Fréttablaðið - 07.03.2013, Síða 42

Fréttablaðið - 07.03.2013, Síða 42
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 34 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skrifar í Fréttablaðið þann 22. febrú- ar sl. og svarar gagnrýni minni á þversagna kenndar árásir hans á utanríkis- málastefnu Sjálfstæðis- flokksins. Í greinarbút hans má þó trauðla finna mótrök við gagnrýni minni og má helst lesa á milli lína að þar sé ráðherrann að koma á framfæri ákalli til Sjálfstæðis- flokksins um að hjálpa sér við að koma Íslandi í ESB. Áréttað var á nýafstöðnum lands- fundi að Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið fyrir utan ESB. Aðildar viðræður ríkisstjórnarinnar við ESB eru í ógöngum og því er beiðni Össurar um aðstoð í því máli skiljan leg. Sáttaboð Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu til að skera úr um framhald viðræðnanna stendur enn og var ítrekað í álykt- un landsfundar um utanríkismál þó með breyttu orðalagi um að hætta viðræðum í stað þess að gera hlé. Vilji Össur ekki einangra sinn flokk enn frekar er rétta leiðin að slást í lið með Sjálfstæðisflokknum og leggja málið fyrir þjóðina. Það er lýðræðisleg leið sem best er til þess fallin að skapa sátt um þetta mikla ágreiningsmál. Utanríkisstefna Íslands á að fel- ast í því að treysta stöðu þjóðar- innar með því að efla frjálsræði í viðskiptum og nýta þau marg- víslegu tækifæri sem felast í vax- andi alþjóðastarfi og samvinnu við aðrar lýðræðisþjóðir sem hafa frið, frelsi og mannrétt- indi að leiðarljósi. Þetta er kjarninn í utanríkisstefnu Sjálfstæðis flokksins og um þetta markmið hafa sjálfstæðis- menn og kratar haft ágætt samstarf gegnum tíðina. Þannig sér Össur, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn, að fyrirhugaður fríverslunarsamn- ingur milli ESB og Bandaríkjanna getur skapað grunn að miklum tækifærum í alþjóðaviðskiptum. Það eru því talsverðir hagsmunir í húfi fyrir Ísland að leita leiða til að koma að því borði og gerast aðili að slíkum samningi. Sjálfstæðismenn munu aldrei sætta sig við gjaldeyrishöft og þeim er full ljóst að við núverandi ástand efnahagsmála, eins og ríkisstjórnin kýs að skilja frá borði, verður ekki unað. Var ályktað á landsfundi að íslenska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðar- innar ef taka á þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Aðalatriði er að innganga í ESB felur ekki í sér neinar efnahags- legar lausnir sem við Íslendingar getum ekki sjálfir ráðist í að fram- kvæma. Það eru því blákaldir hags- munir Íslands sem eiga að ráða för en ekki tálsýnin um töfralausn ESB-aðildar. Er Ísland ríkt af vatns- orku og jarðvarma- orku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum full virkjað sín vatnsföll. Heildar- aflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun. Í bið- flokki eru um 385 MW og er þar um að ræða virkj- anir á Suðurlandi og á Vest fjörðum. Aukið rennsli jökulvatna vegna hlýnunar gæti bætt tímabundið við einum 150-200 MW í núverandi virkjunum. Þetta merkir að fyrir- sjáanlega nær virkjað vatnsafl ekki 10% af því norska. Jarðvarmaorkuver framleiða núna um 710 MW af rafafli, auk varmaafls sem felst í heitu neyslu- vatni. Í undirbúningi og nýtingar- flokki eru virkjanir með um 780 MW af rafafli. Til saman- burðar má líta til Bandaríkj- anna en þar eru um 3.200 MW rafafls framleidd með jarð- varma. Fyrirsjáanlega næði Ísland að framleiða innan við helming