Fréttablaðið - 07.03.2013, Side 58

Fréttablaðið - 07.03.2013, Side 58
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 30 þúsund gestir sóttu HönnunarMars í fyrra samkvæmt könnun Capacent. 500 manns sækir fyrirlestrardag HönnunarMars í Þjóðleikhúsinu. 50 erlendir blaðamenn sækja HönnunarMars 2013. 100 er fjöldi viðburða á HönnunarMars. 300-400 hönnuðir sem taka þátt í HönnunarMars. KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is GUÐRÚN BERGMANN rithöfundur og fyrirlesari kennir leiðir til að takast á við þessa földu fíkn, sem hefur ótrúlega eyðileggjandi áhrif á heilsuna og sýnir hvernig hægt að eiga „sætt“ líf án sykurs! Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl. 18:30 - 21:00. Námsgögn með víðtækum upplýsingum innifalin. Verð 4.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning á ung@gudrunbergmann.is og www.ungaollumaldri.is Á námskeiðinu verður farið vandlega yfir: • Hvernig sykurfíknin birtist og þau skaðlegu áhrif hún hefur á heilsuna. • Hvernig hægt er að forðast sykur í mat með því að þekkja „dulnefni“ hans hjá framleiðendum matvæla. • Mismunandi sykurstuðla fæðuflokka og hvaða sætuefni ber að nota. • Hvernig frelsið frá fíkninni veitir þér aukna líkamlega orku, heilbrigðari og stinnari húð, bætta meltingu og betra skap. Fimmtudaginn 14. mars Viltu takast á vi› sykurfíknina? Vegna mikillar eftirspurnar höfum við bætt við námskeiði! VÍK PRJÓNSDÓTTIR Þjóðmenningarhúsið, bókasalur Vík Prjónsdóttir kynnir með stolti nýja útgáfu af Selshamnum í samstarfi við bresk-japanska hönnunarteymið Eley Kishimoto. Frumsýndir eru einnig nýir treflar og teppi. Opnun sýningarinnar er fimmtudaginn 14. mars kl. 16. Vík Prjónsdóttir býður einnnig á opinn málfund föstudaginn 15. mars kl. 13 í Bókasal Þjómenningarhússins þar sem fjallað verður um íslensku ullina, iðn- aðinn og framtíðina. Fundarstjóri er Ari Trausti Guðmundsson. Yfi r 100 viðburðir fara fram á HönnunarMars í ár og dagskráin fj ölbreytt dagana 14-17.mars. Þessi alls herjar hönnunarhelgi hefur fest sig í sessi hér á landi enda mikil gróska í hönnunarsenunni. Frétta- blaðið tók saman nokkra viðburði sem hönnunar- unnendur mega ekki láta framhjá sér fara í næstu viku. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef- síðunni honnunarmars.is. HRINGRÁS Mokka kaffi, Skólavörðustíg 15 grafískir hönn- uðir og myndskreytar sýna á hinu forn- fræga Mokka Kaffi við Skólavörðustíg. Fjallað er um hring- rás í víðu ljósi og hver hönnuður túlkar hringrás á sinn hátt í einu myndverki. Sýn- ingin verður einnig sett upp í TastyS- pace í Las Vegas í apríl. Þátttakendur í sýningunni eru: Þor leifur Gunnar Gíslason, Bobby Breiðholt, Signý Kol- beinsdóttir, Elli Egils- son, Siggi Odds, Hrefna Sigurðardóttir, Kristín Agnars- dóttir, Dóri Andrésson, Kristjana S Williams, Hrafn Gunnars, Sig Vicious, Jónas Valtýsson, Erla María Árnadóttir, Alli Metall, Ragnar Freyr og Halldór Andri Bjarnason. VERÐLAUNA-OG UPPSKERUHÁTÍÐ FHI, Félag húsgagna- og innanhúsarkitekta Listasafn Reykjavíkur– Kjarvalsstaðir, Flókagötu Verðlaunaafhending og opnunarhóf föstudaginn, 15. mars frá kl. 16-18 Verðlauna- og uppskeruhátíð Fhi fer fram í fyrsta sinn í Listasafni Reykja- víkur, Kjarvalsstöðum, á HönnunarMars 2013. Hönnunarverðlaun Fhi eru veitt fyrir framúrskarandi verkefni félagsmanna unnin á árunum 2007-2012. Á sýningunni má sjá valin verkefni húsgagna- og innanhússarkitekta. Markmið sýningarinnar er að auðga skilning og þekkingu almennings á því sem býr að baki starfi innanhússarkitekta. Um leið örva upplifun og efla vitund þeirra um gildi innanhússarkitektúrs