Fréttablaðið - 14.03.2013, Side 4

Fréttablaðið - 14.03.2013, Side 4
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 VIÐ ÞEKKJUM TILFINNINGUNA 224,5365 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,25 126,85 189,02 189,94 164,27 165,19 22,026 22,154 22,054 22,184 19,809 19,925 1,3172 1,325 189,65 190,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 13.03.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is ÁRÉTTING Fyrir mistök birtist mynd sem tekin var í verslun Pylsumeistarans með frétt um hættuna sem stafar af of mikilli neyslu unninna kjötvara. Eigandi verslunar- innar segir engin viðbætt efni önnur en krydd í pylsum verslunarinnar. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur 3-8 m/s. LÉTTIR TIL Víða snjókoma eða slydda með köflum á landinu í einkum vestantil. Dregur úr úrkomu á morgun og léttir smám saman til. Yfirleitt hæg norðlæg átt og bjartviðri um helgina. 0° 12 m/s 2° 7 m/s 2° 3 m/s 4° 4 m/s Á morgun 5-10 m/s, hvassara við SA-ströndina. Gildistími korta er um hádegi -2° -3° -3 -5° -6° Alicante Basel Berlín 15° 2° 0° Billund Frankfurt Friedrichshafen 0° 3° 3° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 0° 0° 21° London Mallorca New York 5° 16° 3° Orlando Ósló París 18° -4° 5° San Francisco Stokkhólmur 19° -5° 3° 5 m/s 2° 9 m/s -2° 6 m/s 0° 7 m/s -2° 5 m/s 1° 8 m/s -3° 3 m/s 0° -3° 0° -4° -4° HEILBRIGÐISMÁL Tollgæslan lagði á fyrstu tveimur mánuðum ársins hald á rúmlega tvöfalt meira magn stera en allt síðasta ár. Kári Gunn- laugsson, yfirtollvörður í Leifsstöð, segist óttast að aukningin endur- spegli meiri notkun efnanna í sam- félaginu. „Við teljum að þetta sé vaxandi vandamál og við sjáum ýmsar vís- bendingar sem benda til þess. Okkur hefur fundist vera stígandi í þessu frá seinni hluta síðasta árs,“ segir Kári. Sterarnir berast að sögn Kára til landsins eftir hefðbundnum smygl- leiðum. Efnin séu ýmist send með pósti eða vörusendingum. Einnig sé þekkt að þau séu falin í ferðatöskum eða fólk hafi þau innan klæða. „Það getur verið að efnin séu flutt í vörugámum og skipum líka en við höfum þá ekki verið að ná þeim. Okkur grunar að það sé ekki verið að fara neinar óhefðbundnar leið- ir. Þetta kemur bara eins og annað smygl til landsins,“ segir Kári. Til þess að bregðast við þessari aukningu segir Kári tollayfirvöld sífellt leita leiða til að stemma stigu við innflutningi efna. „Við erum stöðugt að skoða okkar vinnubrögð og við leggjum mikla áherslu núna á að ná þessari tegund efna,“ segir hann. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, segir sífellt fleiri á Vogi hafa misnotað stera. Steranotkun sé yfir- leitt tengd neyslu örvandi fíkniefna. „Þessir ungu menn sem nota örv- andi efni eru líka á sterum og því koma þeir ekki hingað eingöngu út af þeim. Fólk þarf ekki að leggjast inn á sjúkrahús og fara í afeitrun út af sterunum,“ segir hún. Að sögn Valgerðar misnotar fólk ekki stera því þeir séu líkamlega ávanabindandi. Oft sé neyslan part- ur af útlitsdýrkun. Sjálfstraust auk- ist til muna. „Sterar eru allt öðruvísi efni en ávanabindandi fíkniefni. Það er engin fíkn sem fylgir sterum, held- ur notar fólk þetta til þess að verða stærra og tilfinningin er sú að því finnst það verða öflugra og fá meira sjálfstraust. En aðalástæðan fyrir því að fólk notar þetta er til þess að stækka og þá er það bara að hugsa um útlitið. Þetta er bara útlits- dýrkun. Fólk vill fá vöðva og það á sem stystum tíma,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. hanna@frettabladid.is Vaxandi steraneysla fólks sem fer á Vog Læknir á Vogi segir steranotkun oft vera samhliða annarri fíkniefnaneyslu. Sífellt fleiri sjúklingar á Vogi noti stera. Neyslan sé tengd útlitsdýrkun. Yfirtollvörður segir sterainnflutning vaxandi. Hann óttist að það endurspegli aukna steraneyslu. STERAR Tollgæslan lagði á fyrstu tveimur mánuðum ársins hald á rúmlega tvöfalt meira magn stera en allt síðasta ár. STJÓRNMÁL Þrjátíu ár voru liðin í gær, 13. mars, frá stofnun Sam- taka um