Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 18
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 VIÐSKIPTI Starfsmenn Landsbank- ans munu eignast 1,9 prósenta hlut í bankanum miðað við stöðu svokall- aðs skilyrts skuldabréfs í bókum hans. Miðað við innra virði hluta- fjár Landsbankans er virði hlutar- ins 4,3 milljarðar króna. Það hefur farið stigvaxandi með auknum hagnaði bankans, en hann nam 25,5 milljörðum króna á síðasta ári. Komist erlendir sérfræðingar að því að skuldabréfið sé meira virði mun hlutur starfsmannanna hækka upp í tvö prósent og verða 4,5 millj- arða króna virði. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Lands- bankans. Skilyrta skuldabréfið mun verða gefið út í lok marsmánað- ar og þá mun skýrast hversu stór- an hluta starfsmenn fá að eignast. Eftir útgáfu skuldabréfsins verður Landsbankinn nánast að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins, utan þess hlutar sem mun renna til starfs- manna. Hann verður þá eina fyrir- tæki landsins í opinberri eigu sem umbunar starfsfólki sínu fyrir árangur í starfi með því að gefa því hlutafé. Í desember 2009 var tilkynnt um uppgjör milli nýja og gamla Lands- bankans. Í því fólst meðal annars að íslenska ríkið eignaðist 81,33 pró- senta hlut í bankanum en þrotabúið hélt eftir afganginum. Sú breyting gat orðið á þeirri tilhögun að ef svo- kallað skilyrt skuldabréf yrði metið á 92 milljarða króna í lok árs 2012 myndi þrotabúið skila hlut sínum gegn útgáfu skuldabréfsins. Sá hlutur átti þó ekki að renna Starfsfólk fær 4,3 milljarða Starfsmenn Landsbankans hafa tryggt sér að minnsta kosti 1,9 prósenta hlut í bankanum sem er 4,3 milljarða virði. Umbunina má rekja til árangurs við hámörkun á virði ákveðinna eigna. Einsdæmi meðal ríkisfyrirtækja. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er með mun lægri laun en kollegar hans hjá Ís- landsbanka og Arion banka. Í fyrra námu heildar- laun hans 14,2 milljónum króna auk þess sem 2,4 milljónir króna voru greiddar í lífeyrissjóð fyrir hann. Til viðbótar hefur stjórn Landsbank- ans lagt til hliðar 47 milljónir króna sem nota á til að leiðrétta laun Steinþórs komist kjararáð að þeirri niðurstöðu að endurskoða eigi þau fyrir árin 2011 og 2012. Stjórnin telur að ákvörðun launa Steinþórs af kjararáði kunni að vera í andstöðu við bæði samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og stjórnarskrá Íslands. Hún hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) erindi vegna þessa. Kjararáð hefur enn sem komið er ekki tekið ákvörðun um laun Steinþórs. 47 MILLJÓNIR STEINÞÓR PÁLSSON Umbun starfsfólks Landsbankans má rekja til uppgjörsins milli nýja og gamla Landsbankans frá 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4,3 milljarðar er virði hlutar starfsmanna í skilyrtu skuldabréfi að öllu leyti til ríkisins heldur var samið um að starfsmenn Lands- bankans myndu fá tvö prósent af heildarhlutafé hans ef takmarkinu yrði náð og átti sá hlutur að mynda stofn væntanlegs kaupaukakerfis innan bankans. Ekki liggur fyrir hversu mikið hver starfsmaður fær í sinn hlut þar sem bankinn hefur ekki kynnt útfærslu kaupaukakerfisins. Hluturinn átti að vera umbun fyrir árangur starfsmanna við hámörkun á alls átján eignum sem mynda stofn skuldabréfsins. Ljóst er að sú innheimta hefur gengið vel því virði skuldabréfsins var bók- fært á 26,5 milljarða króna í árslok 2010. Hefði það verið niðurstaðan hefði hlutur starfsmannanna verið 0,6 prósent. Samkvæmt ársreikningi Lands- bankans er virði bréfsins í lok síð- asta árs 87,5 milljarðar króna. Þrotabúið metur það hins vegar á 92 milljarða króna og endanleg fjár- hæð þess veltur á mati erlendra sér- fræðinga á áðurnefndum eignum. Eins og staðan er í dag munu starfsmennirnir því fá 1,9 til 2,0 prósenta hlut í bankanum. Skulda- bréfið verður gefið út í síðasta lagi 31. mars. Það verður í evrum, ber fljótandi vexti og með lokagjald- daga í október 2018, tíu árum eftir fall gamla Landsbankans. Greiða verður ársfjórðungslegar greiðslur af því frá og með næsta ári. thordur@frettabladid.is ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Ávöxtunarkrafa allra markflokka ríkisskuldabréfa hækkaði í gær um allt að eitt prósentustig. Er svo mikil kröfubreyting sjaldgæf á þessum markaði en dagvelta á markaðnum hefur aðeins einu sinni verið hærri frá bankahruni. Í morgunkorni greiningar Íslandsbanka í gær segir að hækkunina megi rekja til mats sumra á markaði á áhrifum frum- varps um breytingar á lögum um gjaldeyrismál sem tekið var til umræðu á þingi í gær. Telja sumir frumvarpið gera aflands- krónu eigendum óheimilt að fjár- festa í skuldabréfum. Aðrir telja það hins vegar oftúlkun. - mþl Frumvarp skók markaði: Krafa á skulda- bréf stórjókst MIÐLARI Dagurinn í gær var sá næst- veltumesti á skuldabréfamarkaði frá bankahruni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Hagar tvöfaldast Hlutabréfaverð Haga hefur síðustu daga sveiflast í kringum 27 krónur á hlut en því verði náðu bréfin í fyrsta sinn í síðustu viku. Þýðir það að verð Haga hefur tvöfaldast frá því að félagið var skráð á markað á verðinu 13,5 fyrir einungis fimmtán mánuðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.