Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 24
14. mars 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Baráttan hafin Nú, þegar nær dregur kosningum, er það að koma berlega í ljós sem átti svo sem alltaf að vera ljóst, að stjórnarandstaðan er ekki ein heild. Flokkarnir keppast nú við að marka sérstöðu sína, enda fá þeir ekki sam- eiginleg atkvæði. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði í gær Eygló Harðardóttur, þingmann Framsóknarflokksins, út í kosningastefnu flokks hennar. Vill hún banna verð- tryggingu? Þekkir hún kenn- ingar um að tekjulægra fólk þurfi að dreifa byrði af lánum, til dæmis með verðtryggingu? Ráð- leggur hún fólki að taka aðeins óverð- tryggð lán, sem í dag eru með 7,5 prósenta nafnvöxtum sem gætu hækkað, og hvað þýðir að leiðrétta stökkbreytt lán? Þá velti Pétur upp rauneðli eigna og skulda. „Ef bensínið á tanknum mínum hækkar yfir nótt, er ég þá ríkari?“ Lestu stefnuna Eygló reyndist eðlilega erfitt að svara þessum spurningum á þeim tveimur mínútum sem hún hafði til umráða. Sagði að best væri fyrir Pétur, og raunar aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að lesa tillögur hennar sjálfrar um málin. Kosningabaráttan er svo sannarlega hafin. Pólitískur þrýstingur? Ríkisútvarpið sýndi í gærkvöldi gamlar fréttaupptökur frá því árið 2001. Þá réttlætti Siv Friðleifsdóttir þá ákvörðun sína að snúa úrskurði Skipulagsstofnunar við og heimila Kárahnjúkavirkjun. Þá var sýnd klippa af Davíð Oddssyni, sem sagði þetta það eina rétta í stöðunni. „Hvað með pólitískan þrýsting?“ spurði frétta- maðurinn og fékk afsvar. Umræddan fréttamann mátti sjá á skjánum síðar um kvöldið, en þar var á ferð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Framsóknar- flokksins. kolbeinn@frettabladid.is Umræðan í aðdraganda komandi alþingis- kosninga snýst um þessar mundir að mestu um fortíðina. Það er varla minnst á það hvernig eigi að greiða niður gífur- legar skuldir hins opinbera, koma á efna- hagslegum stöðugleika og ná fram vax- andi kaupmætti. Krafist er að ríkið lækki skuldir þeirra sem keyptu skömmu fyrir hrun. Rökin eru þau að skuldirnar hafi stökkbreyst og að ósanngjarnt sé að þær verði greiddar að fullu. Nóg framboð er af stjórnmálaflokkum sem lofa skuldurum gulli og grænum skógum og skeyta lítið um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi þróun í þjóðfélaginu er mjög vara- söm og minnir á upplausnarástandið á 13. öldinni, í aðdraganda þess að þjóðin lét frá sér sjálfstæðið vegna innri sundrungar. Rökin fyrir kröfunni eru röng. Skuldirn- ar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verð- gildi krónunnar gerir það að verkum að fleiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Það er kaup mátturinn sem féll, þess vegna eiga margir í erfið- leikum með að standa undir skuldbinding- um sínum. Lækkun skulda með lagasetn- ingu þýðir einfaldlega að þær eru færðar til og aðrir einstaklingar borga. Þeir sem munu bera skulda tilfærsluna urðu fyrir sömu kjaraskerðingunni og skuldararn- ir. Hvers vegna eiga þeir að axla meiri byrðar en orðið er og hver eru rökin fyrir því að valdir skuldarar eigi að vera undan- þegnir kjaraskerðingunni? Byrðarnar munu einkum lenda á gamla fólkinu, örorkulífeyrisþegum og heilbrigðis- kerfinu. Þegar er meira en nóg í þeim efnum að gert og ekki á það bætandi. Einstaklingar og lánastofnanir búa við frelsi til þess að semja um fjárskuld- bindingar. Því frelsi fylgir hins vegar ábyrgð. Það er verkefni þessara aðila að semja um viðbrögð þegar forsendur breyt- ast verulega, eins og minnkandi