Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 2
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
UTANRÍKISMÁL Íslenskur starfs-
maður sendiráðs Íslands í Dan-
mörku er nú kominn til Antalya
í Tyrklandi þar sem Davíð Örn
Bjarnason, 28 ára Íslendingur,
hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því
á föstudag grunaður um tilraun til
smygls á fornmunum.
Aðstoðarmaður ræðismanns
Íslands í Ankara í Tyrklandi
fékk að hitta Davíð í fangelsinu.
Þá hefur lögmaður á hans vegum
reynt að þrýsta á um að réttar-
höldum í máli hans verði flýtt.
Vonir standa til þess að Davíð verði
látinn laus gegn tryggingu eftir að
málið verður dómtekið.
Dómurinn ákvað á föstudag að
halda Davíð í varðhaldi þar sem
miklar líkur voru taldar á því að
hann hafi af yfirlögðu ráði ætlað að
smygla steini sem fannst í farangri
hans úr landi.
Davíð var á leið frá Tyrklandi
á föstudag ásamt Þóru Björgu
Birgis dóttur sambýliskonu sinni
þegar tollverðir fundu steininn,
sem nú hefur verið staðfest að
er fornmunur sem ólöglegt er að
flytja úr landi. Davíð og Þóra segja
að steinninn hafi verið keyptur í
góðri trú sem minjagripur á ferða-
mannamarkaði.
Í þýddri lögregluskýrslu sem
Fréttablaðið hefur fengið í hend-
ur kemur fram að Davíð neiti því
ekki að hafa verið með steininn í
farangri sínum, en honum hafi ekki
komið til hugar að ólöglegt væri að
flytja hann úr landi.
„Ef ég hefði vitað að þetta væri
ólöglegt hefði ég aldrei keypt stein-
inn,“ er haft eftir Davíð í skýrsl-
unni. Þar kemur fram að hann
hafi greitt 30 evrur fyrir stein-
inn, sem er um 20 sentímetra hár
marmara steinn með einhvers
konar útskurði.
Samkvæmt skýrslunni er Davíð
ekki grunaður um aðra glæpi en
tilraun til að smygla fornminjum.
Við því liggur ýmist 8 til 24 milljón
króna sekt eða þriggja til tíu ára
fangelsisvist samkvæmt tyrknesk-
um lögum.
Sendiráðunautur við sendi-
ráð Íslands í Danmörku flaug til
Tyrklands í gærmorgun til að hitta
Davíð. Pétur Ásgeirsson, sviðs-
stjóri hjá utanríkis ráðuneytinu,
segir að starfsmaðurinn muni að
öllum líkindum heimsækja Davíð
í fangelsið í dag. Til stóð að hann
hitti lögmann sem unnið hefur
fyrir Davíð í Antalya í gærkvöldi.
Þá mun hann einnig eiga fund með
fulltrúa saksóknara sem fer með
málið til að fá upplýsingar um
stöðu þess. brjann@frettabladid.is
Ef ég hefði vitað að
þetta væri ólöglegt hefði
ég aldrei keypt steininn.
Davíð Örn Bjarnason
við skýrslutöku hjá lögreglu
Vilja að réttarhöldum
í Tyrklandi verði flýtt
Vonast er til að Davíð Örn Bjarnason verði látinn laus úr tyrknesku fangelsi gegn
tryggingu á næstunni. Íslenskur sendiráðsstarfsmaður er kominn til Tyrklands til
að vinna í máli hans. Hann fær líklega að heimsækja Davíð í fangelsið í dag.
Á GÓÐRI STUNDU Ferðalagið í Tyrklandi hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Davíð
Örn og fjölskyldu hans. Hér er hann við rómverskar rústir í Tyrklandi ásamt Þóru
Björgu Birgisdóttur, sambýliskonu sinni.