kvennalista. Þann dag árið 1983 bauð listinn fyrst fram í þremur kjördæmum við Alþingis- kosningar og komust þrjár konur á þing. Þetta er fyrsti og eini stjórnmálaflokkurinn hér á landi sem hefur alfarið verið skipaður konum. Kvennalistinn hlaut 5,5 prósent atkvæða árið 1983, rúm 10 prósent árið 1987 og tæp fimm prósent síð- asta árið sem hann bauð fram, árið 1995. Yfirlýst stefna flokksins var meðal annars kvenfrelsi, jafnrétti, að berjast gegn ofbeldi, verja rétt- indi samkynhneigðra og fleira. - sv Eina kvennaframboðið: Kvennalistinn 30 ára í gær KVENNALISTAKONUR VERSLA Kvennalistinn kom sex konum á þing árið 1987 en hann bauð fram í öllum kosningum fram til ársins 1995. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sterar eru allt öðruvísi en ávana- bindandi fíkniefni. Það er engin fíkn sem fylgir sterum, heldur notar fólk þetta til að verða stærra og tilfinningin er sú að því finnst það verða öflugra og fá meira sjálfstraust. Valgerður Rúnarsdóttir læknir á Vogi UMHVERFISMÁL „Ég tel að þetta hafi verið rétt niðurstaða,“ segir Siv Friðleifsdóttir um þá ákvörðun sína sem umhverfisráðherra árið 2001 að ógilda synjun Skipulags- stofnunar sem lagðist gegn Kára- hnjúkavirkjun. „Í heildina má segja að fram- kvæmdin hafi verið mjög jákvæð, að mínu mati. Það urðu auð vitað einhver neikvæð umhverfis áhrif, eins og er af öllum framkvæmdum. Svo er hægt að deila um hvað þau eru mikil. Svo hafa orðið gríðarlega jákvæð félagsleg áhrif á Austur- landi,“ segir Siv. Um 750 verðmæt störf hafi orðið til í álveri á Reyðar- firði og í kring- um þá starfsemi. „Þessi fram- kvæmd var rétt- mæt á sínum tíma. Ég tel að ef hún hefði komið inn á borð í dag hefði niðurstaðan orðið sú sama,“ segir Siv. Hún rifjar upp að ákveðið hafi verið að ógilda synjun Skipulags- stofnunar en setja 20 skilyrði til að minnka umhverfisáhrif á ýmsum sviðum. Eitt af þeim skilyrðum hafi lotið að mótvægisaðgerðum við Lagarfljótsvirkjun vegna auk- ins rennslis og aurs í Lagarfljót. „Það vissu allir að það yrðu neikvæð áhrif á rennslið, að það myndi aukast, en við töldum þau ekki það mikil að þau kollvörpuðu okkar niðurstöðu,“ segir Siv. - bj Siv Friðleifsdóttir heimilaði Kárahnjúkavirkjun sem umhverfisráðherra: Framkvæmdin var mjög jákvæð SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR FUNDUR Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, flytur erindi um rannsóknar- heimildir lög- reglu á hádegis- fundi Varðbergs klukkan tólf í dag. Meðal þess sem verður til umræðu, að því er segir í tilkynn- ingu frá Varðbergi, er frum- varp Ögmundar Jónassonar innanríkis ráðherra um sím- hleranir, sem legið hefur á þingi í allan vetur án þess að hljóta afgreiðslu. Þá verður einnig rætt um vinnu við frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir og fleira. - sh Lögreglustjóri á fundi: Rætt um rann- sóknarheimildir STEFÁN EIRÍKSSON ALÞINGI Alþingi mun sjálft fá milljónir af framlögum Íslands til þróunarsamvinnu til að nota til eftirlits á þessu sviði, sam- kvæmt niðurstöðu utanríkismála- nefndar. Alþingi mun samkvæmt því fá 0,2 prósent af heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Á næsta ári fara nærri fimm millj- arðar króna í þróunarsamvinnu og af því fær Alþingi sjálft 9,9 milljónir. Verja á fénu til eftirlits með verkefnum á sviði þróunar- samvinnu og til úttekta og rýni óháðra aðila á ákveðnum þáttum íslenskrar þróunarsamvinnu. - bj Framlög til þróunarmála: Alþingi fær fé til eftirlitsstarfs NÝJA-SJÁLAND, AP Þjóðþingið á Nýja-Sjálandi samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að samkynhneigðir fái að ganga í hjónabönd. Þriðja umræða er að vísu eftir en hún er nánast formsatriði því oftast er það önnur umræðan sem skiptir mestu máli um afstöðu þingmanna þar í landi. Mörg kirkjufélög á Nýja-Sjálandi eru andvíg þessu frumvarpi en skoð- anakannanir sýna að um tveir þriðju almennings styðja það. - gb Hjónabönd samkynhneigðra: Þingið á Nýja- Sjálandi leyfir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.