvallargildi skólastarfs Melaskóla og þar er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi. Í skólanum er unnið að markmiðum Grænna skrefa Reykjavíkurborgar og eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Í Melaskóla er bekkjakerfi þar sem fjölbreyttir kennsluhættir og náið samstarf eru í fyrirrúmi. Útikennsla, raungreinar og list- og verkgreinar eru mikilvægir þættir í starfsemi skólans. Skólinn er í grónu hverfi og er samstarf við heimili, félagasamtök og stofnanir í nærumhverfinu með miklum ágætum. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða skólann inn í framtíðina, býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur góða og víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Óskað er eftir því að með umsókninni fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið. Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um fram- sækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2013. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2013. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða fram- sækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Staða skólastjóra við Háaleitisskóla Skóla- og frístundasvið Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra Háaleitisskóla er framlengdur til 17. mars 2013. Háaleitisskóli er í austurbæ Reykjavíkur. Skólinn hóf starfsemi sína árið 2011 eftir sameiningu Álftamýrarskóla og Hvassaleitis- skóla. Skólinn starfar á tveimur starfsstöðvum, Álftamýri (1.-10. bekkur) og Hvassaleiti (1.-7. bekkur). Í skólanum eru um 480 nemendur. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Áræðni, virðing og ábyrgð eru grundvallargildi skólastarfs Háaleitisskóla. Teymi kennara vinna saman og er litið á árganga sem heild með sveigjanlegar hópaskiptingar. Með þessu fyrirkomulagi gefast tækifæri til fjölbreyttra vinnubragða sem stuðla að vellíðan og árangri nemenda. Útikennsla, list- og verkgreinar eru mikilvægir þættir í starfsemi skólans. Skólinn er í grónum hverfum og er samstarf við heimili, félagasamtök og stofnanir í nærumhverfinu með miklum ágætum. Leitað er að einstaklingi sem hefur kunnáttu og færni til að leiða faglegt starf við sameinaðan skóla, býr yfir leiðtogahæfileik- um, hefur góða og víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Óskað er eftir því að með umsókninni fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið. Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um fram- sækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2013. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2013. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í SÚÐAVÍKURHREPPI Tillaga að deiliskipulagi á Hlíð í Álftafirði Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti á fundi sínum þann 28. febrúar 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi á Hlíð í Álftafirð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 15 lóðum fyrir frístundahús, 6 fyrir stök hús ofan þjóðvegar og 9 lóðum neðan þjóðvegar. Á 8 lóðum neðan þjóðvegar er gert ráð fyrir stökum frístunda- húsum en á einni er gert ráð fyrir sambyggingu fjögurra frístunda- húsa. Á einni lóð neðan þjóðvegar er gert ráð fyrir geymslu fyrir báta og flotbryggju. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir skjólbeltarækt til að draga úr áhrifum vinda og umferðarhávaða á svæðinu. Tillagan ásamt greinargerð verður til sýnis á skrifstofu Súðavíkur- hrepps, Grundarstræti 1-3, Súðavík, virka dag frá kl. 10:00-12:00 og frá 13:00-15:00 frá og með 8. mars til og með 20. apríl 2013. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu Súðavíkurhrepps, www.sudavik.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 25. apríl 2013. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Súðavíkurhrepps Grundarstræti 1-3, 420 Súðavík. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir innan tilskilins frests, telst samþykkja tillöguna. F.h. Súðavíkurhrepps Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri tilkynningar FIMMTUDAGUR 7. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.