þess. Kína, með sinn 1,3 milljarð íbúa, nýtir yfir 3.000 MW af lágvarma, mest til hitunar, en aðeins 30 MW til raforkuframleiðslu. Sennilega er hægt að framleiða hér um 4.000 MW í vatnsorku- og jarðhitaorkuver- um eða innan við tvöfalt núver- andi rafafl. Vissulega er það mikið miðað við íbúafjölda en lítið þegar þess er gætt að tvö og hálft breskt kjarnorku ver býr yfir sama afli. Við njótum þess að búa svona fá í landi með 11% jökulþekju (i bili!) og um 30 háhitasvæðum. Raforka þessara auðlinda er endanleg með núverandi tækni en ekki næstum ótæmandi eins og stundum mætti halda af óvarlegum orðum. Gætum að því. Aðrar leiðir Líta má til annarra leiða í raforku- framleiðslu. Vindorka er sambæri- leg hér við mörg önnur lönd. Stóru myllurnar tvær við Búrfell fram- leiða innan við 2MW og það þyrfti um 90 slíkar til að ná sama afli og í nýju Búðarhálsvirkjuninni. Virkjun sjávarfallastrauma er kleif og ef til vill má líka framleiða nokkuð dýra raforku í himnuvirkjunum (osmósu- virkjunum) þar sem ferskt og salt vatn í árósum er nýtt. Enn hefur íslenska djúpborunar- verkefnið (IDDP) ekki opnað fyrir orkustrauma sem fræðilega séð eru á 5-6 km dýpi. Takist að virkja þá gæti jarðvarmaorkuforðinn marg- faldast en það á eftir að koma í ljós. Ef horft er, án gömlu sölu- mennskutakta hrunsins og af raunsæi, á þessar staðreyndir er ljóst að við verðum að vanda okkur. Vanda til þess hvernig fáein þús- und megavött af raforku eru notuð á næstunni en af henni fer fyrirsjáan- lega yfir helmingur til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Eigum við að nefna innlendan iðnað, land- búnað með jarðvarma, eldsneytis- framleiðslu og afl til að mæta mannfjölgun? Miðað við núverandi þróun þarf 500-600 MW, bara til að mæta almennri raforkuþörf fram til 2050. Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhita- klasans. Þar koma um 80 stofnan- ir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. Þetta er afar mikilvægt starf (sjá www.gekon.is). Ég hef haft tækifæri til að snerta klasann örlítið á sviði umhverfis- mála. Samvinnan kristallar kunn- áttuna hér heima í jarðhitafræðum og jarðhitanýtingu og í henni liggur útflutningsgeta okkar. Hún byggir m.a. á upplýsingum um staðreynd- ir, til dæmis um kosti og galla jarð- varmans, fyrirmyndum að varkárri og fjölþættri nýtingu og á jarðbund- inni sýn á möguleikum Íslendinga sem og annarra þjóða. Í vikunni fer fram stór alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem klasinn efnir til. Ísland er nýbúið að hafa forystu um að koma upp stóru alþjóðlegu samvinnuverkefni um nýtingu jarð- hita í Austur-Afríku og hefur um langt skeið unnið að jarðhitaverk- efnum í mörgum löndum. Það eru mikilvæg skref og jarðbundin. Jarðbundin sýn á orkulindir Tölvunördar stofnuðu stórfyrirtæki upplýsinga- byltingarinnar: Micro- soft, Apple og Google. Tölvunördar sköpuðu stærstu samfélög inter- netsins: Facebook, Twit- ter og YouTube. Tölvunör- dar eru hetjurnar í dag og nú eru þeir ásamt stórum hópi tæknisinnaðs fólks um allan heim að færa sig inn á svið stjórnmálanna til að tryggja réttindi sín á internetinu. Stjórnmálaleg vakning Peter Drucker, faðir nútíma- stjórnunar, skrifaði grein titlaða „Handan upplýsingabyltingarinn- ar“ rétt fyrir aldamótin síðustu. Þar benti hann á að upplýsinga- byltingin hefði hegðað sér eins og iðnbyltingin og prentbyltingin þar á undan. Í hálfa öld var nýja tæknin nánast alfarið notuð til að gera hraðar