sem er ein þeirra sjónlista sem helst hefur mótandi áhrif á sjónrænt umhverfi okkar og daglegt líf. Verkefnin sem taka þátt í Hönnunarverðlaunum Fhi eru flokkuð í fjóra yfir- flokka. Dómnefnd velur vinningshafa fyrir hvern flokk sem og þau verkefni sem til sýnis verða. SAMSUÐA Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa Opnunarhóf fimmtudaginn 14. mars kl. 20. Félag Vöru- og iðnhönnuða státar af rúmlega 100 félagsmönnum sem vinna á mjög ólíkum sviðum. Á sam- sýningu þeirra í ár frumsýna 18 hönnuðir ólík verk, frá húsgögnum til upplifunarhönnunar, kertum til gervilima. Þátttakendur: Björg í bú, IHANNA HOME– Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir og Halla Björk Kristjánsdóttir, Stefán Pétur Sólveigarson, RIM– Ragnheið- ur I. Margeirsdóttir, Össur-Sindri Páll Kjartansson, Krukka– Linda Mjöll Sigmundsson og Daníel Hjörtur Sigmunds son, Hamskipti– Anna Þór- unn Hauksdóttir og Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, Inga Sól Ingibjargar- dóttir, Klettur– Hildur Steinþórs- dóttir og Rúna Thors, María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir, Oddný Magnea Arnbjörns dóttir, Hanna Jóns dóttir, Berg-Þórunn Árnadóttir, Gulleik Lövskar, María Manda og Ratdesign– Ragnheiður Tryggvadóttir. Fjölbreyttur HönnunarMars fram undan ?Við erum hjón á fertugsaldri. Vandamálið hjá honum er það að tólin eru bara orðin eitt- hvað þreytt. Hann er nýfarinn að finna fyrir því að hann á erf- itt með að halda stinningu allan tímann meðan við stundum sam- farir og svo ef hann fær full- nægingu þá er það bara eitthvað slef. Þar af leiðandi hefur áhug- inn hjá honum minnkað. Kyn- lífið hefur alltaf verið mjög gott og fjölbreytt hjá okkur svo þetta er algjört sjokk. Ekki þykir mér hann nú gamall svo ég vil ekki kenna aldrinum um. Er mögu- leiki á að þetta geti verið eitthvað tímabundið? Hvað er til ráða? SVAR Kynlíf breytist og þróast eftir því sem við eldumst. Líkam inn breytist og slíkt getur haft áhrif á getu, löng- un og stundum smekk. Það er alltaf erfitt að ætla fara greina slíkt í bréfaskrifum og því lítið annað í stöðunni en að kíkja til þvagfæra læknis og mögulega í framhaldinu, í ráðgjöf hjá kyn- fræðingi. Læknisskoðun mun geta skorið út um hvort vanda- málið sé líffræðilegs eðlis og þá gefið ykkur viðeigandi ráðlegg- ingar, jafnvel lyf. Rannsóknir benda til þess að karlmenn veigri sér við læknisskoðun og því gæti stuðningur þinn skipt sköpum í að bæta úr þessu vandamáli. Kynfræðingur mun spjalla við ykkur um kynlífið ykkar og spyrjast fyrir um ýmislegt líkt og forleik og hversu lengi sam- farir standa yfir. Það erfitt að tala um einn mælikvarða um hvað sé ásættanleg tímalengd samfara þar sem það fer oft eftir parinu og væntingum þeirra. Ein þýsk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd samfara væri um þrjár mínútur en að konur upp- lifðu það sem fimm mínútur. Þessi niðurstaða segir hvorki til um gæði samfaranna né unað kvennanna og því takmarkað hægt að nýta sér niðurstöðurn- ar sem mælikvarða. Því er gott að ræða þetta og kanna fleiri en eina hlið kynlífsins. Oftar en ekki glíma pör við misræmi í væntingum til kynlífs, en einnig til löngunar og upplifunar og því getur spjall við sérfræðing verið mjög hjálplegt. Kynlíf getur haft mikil áhrif á lífsgæði sem og gæði sambands, sérstaklega ef þið glímið við vandkvæði sem tengjast því. Ég hvet ykkur því til að leita til fyrr- greindra sérfræðinga og munið, ekki gera ekki neitt. Gangi ykkur vel. Kynlífi ð breytist eft ir því sem aldurinn færist yfi r

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.