Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 16

Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 16
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16 Hækkuð leiga á bankahólfum, hækkað verð á matvælum, hunda- mat, barnaskóm og smurolíu eru meðal fjölmargra ábendinga frá neytendum um verðhækkanir á vef ASÍ í tengslum við átakið Vertu á verði sem hófst þann 26. febrúar síð- astliðinn. Ábendingar um verðlækk- anir eru miklu færri, en til dæmis er bent á gott verð á rúnnstykkjum í bakaríi og afslátt á grænmeti og ávöxtum í matvöruverslun. Markmiðið með átakinu Vertu á verði er að veita verslunar- og þjón- ustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækk- anir. Markmiðið er einnig að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir fulltrúa nokkurra versl- ana hafa haft samband og gefið skýringar vegna ábendinga neyt- enda. „Einhverjir hafa talið að hlut- irnir séu öðruvísi en neytendur upplifa þá og sumir eru ósáttir við vettvanginn. Það að fyrirtæki séu pínulítið ósátt segir okkur að þetta hefur áhrif.“ Búið er að koma upp athuga- semdakerfi á vefnum, að því er Henný greinir frá. „Nú geta bæði neytendur komið með sínar athugasemdir og kaupmenn gefið skýringar vegna ábendinganna ef þeir vilja.“ Haraldur Guðni Eiðsson, for- stöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir í viðtali við Frétta- blaðið að það sé rétt að ársleiga á bankahólfi hafi hækkað á undan- förnum árum. „Ástæðan er ein- faldlega sú að ársleigan hafði hald- ist nær óbreytt um nokkurt skeið og var svo komið að tekjur vegna leigunnar dekkuðu ekki kostn- að vegna þjónustunnar. Því hefur reynst nauðsynlegt að hækka leig- una. Ég held nú að þrátt fyrir þessa hækkun sé verðið sanngjarnt, sjö til tíu þúsund krónur fyrir ársleigu, eftir stærð hólfsins. Viðskiptavinir sem eru í vildarþjónustu bankans greiða aðeins fjögur til sjö þúsund krónur.“ Í einni af ábendingunum á vefn- um kveðst neytandi hafa keypt ýsu í raspi í Krónunni en í ljós hafi komið að ýsan hafi verið karfi í dulargervi. Ólafur Júlíusson, inn- kaupastjóri ferskvöru hjá Kaupás, segir þetta ekki rétt. „Í raspi er litar efni sem litar yfirborðið á ýsunni og gerir það rauðleitt. Þar af leiðandi getur viðskiptavinurinn ruglast vegna litarins en bragðið og útlitið á karfa er allt annað en á ýsu.“ ibs@frettabladid.is Neytendur eru á verði og benda á góð kjör og slæm ASÍ hefur efnt til átaks á netinu þar sem fólk er hvatt til að veita fyrirtækjum aðhald í verðlagsmálum. Fjöldi ábendinga hefur borist um verðhækkanir en fólk lætur líka vita hvar hægt er að gera góð kaup. MATARINNKAUP Neytendur fylgjast vel með þróun verðlags. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hagkaup. Litlir plastpokar, íslenska gerðin, var að lækka úr 159 kr. niður í 139 kr. Litlir plastpokar 370% VERÐMUNUR Verkjalyf Bónus-salat. Fann þessa líka fínu bónussalatbakka í matarávaxtagrind- inni hjá þeim. 50 kr. pakkinn – 100 kr. venjulegt verð er 498 kr. bakkinn. Mæli með því að fólk skoði í þessa körfu, finn oft gersemar þar. Salatbakkar Bananar og ís í mötuneyti LSH: Banani 1 stk. í mötu- neyti LSH, 120 kr. Mötuneyti Bónus. Egils Kristall sítrónu, 12.02.2013: 198 krónur. 