og ódýrar sömu gömlu hlutina. Að því kom svo að tæknin var notuð til að gera eitthvað alveg nýtt sem gjör- bylti sviði viðskipta, stjórnmála og samfélaginu í heild. Drucker sagði nánast öruggt að upplýs- ingabyltingin myndi hegða sér eins innan 20 ára, en enginn gæti enn árið 1999 spáð fyrir um hver nýjungin yrði. Zbigniew Brzezinski, ráðgjafi Obama og gamall refur í alþjóða- stjórnmálum, skrifaði svo níu árum á eftir Drucker grein í The New York Times sem hann titlaði: „Stjórnmálaleg vitundar vakning heimsins.“ Þar sagði hann að: „Í fyrsta skipti í sög- unni er nærri allt mann- kynið stjórnmálalega virkt, stjórnmálalega meðvitað og á stjórnmála- leg samskipti sín á milli.“ Þessi vakning hefur átt sér stað vegna Facebook, YouTube og annarra net- samfélaga sem komust fram hjá einokun marg- miðlunarrisa og ríkis- valds á miðlun og túlkun upplýsinga. Rétt eins og prentvél Gutenbergs gerði fyrst Lúter og svo nýjum samfélög- um, bæði trúar- og fræðimanna, fært að komast fram hjá einok- un presta og prinsa á miðlun og túlkun upplýsinga. Stjórnmála- leg vakning prentbyltingarinnar færði í kjölfarið megnið af mann- kyninu undan alræði presta og prinsa, og undir vald lýðræðis- lega kjörinna fulltrúa. Sjálfsvörn netsamfélaganna Tvíeyki margmiðlunarrisa og ríkisvalds reynir nú á öllum víg- stöðvum að fá í gegn lög, eins og SOPA á síðasta ári, sem gefa þeim heimildir til að loka samfélögum internetsins. Píratar eru stjórn- málaarmur internetsins sem rís upp til að verja notendur þess og netsamfélög. Þeim finnst þeir vera að verja heimili sitt og fátt skapar meiri samstöðu og seiglu. Aðeins sjö árum frá stofnun fyrsta stjórnmálaflokks Pírata eru 600.000 skráðir Píratar með fleiri en 250 kjörna fulltrúa á löggjafarsamkundum um allan heim. Pírötum mun svo óhjá- kvæmilega halda áfram að fjölga ár frá ári þegar nýr árgangur ungs fólks sem býr á netinu nær kosningaaldri. Svo verði þeim að góðu sem vilja reyna að spyrna gegn stjórnmálalegri vakningu upplýsingabyltingarinnar. Framtíðarsýn Pírata Framtíðin er í höndum fólks sem skilur internetið, og framtíð- in sem það mun skapa er falleg. Á netinu, sem mótar gildismat þeirra, eru samfélög sam hjálpar og sjálfsákvörðunar, þar sem fólk hefur rétt til upplýsinga og ákvörðunar um málefni sem það varðar. Sívaxandi hluti þessa fólks er farinn að skipuleggja sig og hefur stofnað Pírataflokka í rúmlega sextíu löndum til að tryggja að stjórnkerfi og lög endurspegli þessi gildi netsam- félaganna. Hópur fólks sem vill slíkar lagabreytingar hérlendis tók nýlega upp merki Pírata og áherslur þeirra má sjá á piratar. is. Píratar eru stjórnmála- hreyfi ng internetsins Blákaldir hagsmunir Íslands UTANRÍKISMÁL Teitur Björn Einarsson lögmaður ➜Vilji Össur ekki einangra sinn fl okk enn frekar er rétta leiðin að slást í lið með Sjálfstæðis- fl okknum... ➜ Framtíðin er í höndum fólks sem skilur internetið, og framtíðin sem það mun skapa er falleg. Á netinu, sem mótar gildismat þeirra, eru samfélög samhjálpar og sjálfsákvörðunar, þar sem fólk hefur rétt til upplýsinga og ákvörðunar um málefni sem það varðar. ➜ Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhitaklasans. Þar koma um 80 stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. ORKUMÁL Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur STJÓRNMÁL Jón Þór Ólafsson býður fram á lista Pírata í Reykja- víkurkjördæmi suður.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.