Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 44
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 36TÍMAMÓT „Ég ætla nú bara að vera með minni nánustu fjölskyldu í dag,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og formaður Kattavinafélagsins, sem fagnar sextugsafmæli í dag. Anna Kristine segist taka hverjum afmælis- degi fagnandi. „Ég er alveg hræðilega mikið afmælisbarn og held alltaf upp á afmælið mitt. Ég held reyndar líka upp á nafna daginn minn sem er 27. júlí og svo hef ég líka haldið upp á afmæli kattanna minna,“ segir Anna Kristine, sem hefur stundum blásið til heljarinn- ar stórveislu þegar hún hefur átt stór- afmæli. „Þegar ég var fimmtug bauð ég 250 manns í veislu og ég hélt 300 manna boð þegar ég varð fertug. Að þessu sinni verð ég hins vegar bara með mínum allra nánustu í kaffi og svo ætlar einkadóttir mín hún Lízella að bjóða mér út að borða í kvöld, á ein- hvern óvæntan stað,“ segir Anna Krist- ine, sem horfir björtum og jákvæðum augum á lífið. „Ég fagna því að verða sextug og finnst bara að maður eigi að meta hvern dag, skítt með aukakíló og hrukkur. Það sem mestu máli skiptir er að eiga góða vini og fjölskyldu. Og það á ég svo sannarlega.” Anna Kristine greindist með parkinson-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum. „Hann hefur tekið sinn toll auð- vitað en mér gengur samt mjög vel að glíma við sjúkdóminn og mér líður bara mjög vel,” segir Anna Kristine, sem er nýflutt úr 101, þar sem hún hefur alltaf búið, yfir í annað póst- númer eins og hún orðar það sjálf. „Ég er nú komin yfir í 105 í fyrsta skipti og líkar alveg stórvel.” Það er skammt stórafmæla á milli hjá Önnu Kristine því síðast liðinn föstudag hélt hún upp á að hafa verið 36 ár í fjölmiðlum eða viðloðandi þá. „Ég skrifa enn greinar í lausamennsku stöku sinnum. Þetta er skemmtileg baktería, fjölmiðla bakterían, sem mjög erfitt er að losna við,” segir Anna Kristine að lokum. sigridur@frettabladid.is Fagna því að vera sextug Anna Kristine Magnúsdóttir er sextug í dag og tekur afmælisdeginum fagnandi. ANNA KRISTINE Ver sextugsafmælinu með nánustu ættingjum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRMANN EIRÍKSSON Hörgsholti 33, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 3. mars í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 11. mars kl. 15.00. Sigrún Gísladóttir Jón Gestur Ármannsson Ásta Birna Ingólfsdóttir Steinunn Eir Ármannsson Timothy William Bishop Hermann Ármannsson Birna Rut Björnsdóttir Hildur Hinriksdóttir Ingólfur Níels Árnason Helgi Hinriksson Bryndís Fanney Guðmundsdóttir Gísli Pétur Hinriksson Kristjana Vignisdóttir og barnabörnin sextán. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SALVARSDÓTTIR fyrrum húsfreyja í Vigur lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 1. mars. Útför hennar fer fram frá Ögurkirkju laugardaginn 9. mars kl. 11. Hafsteinn Hafliðason Iðunn Óskarsdóttir Björg Baldursdóttir Ragnheiður Baldursdóttir Óskar Óskarsson Bjarni Baldursson Salvar Baldursson Hugrún Magnúsdóttir Björn Baldursson Ingunn Ósk Sturludóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og stuðning í veikindum og við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR HALLGRÍMSSONAR lyfjafræðings. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki hjúkrunarþjónustunnar Karítas og líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir alúð og umhyggju. Anna Guðrún Hugadóttir Vera Guðmundsdóttir Þórarinn Blöndal Daði Guðmundsson Dianne Y. Guðmundsson Hugi Guðmundsson Hanna Loftsdóttir Alma Guðmundsdóttir Eva Magnúsdóttir Tinna Magnúsdóttir Hildur Blöndal Unnar Blöndal Jóhanna Hugadóttir Una Hugadóttir Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR RÓSA JÓSEPSDÓTTIR Fjarðarhorni, Hrútafirði, sem lést 28. febrúar sl., verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju laugardaginn 9. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs eða Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Sigurður Geirsson Jósep Rósinkarsson Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir Þorbjörg Helga Sigurðardóttir Helgi Pétur Magnússon Elísabeth Inga Ingimarsdóttir Andrés Smári Magnússon Rebekka María Jóhannesdóttir Kristján Magnússon Þórdís Sif Sigurðardóttir Gunnlaugur I. Gretarsson Jósep Magnússon Ragnheiður Eyþórsdóttir Þorvaldur Geir Sigurðsson Stefanía Anna Þórðardóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi ÓSKAR INGÓLFUR ÁGÚSTSSON múrarameistari Sóleyjarima 3 lést á Landspítalanum 1. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 11. mars kl. 15:00. Anna Jónsdóttir Ómar Óskarsson Ásdís Petra Kristinsdóttir Ósk Óskarsdóttir Númi Björnsson Kristín Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns og föður okkar, GÚSTAFS LÁRUSSONAR Jöldugróf 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skógarbæjar fyrir hlýja og góða umönnun. Þórhildur Magnúsdóttir Ásta Gústafsdóttir Eyjólfur Magnússon Hildur Gústafsdóttir Björn Eymundsson Hulda Smith Othar Smith Auður Gústafsdóttir Margrét Gústafsdóttir Guðrún Gústafsdóttir Þorsteinn Hansson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir okkar, JÓHANNA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Mýrum, Flóahreppi, andaðist sunnudaginn 3. mars á Landspítalanum við Hringbraut. Kristinn Sigurðsson Sigríður F. Sigurðardóttir Margrét Sigurgeirsdóttir Hinn 7. mars 1965 réðist 200 manna lið lögreglu og sjálfboðaliða í lögregluliði Alabama í Bandaríkjunum á 500 manna kröfugöngu svartra og hvítra þar sem krafist var aukinna mannréttinda. Fólkið vildi knýja á um jafnan rétt svartra og hvítra til að kjósa, en ganga átti frá borginni Selma til höfuðstaðar fylkisins, Montgomery. Að minnsta kosti fimmtíu manns urðu fyrir meiðslum þegar lögreglan réðist til atlögu með táragasi, svipum og kylfum. Ríkisstjórinn hafði gefið skipun um að stöðva skyldi gönguna „til að tryggja öryggi almennings“. Að minnsta kosti sautján voru lagðir á sjúkrahús með brákaðar höfuðkúpur og útlimi, auk þess sem fólk þjáðist af völdum táragassins. Miðpunktur baráttunnar um jafnan kosningarétt til handa svörtum í Banda- ríkjunum hafði síðan 1963 verið í Selmu. Mótmæli sem fram fóru í janúar og febrúar 1965 voru barin niður með valdi, en þar lést meðal annars baráttu- maðurinn Jimmy Lee Jackson. Tveimur dögum eftir ofbeldisverkin í Selma stóð mannréttindafrömuðurinn dr. Martin Luther King fyrir annarri göngu. Hópur hans féll á kné og bað til guðs fyrir framan lögregluliðið sem stöðvaði gönguna, en ekki kom til átaka í það skipti. Dr. King höfðaði síðan mál fyrir alríkis- dómi þar sem hann vildi fá viðurkenndan rétt fólks til að ganga fylktu liði til Montgomery. Hinn 21. mars fór svo fram þriðja og síðasta gangan, þá undir vernd lögreglu. Í lok göngunnar voru fleiri þúsund manns viðstaddir mótmælafund og í ágúst sama ár var kosningalögum breytt þannig að bannað var að viðhafa ólíkar aðferðir á kjörstað eftir litarhafti eða kynþætti kjósenda. ÞETTA GERÐIST 7. MARS 1965 Mannréttindaganga stöðvuð með ofb eldi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.