Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 50
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42MENNING
KOMIN
Í KILJU!
Bílgreinasambandið
Kl. 14:00 – 15:30 Sérgreinafundir
Almenn verkstæði
Málningar- og réttingarverkstæði
Sölusvið
Kl. 15:30 – 15:45 Kaffihlé
Kl. 15:45 – 16:00 Setning fundar:
Sverrir Viðar Hauksson formaður BGS.
Kl. 16:00 – 16:30 Erindi:
Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra
Kl. 16:30 – 17:00 Venjuleg aðalfundarstörf
Dagskrá skv. 8. gr. laga BGS
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar skýrðir og bornir upp til samþykktar.
3. Kosning formanns.
4. Kosning stjórnar.
5. Önnur mál.
Stjórn BGS
Aðalfundur BGS 2013
Hótel Saga
fimmtudaginn 21. mars kl. 14:00
„Það er mjög ánægjulegt að hafa
fengið þessi verðlaun,“ segir Jón
Ólafsson, prófessor við Háskólann
á Bifröst, sem í gær hlaut verðlaun
Hagþenkis fyrir bók sína Appels-
ínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch,
Halldór Laxness og hreinsanirnar
miklu, en Hagþenkir hefur frá árinu
1986 veitt verðlaun fyrir fræðirit
sem skara fram úr.
Bókin byggir á áralöngum rann-
sóknum Jóns á viðfangsefninu en
Vera Hertzsch sem var barnsmóðir
Benjamíns Eiríkssonar bankastjóra
og hagfræðings var tekinn höndum í
Moskvu ásamt dóttur þeirra Benja-
míns vorið 1938. Jón fór upphaf-
lega að grennslast fyrir um afdrif
hennar fyrir ættingja Benjamíns.
„Þeir höfðu fengið upplýsingar sem
reyndust svo ekki réttar. En í fram-
haldinu kannaði ég heimildir sem
tengdust mæðgunum þegar ég var í
Rússlandi og smám saman kviknaði
sú hugmynd að segja sögu Veru. Ég
hafði þó ekki áhuga á því að skrifa
hefðbundna ævisögu heldur stefndi
ég að því að nota sögu hennar til að
varpa ljósi á lífið í gúlaginu og mek-
Hugsar mest um
gúlag og lýðræði
Jón Ólafsson prófessor og rithöfundur hlaut verðlaun Hagþenkis í gær fyrir
bókina Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar
miklu. Verðlaunin eru veitt fyrir besta fræðiritið ár hvert.
VERÐLAUNIN
VEITT Jón Ólafsson
að lokinni verðlauna-
afhendingu Hag-
þenkis ásamt Ólafi K.
Nielsen, náttúru-
fræðingi og form-
anni viðurkenninga-
ráðsins. Verðlaunafé
er ein milljón króna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Jón Ólafsson hefur auk bókarinnar Appelsínur frá Abkasíu samið ritið
Kæru félagar. Íslenskir sósíalistar og Sovétríkin 1920 til 1960, og árið 2009
gaf hann út greinasafnið Andóf, ágreiningur og áróður. Jón gegnir stöðu
prófessors við Háskólann á Bifröst og hefur verið aðstoðarrektor frá 2011.
Hann stundaði nám í heimspeki í Moskvu og New York.
➜ Lærði í Moskvu og New York
BÆKUR ★★★ ★★
Sumar án karlmanna
Siri Hustvedt.
Þýðing: Nanna Þórsdóttir
VAKA HELGAFELL 2013
Siri Hustvedt er sennilega
þekktust fyrir að vera eigin-
kona bandaríska rithöfund-
arins Paul Auster en hún er
þó fínasti rithöfundur sjálf
og hefur skrifað nokkrar merki-
legar bækur. Sumar án karlmanna
kom út árið 2011 og er í ýmsu frá-
brugðin fyrri bókum hennar. Hér
er slegið á léttari strengi og reynt
að skoða gömlu söguna um kon-
una sem eiginmaðurinn yfirgefur
fyrir aðra yngri með nýjum gler-
augum, blanda saman kómedíu í
anda gamalla Hollywood-mynda,
tilvitnunum í ýmis ljóðskáld, upp-
talningum á ýmsum fáránlegum
kenningum sem settar hafa verið
fram í gegnum tíðina um muninn
á körlum og konum og segja í leið-
inni sögu af konum sem glíma við
heiminn hver á sinn hátt.