Davíð Örn Bjarnason deilir klefa með tveimur þýskum föngum sem
hafa hjálpað honum og gefið honum föt. Þetta kemur fram í svari Selim
Sariibrahimoglu, ræðismanns Íslands í Ankara, við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Þar segir jafnframt að Davíð sé almennt heilsuhraustur en kvarti undan
magaverkjum vegna matarins í fangelsinu. Hann óski þess heitt að fá að
hringja í kærustu sína og þrjú börn, en til þess þurfi að útvega skjöl sem
sanni að þau séu fjölskylda.
Fær ekki að hringja í kærustuna
Pétur, heldurðu að það sé
hægt að laga fljótið?
„Við yrðum þá að vera fljót.“
Lífríkið í Lagarfljóti er á vonarvöl vegna
áhrifa af Kárahnjúkavirkjun. Pétur Elísson er
formaður landeigenda við Lagarfljót.
NÁTTÚRA „Þetta er alltaf gleðiefni.
Við skulum bara vona að vorið sé
að koma,“ segir Guðmundur A.
Guðmundsson hjá Náttúrufræði-
stofnun Íslands um þær fréttir
að fyrsta lóa ársins hafi sést við
Útskála í Garði í fyrrakvöld.
„Þetta er með fyrra fallinu, það
er nú oft um miðjan mars sem
þær láta sjá sig,“ segir Guðmund-
ur. Hann segir þó ekkert óhugs-
andi að lóan sem sást í Garði hafi
haft hér vetursetu. Alltaf sé eitt-
hvað um að lóur sjáist hér á landi
yfir háveturinn þótt það rati ekki
endilega í fréttir.
Samkvæmt Félagi áhugamanna
um fugla á Hornafirði voru fyrstu
farfuglar ársins tveir sílamávar,
sem sáust á Bakka tjörn á Sel-
tjarnarnesi þann 22. febrúar. Degi
síðar bárust félaginu tilkynningar
um annan sílamáf í Sandgerði og
um skúm á Breiðamerkursandi.
Í lok febrúar höfðu svo borist
fregnir af fleiri álftum en höfðu
verið í vetur auk þess sem dugg-
endur, grágæsir og maríuerlur
höfðu sést. - þeb
Vorboðinn kemur venjulega seinna í mars, en aðrir farfuglar hafa einnig sést:
Heiðlóan komin með fyrra fallinu
FYRSTA LÓAN Sást við Útskála í Garði
í fyrrakvöld.
2012 20. mars
2011 24. febrúar
2010 25. mars
2009 9. mars
2008 26. mars
2007 27. mars
2006 24. mars
2005 20. mars
Lóukomur
undanfarin ár
SKIPULAGSMÁL Valsmenn hf. skoða nú hvort
byggja megi 192 námsmannaíbúðir á gamla
keppnisvelli Vals og nágrenni á Hlíðarenda.
Forvarsmenn Valsmanna hf. segjast í bréfi til
skipulagsráðs hafa verið í nánu sambandi við
forráðamenn Háskólans í Reykjavík um upp-
byggingu námsmannaíbúða í nágrenni skólans.
„Rektor og hans fólk sýndu því mikinn áhuga
og fram kom til dæmis brýn þörf þeirra fyrir
íbúðir í námunda við háskólasvæðið, ekki síst
fyrir þá fjölmörgu skiptinema sem sækja HR,“
segir í bréfi sem undirritað er af Brynjari
Harðar syni, framkvæmdastjóra Valsmanna hf.,
og Herði Gunnarssyni, formanni Knattspyrnu-
félagsins Vals.
Valsmenn hf. eiga margar lóðir á svæðinu
en það er hins vegar knattspyrnufélagið sem
á umrædda lóð. Þó að háskólamenn séu áhuga-
samir segir Hörður lóðina fyrst og fremst ætl-
aða undir yfirbyggðan grasvöll en menn hafi
reyndar íbúðir í huga einnig.
