Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 10
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 ÓGEÐSLEGA FLOTTUR! E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 0 8 1 KOMDU Í KAFFI OG REYNSLUAKSTUR Renault átti metár í sölu á síðasta ári og var níunda söluhæsta tegundin á Íslandi til einstaklinga. Nýr Renault Clio mun vafalítið fylgja þessum aukna áhuga eftir því hér er á ferðinni bíll sem er fáanlegur með sparneytnum dísil- og bensínvélum auk þess sem hin vinsæla sparneytna „Dual Clutch“ sjálfskipting verður fáanleg í Clio í vor. EYÐSLA FRÁ 3,4 L/100* KM DÍSIL VERÐ FRÁ 2.390.000 P FRÍTT Í STÆÐI! FRÍTT Í STÆÐI Á MIÐBORGARSVÆÐINU BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 EuroNCAP útnefndi nýjan Clio öruggasta bílinn í sínum stærðarflokki. Þýska blaðið AutoBild veitti honum Gullna stýrið sem áhugaverðasta bílnum í sínum flokki. *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. Aukinn viðbúnaður 1HOLLAND Hollensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að meiri hætta sé nú á hryðjuverkum. Stjórnvöld hafa áhyggjur af því að hollenskir ríkisborgarar hafa haldið til Sýrlands að berjast þar gegn stjórnarhernum. Hætta þykir á að einhverjir þeirra snúi aftur og verði þá orðnir forhertari, róttækari og með áfallastreitu, sem geri þá hættulegri en ella. Grýttur til bana 2PAKISTAN Íbúar í Pakistan bundu hermann við bifreið og grýttu hann til bana í gær. Honum var gefið að sök að hafa átt í ástarsambandi við konu frá svæðinu. Þetta gerðist í Parachinar, sem er höfuðstaður Kurram-héraðs, einu af ættbálkahéruðunum í norðvesturhluta landsins sem eru að hluta sjálfstjórnarhéruð. Fyrir þremur mánuðum var hann fluttur annað, eftir að upp komst um samband hans við konuna. Hann sneri þó aftur fyrir nokkrum dögum til að hitta konuna. Dauður fiskur í þúsunda tali 3BRASILÍA Gríðarlegt magn af fiski drapst nýlega í vatni nálægt borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Orsakir fiskdauðans eru raktar til svipaðra að- stæðna og í Kolgrafafirði nýlega, þar sem síld drapst vegna súrefnisskorts. VÍSINDI Eitt sinn gæti hafi verið lífvænlegt á Mars, miðað við niðurstöður tilraunaborana könnunar jeppans Curiosity. Þetta er í fyrsta sinn sem sönnunar gögn hafa fundist um að örverur gætu hafa þrifist á plánetunni rauðu. „Grundvallarmarkmið þessa leiðangurs var að svara því hvort einhvern tíma gæti hafa verið líf vænlegt á Mars, og miðað við það sem við vitum núna er svarið já.“ Þetta sagði Michael Meyer, sem fer fyrir vísinda- mannateyminu að baki Curiosity-leiðangrinum. Greiningar tæki inni í jeppanum hafa grandskoðað jarðvegssýni sem var tekið úr setlagi í botni gamals stöðuvatns í Gale-gígnum og er niðurstaðan sú að þar sé meðal annars að finna nitur, brennistein, vetni, súr- efni, fosfór og kolefni, sem eru meðal þeirra efna sem eru grundvöllur þess að líf geti þrifist. Bendir nú flest til þess að á þessum stað hafi runnið nokkuð ferskt vatn og að jarðvegurinn hafi verið nálægt því hlutlaus að sýrustigi. Því er allt útlit fyrir að á ein- hverjum tíma hafi örverur getað þrifist á Mars þótt þar hafi enn sem komið er engin merki fundist um líf. - þj Tímamótauppgötvun NASA eftir jarðborun könnunarjeppans Curiosity: Eitt sinn var lífvænlegt á Mars GRÁTT UNDIR YFIRBORÐINU Af borsýnum Mars jeppans Curiosity má ráða að eitt sinn hafi verið lífvænlegt á plánetunni rauðu. MYND/NASA ARGENTÍNA Christina Fernandez, forseti Argentínu, segir þjóðar- atkvæðagreiðsluna á Falklands- eyjum vera skrípaleik, sem svið- settur var í þágu Breta. Íbúar á Falklandseyjum efndu til kosninga á sunnudag og mánu- dag um það hvort þeir vilji til- heyra áfram Bretlandi eða fara undir yfirráð Argentínu, eins og argentínsk stjórnvöld krefjast. Einungis þrír kjósenda merktu við argentínsk yfirráð, en 99,8 prósent vilja tilheyra Bretlandi áfram. Þessi niðurstaða kom reyndar engum á óvart, enda eru íbúarnir flestir af breskum ættum og leggja sig fram um að vera helst breskari en íbúar Bretlands. Fernandez segir kosninguna sambærilega við það að hústöku- fólk haldi fund til að „ákveða hvort það ætli að búa áfram í húsinu eða ekki.“ Alicia Castro, sendiherra Argentínu í Bretlandi, tekur í sama streng: „Þessi atkvæða- greiðsla var skipulögð af Bretum og fyrir Breta í þeim eina tilgangi að láta þá segja að svæðið eigi að vera áfram breskt.“ - gb Forseti Argentínu tekur ekkert mark á atkvæðagreiðslu á Falklandseyjum: Segir kosningarnar skrípaleik BRESKI FÁNINN ÁBERANDI Þjóðhátíðar stemning ríkti á Falklands- eyjum þegar kosningin var haldin. NORDICPHOTOS/AFP HEIMURINN 1 2 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.