Söguþráðurinn er í stuttu máli sá
að eftir að eiginmaðurinn yfir gefur
aðal persónuna Miu
fær hún tauga-
áfall, er lögð á
geðdeild og miss-
ir gjörsamlega fót-
anna í lífinu. Batn-
ar þó furðu fljótt og
heldur á æsku slóðir
til að sinna aldr-
aðri móður sinni og
kenna ungum stúlk-
um ljóðlist. Til-
valin umgjörð til að
segja sögur mismun-
andi kvenna á öllum
aldri. Vandamálið er bara að þær
kvennasögur sem hér eru sagðar
eru orðnar nokkuð útjaskaðar og
hafa komið fyrir í óteljandi banda-
rískum kvikmyndum og kvenna-
bókum. Gömlu konurnar sem fyrst
fengu tækifæri til að lifa sínu lífi
eftir að eiginmennirnir kvöddu
eða dóu og unglingsstelpnaklíkan
sem leggur eina stelpu í einelti eru
ekki sérlega frumlegur vinkill á
lífssögur kvenna. Þegar við bætist
að aðalsöguhetjan hefur í raun ekki
áhuga á að setja sig inn í líf þess-
ara kvenna sem hún er að reyna
að lýsa heldur hugsar stöðugt um
eiginmanninn svikula, sem hafði
slegið þann varnagla áður en hann
fór að hann þyrfti bara pásu frá
hjónabandinu, er ekki von á góðu.
Karlmannslausa sumarið er undir-
lagt af eiginmanninum þótt hann
sé fjarverandi og konurnar eru
aukapersónur. Niðurstaðan enn ein
klisjan; kona sem ekki er elskuð er
ekki hamingjusöm.
Það sem bjargar sögunni frá
því að verða bara enn ein amer-
íska vellusagan er hvað Hustvedt
er lipur penni, greind og víðlesin.
Manni leiðist aldrei við lesturinn,
glottir jafnvel út í annað við og við
en hér er varla að finna nokkra
hugmynd sem ekki hefur verið
þaulnotuð áður né er nýju ljósi
varpað á nokkurn hlut. Sem vissu-
lega eru gríðarleg vonbrigði þegar
höfundur eins og Hustvedt á í hlut.
Þýðing Nönnu Þórsdóttur er í
alla staði prýðileg, rennur vel og
ber engan keim af ensku frum-
textans. Hún hefur lagt sig í líma
við að finna íslenskar sam svaranir
svolítið sérviskulegs málfars
höfundar ins og tekist það ótrúlega
vel. Virkilega vel unnin þýðing.
Friðrika Benónýsdóttir
NIÐURSTAÐA: Vel og skemmtilega
skrifuð saga um útjaskað efni.
Yfirgefna konan finnur sig – eða ekki
anisma valdsins í Sovétríkjunum á
dögum Stalíns,“ segir Jón, sem fann
gögn um dvöl Veru í gúlaginu en
studdist einnig við heimildir um líf
kvenna sem dvöldust í sömu búðum
og Vera og höfðu þannig hugsanlega
kynni af henni.
„Þetta er að mörgu leyti lesenda-
væn aðferð, að nálgast söguna út frá
einstaklingum, og ég hef að mestu
leyti fengið mjög jákvæð viðbrögð
fyrir þó að ritdómarar hafi að sjálf-
sögðu líka gagnrýnt bókina. Það er
bara gott að fólk sé ekki sammála
um það hvernig vinna á hlutina eða
hvaða aðferð er best til að segja
sögu. En þetta er mín leið og ég vona
bara að sem flestir kynni sér hana.“
Þrátt fyrir að verkinu um Veru sé
lokið hefur Jón haldið áfram vinnu
sinni við rannsóknir á fangabúð-
um Sovétmanna, gúlaginu. „Það er
mikil gróska í rannsóknum í gúlag-
inu og hlutverki þess og fyrirferð í
Sovétríkjunum. Eftir að skjalasöfn
í Rússlandi opnuðust varð fræði-
mönnum kleift að rannsaka gúlagið
ítarlegar. En ef gúlagrannsóknir
eru bornar saman við rannsóknir á
fangabúðum nasista er ólíku saman
að jafna. Enn hefur svo miklu meira
verið skrifað um þýskar fanga-
búðir.“
Gúlagið er þó ekki það eina sem
á hug Jóns um þessar mundir, hann
vinnur líka að rannsóknum um lýð-
ræði. „Það má segja að þetta séu
aðaláhugamálin þessa dagana:
gúlag og lýðræði,“ segir hann að
lokum. sigridur@frettabladid.is
Endurmenntun Háskóla Íslands og Stórsveit Reykja-
víkur standa að námskeiði sem er í höndum Sigurðar
Flosasonar. Þar verður farið í gegnum sögu stór-
sveita í djasstónlist frá miðjum þriðja áratug síðustu
aldar til nútímans. Þróun formsins verður rakin og
fjallað um helstu stíla, hljómsveitir og mikilvæga ein-
staklinga. Kennt verður tvö kvöld, 18. og 25. mars, að
Dunhaga 7. Skráningarfrestur er til 11. mars.
Námskeiðinu lýkur með tónleikum Stórsveitar
Reykjavíkur í Hörpu laugardaginn 30. mars. Efnis-
skráin verður vörðuð gullmolum sögunnar. Tónleika-
miði er innifalinn í námskeiðsgjaldi. - gun
Saga stórsveita
Námskeiði sem haldið verður um sígildar stórsveitir
sögunnar lýkur með tónleikum Stórsveitarinnar.
SIGURÐUR
FLOSASON