12.03.2003: 228 krónur. Egils Kristall sítrónu Bareminerals púðurfarði hjá snyrti- stofunni guinot mc. Keypti þetta púður fyrir 6.900 kr. í desember 2012. Í dag, 8. mars, kostaði það 9.700 kr. Púðurfarði Síðastliðið ár kostaði það 3.000 kr. að leigja geymslu- hólf hjá Arion banka, núna var ég að fá rukkun fyrir sama hólf og hljóðar sá reikningur upp á 7.000 krónur. Bankahólf Reykjavíkurborg. Bláa blaðatunnan lækkaði í verði hjá mér. Var 7.400 árið 2012 en er 6.500 árið 2013. Bláa blaðatunnan 2012 2013 7.400 kr 6.500 kr Í Bónus 0,495 kg á 132 kr. (3 stk.) Kjörís súkkulaðitoppur í mötuneyti LSH, 1 stk. 450 kr. Í Hagkaup 3 stk. í kassa 598 kr. (ca 200 kr. stk.) Sótti Parkódín í Lyf og heilsu, Firði í Hafnar- firði, borgaði fyrir 30 töflur 2.644 krónur. Sama pakkning af sama lyfi kostar í Apótek- inu í Setbergi 977 krónur. 2.644 977 159 139 6.900 kr 9.700 kr 198 kr 228 kr IKEA hyggst stofna nýja hótelkeðju í Evrópu ásamt bandarísku hótel- samsteypunni Marriott. Kaupa á fasteignir sem hægt verður að breyta í lággjaldahótel fyrir ungt fólk undir nafninu Moxy Hotel. Gert er ráð fyrir að fyrsta hótelið verði opnað í Mílanó í byrjun næsta árs. Ætlunin er að stofna 150 hótel í tíu Evrópu- löndum næstu tíu árin. Samkvæmt frétt á vef Sydsvenska Dagbladet hefur ekki fengist staðfest hvort hótelherbergin verði búin hús- gögnum frá IKEA. IKEA STOFNAR HÓTELKEÐJU Ný reglugerð um snyrtivörur, sem byggir á reglugerð Evrópu- sambandsins, tekur gildi 11. júlí næstkomandi. Hertar kröfur verða gerðar til framleiðenda og innflytjenda. Í frétt á vef Umhverfis- stofnunar segir að breytingarnar muni að mestu leyti snerta fram- leiðendur snyrtivara og innflytjendur óskráðra snyrtivara frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem munu þurfa að taka saman ítarlegri gögn um vörur sínar. Með breytingunum er ætlunin að stuðla að öruggari snyrtivörum á markaði, auka rekjanleika snyrtivara og einfalda stjórnsýslu. Stuðlað að öruggari snyrtivörum Umboðsmaður telur að atvinnuvega- ráðuneytinu hafi borið að úthluta innflutningskvóta fyrir egg. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Samtökum verslunar og þjónustu, SVÞ, þar sem fjallað er um álit umboðsmanns. SVÞ höfðu kvartað undan því að sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyti, nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, virti ekki skyldu sína til að auglýsa tollkvóta vegna lambakjöts og matareggja. Um er að ræða skuldbindingar samkvæmt samningi um stofnun Alþjóða viðskiptastofnunarinnar. Bentu samtökin á að lögum sam- kvæmt væri íslenska ríkinu skylt að leyfa umræddan innflutning. SVÞ segja álit umboðsmanns enn einn áfellisdóminn varðandi fram- kvæmd og stjórnsýslu stjórnvalda vegna tollkvóta á landbúnaðarvörum. ÚTHLUTA ÁTTI KVÓTA VEGNA EGGJA Neytendasamtökin fundu 105 mismunandi þvottavélar í fjórtán verslunum þegar þau gerðu markaðs- könnun á þvottavélum í lok janúar síðastliðins. Mikill verðmunur reyndist vera á vélunum en sú ódýrasta kostaði 59.900 krónur en sú dýrasta 349.900 krónur. Það gerir tæplega þrjú hundruð þúsund króna mun á dýrustu og ódýrustu vélinni. DÝRASTA VÉLIN KOSTAR 350.000 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Hægt verður að kjósa til kl. 12.00 á hádegi 15. mars nk. Láttu þig málið varða og hafðu áhrif. Nánari upplýsingar finnur þú á www.vr.is Lokadagur kosningana er 15.mars AF VEFNUM VERTU Á VERÐI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.