Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 12
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Hjörtur Gíslason, stjórnar formaður
Ögurvíkur, telur einsýnt að menn
verði að leggjast að nýju yfir hvern-
ig veiðigjöld séu reiknuð á einstök
fyrirtæki. Álagning veiðigjalda á
fyrirtæki hans telur hann nægileg
rök fyrir því að vitlaust sé gefið,
en fyrir rekstrarárið 2010 greiddi
Ögurvík 22 milljónir umfram
hagnað í veiðigjöld.
„Það eru miklar breytingar hjá
okkur. Margt kemur til; stökk-
breyttar skuldir eftir hrunið, sam-
dráttur í aflaheimildum, lækkandi
afurðaverð og ekki síst gríðarleg
aukning í skattbyrði með álagningu
veiðigjalda. Því urðum við að ráðast
í þessar sársaukafullu breytingar,“
segir Hjörtur.
Miklar breytingar
Hér vísar Hjörtur til þess að í
nóvember var öllum sjó mönnum
fyrirtækisins, sjötíu talsins, sagt
upp og tilkynnt að annar togari
fyrir tækisins, Freri, yrði seldur.
Uppsagnirnar tóku gildi um
mánaða mótin. Allur kvóti fyrir-
tækisins var fluttur á Vigra og 50
sjómenn endurráðnir.
„Við höfum alltaf haft þá sýn að
aflaheimildir yrðu auknar að nýju
og hægt væri að reka tvö skip.
Maður er orðinn úrkula vonar um
að þetta rætist og framtíðarsýnin er
ekki sú að þeir sem tóku á sig skerð-
inguna fái hana aftur. Því settumst
við niður og gerðum nýja rekstrar-
áætlun,“ segir Hjörtur.
Rekstarreikningur Ögurvíkur
fyrir árið 2010 segir sína sögu. „Við
förum rúmlega tuttugu milljónir
umfram hagnað þegar allt er reikn-
að. Það er einfaldlega ekki framtíð
fyrir okkar fyrirtæki á meðan þetta
er reiknað svona. Skatturinn mun
knésetja okkur og ef þetta módel
verður keyrt svona áfram þá er
ljóst að mörg félög heltast úr lest-
inni. Þau lenda einhvers staðar, og
það er ólíklegt annað en það verði
hjá stóru útgerðunum sem ætla og
geta rekið nútíma sjávarútveg eins
og hefur verið gert á Íslandi. Það
verður sennilega meiri samþjöppun
á toppnum; stóru útgerðirnar verða
stærri.“
Talað en ekki hlustað
Hjörtur segir lögin mjög flókin og
illmögulegt að búa til eitt heildstætt
dæmi sem geri grein fyrir áhrifum
þeirra á útgerðarfyrirtækin. Ein
helsta gagn rýnin á hækkun veiði-
gjalda á íslensk útgerðarfyrirtæki
er að þau komi misjafnlega við ein-
stök félög. Ögurvík er skýrt dæmi
um þetta, segir Hjörtur. „Eftir
því sem við vitum verður 75%
hækkun á þessu gjaldi til viðbótar
á milli ára. Ef ekkert verður gert
við að endurskoða þetta sé ég ekki
framtíð fyrir félag eins og Ögur-
vík. Kannski væri staðan önnur ef
hlustað hefði verið á fleiri um áhrif
laganna. Fjölmargir komu með ein-
föld og góð rök um að of langt væri
gengið en menn voru bara ekki að
hlusta á það sem var sagt.“
Fjölskyldufyrirtæki
Ögurvík er fjölskyldufyrirtæki,
stofnað 1971 þegar útgerðir síldar-
bátanna Ögra og Vigra runnu saman
og ráðist var í að smíða ísfisktogara.
Nokkrum árum síðar var annað skip
keypt, Ingólfur Arnarson, og honum
breytt í frystitogarann Frera. Árið
1992 var frystitogarinn Vigri smíð-
aður fyrir félagið.
Hjörtur bendir á að niðurstaðan
hefði getað orðið önnur ef einfald-
ir hlutir hefðu verið teknir með í
reikninginn. Þorskígildis stuðlar
[hlutfall verðmætis einstakra teg-
unda] nefnir Hjörtur sérstak-
lega. „Allir vissu að þeir voru kol-
bjagaðir. Karfi er verðmætari
tegund en þorskur samkvæmt þeim.
Rökin eru svo að framlegð útgerð-
arinnar sé 80 milljarðar og skatt-
lagningin ekki nema tíu eða tólf
milljarðar. Hjá Ögurvík er fjall og
dalur á milli þess að þetta eigi við;
að þessi hlutföll fáist staðist,“ segir
Hjörtur.