kaup- máttur er dæmi um. Hvers vegna eru stjórnmála flokkar að færa ábyrgðina frá viðskiptabönkunum yfir á ríkissjóð á því að takast á við afleiðingar lán veitinga sinna? Íslandsbanki skreytir sig með því að endurgreiða hluta af vöxtum viðskipta- vina sinna. Bankinn hefur grætt 81 millj- arð króna frá hruni. Það gengur ekki að breyta leikreglunum eftir á og afnema ábyrgðina. Það þarf að líta til framtíðar áður en það verður gert. Frelsinu fylgir ábyrgð FJÁRMÁL Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður ➜ Skuldirnar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verðgildi krónunnar gerir það að verkum að fl eiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn í kvöld miðvikudaginn 21. mars kl 20 í Gullsmára 13. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins 2. Smári Smárason arkitekt flytur erindi um skipulag á skógræktarsvæðum umhverfis Guðmundarlund. 3. Önnur mál Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs Í dag fylgir Fréttablaðinu blað Geðhjálpar en samtökin voru stofnuð fyrir meira en þrjátíu árum. Þau hafa miklu breytt fyrir sína skjólstæðinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Síðustu ár hefur okkur tekist að horfast í augu við verstu hliðar fordóma okkar gagnvart geðsjúkum. Á sama tíma virðist vandinn hafa stóraukist ef marka má tölur um fjölda öryrkja vegna geðraskana. Á Íslandi eru öryrkjar með yfir 75 prósent örorku um fimmtán þúsund manns. Þetta er fólk sem getur ekki unnið fyrir sér og er að hluta eða öllu leyti á framfæri Trygginga- stofnunar ríkisins. Fjörutíu prósent, eða sex þúsund manns af þessum fimmtán þúsund, eru öryrkjar vegna geðraskana. Fyrir tuttugu árum voru öryrkjar í heild ekki nema sex þúsund og rétt um tuttugu prósent, eða tólf hundruð manns, voru öryrkjar vegna geðraskana. Hvers vegna öryrkjum fjölgaði á þessum tveimur ára- tugum og hlutfall öryrkja vegna geðraskana tvöfaldaðist hefur lítið verið rætt. Þó verður að taka fram að þessi þróun einskorðast ekki við Ísland. Hún er í samræmi við það sem er að gerast í nágrannalöndunum. Opinbera skýringin er oft sú að vakning hafi orðið hvað geðræna sjúkdóma varðar. Svo eru það fordómarnir. Þegar einhver meðal okkar veikist af geðrænum sjúkdómi er leiðin til baka löng. Margir geðsjúkir sem ná bata og vilja aftur gerast fullgildir með- limir í samfélaginu finna fyrir fordómum. Þeim eru oft allar dyr lokaðar og slíkar sögur lesum við oft í blöðunum og heyrum frá vinum og kunningjum. Fólk sem misst hefur vitið og fundið það aftur er oft litið hornauga á vinnumarkaði. En það ætti auðvitað að felast heilmikið virði í þeirri reynslu sem það hefur gengið í gegnum. Það virðist líka vera meiriháttar mál að fara af örorku- bótum. Matið sjálft er vitlaust hugsað og fólk flokkað niður eftir því sem það getur ekki. Miklu nær væri að örorkumat héti starfsgetumat og við reyndum að nálgast einstaklinginn út frá því sem hann getur í stað þess að einblína á það sem hann getur ekki. Tölfræðileikir um hvar þessi þróun mun enda skilar okkur litlu en allt stefnir í að öryrkjum vegna geðraskana muni fjölga mikið næstu misserin. Við erum mjög gjörn á að viðurkenna nýja og nýja sjúkdóma og flokka og setja fólk á lyf við þeim. Við gleymum oft að það sem getur haft úrslitaáhrif á fólk sem heyr baráttu við geðsjúkdóma er gott nærsamfélag. Oft skiptir það meira máli en geðdeildir og lyf að eiga góða nágranna, vinnufélaga og fjölskyldu. Sex þúsund öryrkjar vegna geðraskana: Að missa vitið en eiga afturkvæmt Mikael Torfason mikael@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.