Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 33

Fréttablaðið - 14.03.2013, Page 33
GEÐHJÁLP FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Geðsvið Landspítala Íslands er að innleiða batamiðaða þjónustu. Margrét Ófeigsdóttir, félagsráðgjafi á Kleppi og verkefnastjóri yfir batamiðaðri þjónustu, situr fyrir svörum um þessa fremur nýlegu hugmyndafræði. HVAÐ ER BATAMIÐUÐ ÞJÓNUSTA? „Bati felur í sér gildi um rétt einstaklinga til að skapa sér þýðingarmikið líf með eða án geðrænna einkenna. Hugmyndafræðin bygg- ir á sjálfsákvörðunartöku og sjálfsstjórn og leggur áherslu á vonina til að viðhalda hvatn- ingu og styðja við væntingar um þýðingar- mikið líf. Batamiðuð þjónusta snýr að því að aðstoða einstaklinga í þeirri vinnu að koma í veg fyrir frekari einkenni eða draga úr einkennum, samhliða því að auka lífsgæði. Hlutverk fag- aðila er að veita sjúklingum/þjónustuþegum bjargir til að taka ábyrgð á eigin lífi, sem og að veita faglega aðstoð og þekkingu sé þess óskað. Fagaðilar læra af og vinna með sjúk- lingum/þjónustuþegum sem eru sérfræðingar í eigin lífi og byggir samband þeirra á trausti, einlægni og heiðarleika.“ HEFUR ÞJÓNUSTAN EKKI ALLTAF VERIÐ BATAMIÐUÐ? „Viðhorf til geðfatlaðra breyttist víða í kring- um 1970 erlendis en þá spruttu upp notenda- hreyfingar sem börðust fyrir auknum mann- réttindum geðfatlaðra. Hér heima hefur svipuð þróun átt sér stað og hafa starfsmenn innan geðheilbrigðiskerfisins tileinkað sér þessa hugmyndafræði að einhverju leyti síðastlið- in ár. Þó er ekki hægt að segja að þjónustan hafi alltaf verið batamiðuð, sú meðferð sem veitt er í dag á geðsviði Landspítala er gjör- ólík þeirri sem veitt var hér áður. Má að miklu leyti þakka það samtökum notenda og aukinni þekkingu fagaðila. Unnið hefur verið eftir stefnunni í einhverjum mæli á geðsviðinu, s.s. í samfélagsgeðteyminu og á Laugar ási.“ HVAÐAN KEMUR ÞESSI HUGMYND? „Hugmyndafræðin hefur verið notuð í Nýja- Sjálandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Englandi, Írlandi og Skotlandi með góðum árangri Batamiðuð þjónusta – aukin lífsgæði Margrét Ófeigsdóttir, félagsráðgjafi á Kleppi, segir batamiðaða þjónustu snúa að því að aðstoða einstaklinga í þeirri vinnu að koma í veg fyrir frekari einkenni og draga úr einkennum samhliða því að auka lífsgæði. MYND/GVA BATAMIÐUÐ ÞJÓNUSTA Páll Matthíasson og Margrét Ófeigsdóttir. Bls. 1 og 5 HVAÐ VERÐUR GERT? Hvernig ætla fl okkarnir að efl a geð- heilbrigðisþjónustuna? Bls. 2, 3 og 4 Í VIÐJUM KVÍÐARÖSKUNAR Saga ellefu ára stúlku sem hefur glímt við kvíða frá fæðingu. Bls. 6 NAUÐUNGARVISTUN ENDURHUGSUÐ Eva Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, skrifar. Bls. 7 Starfsmenn Geðhjálpar, frá vinstri: Sólrún Ósk Lárusdóttir sálfræðingur, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir ráðskona og Eva Bjarnadóttir framkvæmdastjóri. Á myndina vantar Helenu Kristínu Jónsdóttur og Jóhannes Björn Sigurðsson. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.