Þegar reiknað er
Enginn mótmælir því að framlegð
í sjávarútvegi hefur sjaldan verið
betri. Vandinn, að sögn Hjartar,
er þó einfaldlega sá að fyrir tækin
séu vel á annað hundrað og ekki
nema átján þeirra búi til langsam-
lega stærstan hluta þeirra verð-
mæta sem um ræðir. „Hluti af
vandanum er að ekki er tekið til-
lit til þessa þegar reiknað er. Ekki
er heldur litið til þess að hagnað-
urinn kemur að stórum hluta af
nýtingu uppsjávartegunda sem
fá fyrirtæki gera út á. Þessi fyr-
irtæki fá alltaf góð ár en það er
jafn öruggt að slæm ár koma í
framhaldinu. Það sýnir sagan og
allt jafnast þetta út á endanum í
slíkri útgerð, því það er alþekkt að
sum ár liggur flotinn verkefnalaus
í landi mánuðum saman. Þetta á
hins vegar ekki við hjá öðrum
fyrir tækjum og verra málið að
þessi tímabundnu uppgrip séu
nýtt sem rök fyrir skattheimtu á
fyrirtæki eins og Ögurvík sem á
engan kvóta í uppsjávar tegundum
og útgerðarform sem kemur
okkur ekkert við,“ segir Hjörtur.
Þjóðarsport
Fæstir vilja hlusta á þau rök
að útgerðin sé ekki aflögufær.
Aðspurður segist Hjörtur hafa
skilning á því að fólkið í landinu
vilji meira frá útgerðinni. „Sumir
útgerðarmenn yppta líka öxlum
yfir þessu. En það er vegna þess
að formúlan varðandi afslátt af
sérstöku veiðigjaldi vegna skulda
er þeim í hag. En það er einmitt
mergurinn málsins. Einn er sáttur
af því að hann nýtur tíma bundinna
fríðinda. Er ekki meinið einmitt
að finna þarna? En fyrir fólki er
útgerðar maður sennilega bara
útgerðarmaður, og í gegnum áratug-
ina hefur verið þjóðarsport að hat-
ast við útgerðarmenn. Eftir stendur
að öll sjávarútvegs fyrirtækin verða
veikari og fjölmörg munu leggja upp
laupana vegna þeirra reglna sem nú
hafa tekið gildi. Það eru fyrirtæki
sem hafa verið byggð upp á löngum
tíma af fólki sem vildi sækja sjóinn,
en er allt í einu komið í þá aðstöðu
að hrökklast frá.“
Margföldun veiði-
gjaldsins er óneitanlega
kornið sem fyllti mælinn
og við þurftum að snúa frá
þeirri hugmyndafræði að
reka tvö skip og skapa sem
flestum sjómönnum störf.
Mun knésetja okkur
Útgerðarfyrirtækið Ögurvík greiddi allan hagnað sinn fyrir árið 2010 í veiðigjöld
og 22 milljónum betur. Miðað við óbreyttar leikreglur verður fyrirtækið ekki rekið
áfram, segir stjórnarformaður. Öðru skipi félagsins hefur verið lagt og verður selt.
HJÖRTUR GÍSLASON Bendir á að Ögurvík sé engin undantekning, öll fyrirtækin
verði veikari eða leggi upp laupana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SUBARU LEGACY WAGON S
Nýskr. 01/12, ekinn 24 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.480 þús.
Rnr.200914.
Frábært úrval af nýlegum, lítið
eknum bílum á frábæru verði!
Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
NISSAN QASHQAI SE
Nýskr. 05/12, ekinn 22 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.790 þús.
Rnr.201016.
FORD MONDEO TREND WAGON
Nýskr. 07/10, ekinn 39 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Rnr.151678
Kia CEED EX
Nýskr. 12/12, ekinn 2 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.690 þús.
Rnr.280524.
CHEVROLET CRUZE LTZ
Nýskr. 03/10, ekinn 119 þús. km.
dísil, beinskiptur.
Verð kr. 2.390 þús.
Rnr.120139.
HYUNDAI i30
Nýskr. 09/12, ekinn 8 þús. km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 3.250 þús.
Rnr.120152.
HYUNDAI IX35
Nýskr. 04/12, ekinn 13 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.980 þús.
Rnr.120114.
VERÐ kr.
3.690 þús.
Gerðu frábær kauphjá Bílalandi BL
Gott úrval
af 4x4 bílum
Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði!
Rammi ehf
Skinney Þinganes hf
Eskja
Hraðfrystihúsið
Gunnvör
Vinnslustöðin
1-20 ár 20-40 ár 40-60 ár +60
HB Grandi
Stálskip
FISK Seafood
Stærð á hringjum segir til um stærð viðkomandi
fyrirtækis mælt í úthlutuðum þorskígildum
%
V
ei
ði
gj
al
ds
a
f E
BI
TD
A
Ögurvík
Áhrif hækkunar veiðigjalds á nokkur sjávarútvegsfélög
Félagið stendur ekki undir hækkun á veiðigjaldi
Óvissa um hvort félagið standi undir hækkun á veiðigjaldi
Félagið á að geta staðið undir hækkun á veiðigjaldi
Félagið þarfnast fj árhagslegrar endurskipulagningar
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
VIGRI
Heimild: Útreikningar Deloitte
Uppgreiðslutími lána