Knattspyrnudeildin á því byggingarréttinn
og honum fylgja miklir hagsmunir. „En fyrst
og fremst göngum við erinda íþróttahagsmuna
á svæðinu, það er knatthúsið og þörf þess sem
ræður öllu öðru. „Nú erum við bara að finna út
úr því hversu stórt þetta hús á að vera og þar
með hversu mikill afgangur verður fyrir aðra
starfsemi á lóðinni,“ segir Hörður Gunnars-
son, formaður Vals. - gar
Gamli Valsvöllurinn ætlaður undir fótboltahöll en gæti rúmað fleiri byggingar:
Vilja heimild fyrir 192 námsmannaíbúðir
HLÍÐARENDI Valsmenn vilja yfirbyggðan gervigrasvöll
og námsmannaíbúðir á gamla keppnisvellinum.
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur gert þremur mönn-
um að greiða dánarbúi grísks
ferðamanns 400 þúsund krónur
í miskabætur fyrir áverka sem
hann hlaut af líkamsárás í maí
2010.
Mennirnir þrír réðust á hann í
Bankastræti og gengu hrottalega
í skrokk á honum. Einn þeirra
hlaut í febrúar í fyrra hálfs árs
fangelsisdóm fyrir árásina,
annar eins árs dóm og sá þriðji,
Guðni Guillermo Gorozpe, rauf
reynslulausn og hlaut þriggja
ára dóm.
Gríski ferðamaðurinn svipti
sig lífi áður en málið var tekið til
dóms. Farið var fram á rúmlega
1,2 milljónir í bætur en dómur-
inn telur hins vegar ósannað að
árásin hafi valdið honum óvenju-
lega mikilli andlegri áþján. - sh
Börðu grískan ferðamann:
Gert að greiða
dánarbúi bætur
fyrir líkamsárás
ÞARF AÐ BORGA Guðni Gorozpe hylur
hér andlit sitt við aðalmeðferð málsins
í héraðsdómi.
FJÖLMIÐLAR Gunnar Þorsteinsson,
sem áður var kenndur við Kross-
inn, hefur krafist miskabóta
frá vefmiðlin-
um Pressunni
og tals konum
kvenna sem
sökuðu hann um
kynferðisofbeldi
árið 2010. Þetta
kom fram á Vísi
í gær.
Hann krefst
þess jafnframt
að hann verði beðinn afsökunar
vegna ummæla sem talskonurn-
ar létu falla um hann í viðtali við
Pressuna.
Gunnar lét af starfi forstöðu-
manns Krossins fljótlega eftir að
málið komst í hámæli. Lögregla
rannsakaði ásakanirnar en lét
málið síðan niður falla. - sh
Telur hafa verið að sér vegið:
Gunnar krefst
miskabóta
GUNNAR
ÞORSTEINSSON
SKOÐANAKÖNNUN Framsóknar-
flokkurinn bætir enn við sig
fylgi, samkvæmt nýjustu
skoðana könnun MMR á fylgi
stjórnmálaflokkanna. Fram-
sókn mælist nú með 25,9% en
stóð í 23,8% í síðustu mælingu.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar enn
fylgi og mælist með 27,2% nú en
28,5% í síðustu könnun.
Samfylkingin mælist með
12,4% fylgi, Vinstri græn með
9,6% og Björt framtíð með
15,2% fylgi. Önnur framboð
mælast öll vel innan við fimm
prósent. Ríkisstjórn nýtur því
stuðnings 26,5% kjósenda, sam-
kvæmt könnuninni.
Samtals gáfu 79,9% aðspurðra
upp afstöðu sína, óákveðnir voru
7,7%, sama hlutfall sagðist skila
auðu en 3,1% vildi ekki gefa upp
afstöðu sína. - shá
Ríkisstjórnin með 26,5%:
Framsókn enn
að auka fylgið
SKIPULAGSMÁL
Speglaveggur óafgreiddur
Byggingarfulltrúi frestaði í vikunni
fullnaðarafgreiðslu byggingarleyfis
vegna byggingar glerveggs á húsi
Menntaskólans í Reykjavík við
Þingholtsstræti. Nágrönnum þótti
brotið á friðhelgi einkalífs síns vegna
speglunar í veggnum sem þegar hefur
verið byggður. Afgreiðslunni var frestað
vegna athugasemda eldvarnareftirlits.
SPURNING DAGSINS
Alveg mátulegur
Heimilis
GRJÓNAGRAUTUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA