Fréttablaðið - 14.03.2013, Side 36
14. MARS 2013 FIMMTUDAGUR4 ● geðhjálp
Við þökkum stuðninginn
■ NOTENDASTÝRÐ
HEILSUGÆSLA
Stjórnmálaflokkurinn Hægri
grænir fagnar spurningum
ykkar, stefnuskrá flokksins um
málefni aldraðra einstaklinga
með Alzheimerveiki og fram-
tíðarsýn okkar fyrir þann hóp er
skýr en ekki hafa verið haldnir
sértækir fundir enn um málefni
geðfatlaðra.
Við tökum þó undir stefnuskrá
sem byggir á einstaklingsfrelsi og einstaklings-
framtaki eins og birtist svo vel í stefnuyfir-
lýsingu Geðhjálpar á ágætri heimasíðu ykkar
www.gedhjalp.is:
❙ Komið verði á notendastýrðri aðstoð verði
valkostur í félagsþjónustu.
❙ Geðfatlaðir og aðrir sem þess óska fái tals-
mann/trúnaðarmann.
❙ Að þjónusta byggi á eftirfarandi grunn-
gildum:
❙ Virðing fyrir notendum, aðstandendum og
viðfangsefnum
velferðarkerfisins er forsenda góðrar þjónustu.
❙ Virkni er grundvöllur lífsgæða og því velferðar
hvers einstaklings.
❙ Velferð einstaklingsins, andleg jafnt sem
líkamleg.
Hægri grænir styðja aukna áherslu á að fyrsta
viðkoma í veikindum sé heilsugæslan, en til
þess að af slíku megi verða verður
að fjölga valkostum í rekstri slíkra
stöðva. Hægri grænir eru fylgjandi
því að koma á notendastýrðri
heilsugæslu í þá veru að fjármagn
fylgi neytendum en að rekstrar-
form verði blanda af ríkisreknu og
einkareknum heilsugæslustöðv-
um. Til að auka þátt heilsugæslu
í geðheilbrigðisþjónustu sem og
annarri heilbrigðisþjónustu verður
hins vegar að efla samvinnu,
svipað eins og reynt er nú með
samfélagsteymum.
Það er stefna Hægri grænna að allir eigi að
njóta grunnréttinda og ein slík réttindi eru
rétturinn til að búa í viðunandi húsnæði.
Hvernig húsnæðismál hvers og eins eru síðan
útfærð fer eftir mismunandi þörfum ein-
staklinga.
Það er í sjálfu sér ekki markmið Hægri grænna
að stytta biðlista eftir meðferðar þjónustu með
því að útvega húsnæði en stefna okkar er að
búa þeim sem glíma við fötlun möguleika sem
gerir þá jafnvíga ófötluðum í þjóðfélaginu.
Hægri grænir munu leitast við að efla heil-
brigðisþjónustuna og gera hana skilvirkari eins
fljótt og tök eru á og styðja allar tillögur þess
efnis. Hægri grænir munu leitast við að hafa
nána samvinnu við fulltrúa þjónustuþega í
ákvörðunum sínum, en stefna okkar er að auka
valkosti í heilbrigðisþjónustu.
Hægri grænir telja að gera verði ráð fyrir því
að veita auknu fjármagni í grunnþjónustu heil-
brigðiskerfisins og munu styðja slíkar tillögur.
■ EITT AF
FORGANGSMÁLUNUM
1a) Samfylkingin leggur áherslu
á að mótuð verði geðheil-
brigðisstefna eins og fram kemur
í heilbrigðisáætlun sem vel-
ferðarráðherra hefur lagt fram á
Alþingi. Velferðarráðuneytið á að
bera ábyrgð á slíkri stefnumótun
í samráði við sjúkrahús, heilsu-
gæslustöðvar og notendasamtök.
Með slíkri stefnu er geðheil-
brigðisþjónusta kortlögð og hægt að tryggja
að þjónusta sé veitt á réttum stigum, forvarnir
verða markvissari og tryggt að nauðsynleg
þjónusta sé í boði. Það er rauður þráður í
stefnunni að samþætta mismunandi hluta heil-
brigðiskerfisins til að bæta þjónustuna.
b) Samfylkingin vill að heilsugæslan verði
almennt fyrsti viðkomustaður fólks vegna heil-
brigðisþjónustu. Heilsugæslan hefur verið varin
þrátt fyrir mikla erfiðleika í ríkis fjármálum. Sam-
fylkingin vinnur að því að heilsugæslan tryggi
aðgang fólks að þverfaglegum teymum vegna
m.a. geðheilbrigðisvanda.
c) Geðfatlaðir eiga að fá stuðning til sjálfstæðis
og virkni í samfélaginu. Sjálfstæð búseta með
viðeigandi stuðningi er mikilvæg forsenda
þess. Straumhvarfaverkefninu lauk árið 2010
og sveitarfélögin tóku yfir málefni fatlaðra
árið 2011 og þar með búsetumálin. Ríkið og
sveitarfélög þurfa að vinna náið saman að
búsetumálum geðfatlaðra. Það er leiðin til
að stytta biðlista og tryggja
við eigandi þjónustu fyrir ein-
staklingana.
2 Geðheilbrigðismálin eru eitt af
forgangsmálunum í heilbrigðis-
málum. Mikil umræða hefur átt
sér stað að undanförnu á vegum
félagasamtaka eins og Geð-
hjálpar, í fjölmiðlum og á Alþingi
um geðheilbrigðismál. Á LSH er
mikill metnaður í þessum mála-
flokki og margir leita nú þegar til
heilsugæslunnar vegna geðræns
vanda. Það hefur skapast góður
jarðvegur fyrir umbætur í málaflokknum.
Samfylkingin vill hefja nú þegar mótun geð-
heilbrigðisstefnu og nýta næsta kjörtímabil
til að efla heilsugæsluna með þverfaglegum
teymum og vinna að fjölgun búsetuúrræða
með sveitarfélögunum.
3 Metnaður okkar í Samfylkingunni er að
auka fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu eftir
kostum. Aukin samvinna og þjónusta á réttu
þjónustustigi leiða einnig til betri nýtingar
fjármuna. Fyrstu skrefin eru að skapa samráðs-
vettvang og finna sameiginlega þær lausnir
sem ráðast má í strax með breyttu vinnulagi
og gera síðan tímasetta framkvæmdaáætlun á
grundvelli geðheilbrigðisstefnu með fjárhags-
ramma.
4 Já. Samfylkingin leggur áherslu á mótun
geðheilbrigðisstefnu til að bæta þjónustuna og
nýta sérfræðiþekkingu og fjármuni sem best. Til
að það sé mögulegt þarf samráðsvettvang.
■ FORGANGSVERKEFNI
1 Sjálfstæðisflokkurinn mun vinna
að eflingu hugrænna atferlis-
meðferða (HAM) í heilsugæslunni
með samningum við sálfræðinga
á geðsviði Landspítala. Nú njóta
fimm heilsugæslustöðvar slíkrar
þjónustu. Um gagnreynda með-
ferð er að ræða sem hefur reynst
árangursrík, hagkvæm og fallið not-
endum vel í geð. Sjálfstæðisflokkur-
inn vill auka framboð þjónustunnar.
Að lokinni slíkri meðferð er hægt,
í samráði við heilsugæslulækna,
að meta hvort frekari meðferðar
er þörf og hvort hún á að tengjast
heilsugæslunni eða öðrum með-
ferðarúrræðum. Vert er að nefna
að í klínískum leiðbeiningum NICE,
landlæknis og annarra stofnana er
ávallt lagt til að fyrsta meðferð við
geðrænum vanda skuli vera HAM
og veita skuli meðferðina inni á
heilsugæslustöðvum.
Heilsugæslan er og
verður fyrsti við-
komustaður fólks
með geðraskanir, um
30% þeirra sem leita
þangað eiga fyrst og
fremst við geðrænan
vanda að stríða. Hún
verður það enn frekar
á næstu árum þar
sem geðlæknum
sem reka læknastofur
hefur fækkað. Sjálfstæðisflokkurinn
styður þá þróun sem orðið hefur
með tilkomu VIRK, þar sem heilsu-
gæslulæknar eiga auðveldara með
að vísa einstaklingum í sálfræði-
meðferð á vegum VIRK í tengslum
við starfsendurhæfingu þeim að
kostnaðarlausu.
a) Sjálfstæðisflokkurinn mun vinna
að eflingu hugrænna atferlismeð-
ferða í heilsugæslunni með samn-
ingum við sálfræðinga á geðsviði
Landspítala. Nú njóta fimm
heilsugæslustöðvar
slíkrar þjónustu. Um
gagnreynda meðferð
er að ræða sem hefur
reynst árangursrík,
hagkvæm og fallið
notendum vel í geð.
Vert er að nefna að í
klínískum leiðbein-
ingum NICE, land-
læknis og annarra
stofnana er ávallt lagt
til að fyrsta meðferð
við geðrænum vanda skuli vera
HAM og veita skuli meðferðina inni
á heilsugæslustöðvum.
b) Heilsugæslan er og verður
fyrsti viðkomustaður fólks með
geðraskanir, um 30% þeirra sem
leita þangað eiga fyrst og fremst
við geðrænan vanda að stríða.
Hún verður það enn frekar á næstu
árum þar sem geðlæknum sem
reka læknastofur hefur fækkað.
c) Þetta er að mati Sjálfstæðis-
flokksins forgangsverkefni. Það er
hvorki mannúðlegt né hagkvæmt
að fólk sem búið er að meðhöndla
búi á sjúkradeildum og torveldi
þannig meðferð annarra. Efla þarf
áfram þjónustukjarna sem sinna
þeim veikustu á staðnum, en geta
jafnframt sinnt öðrum í nágrenni
með margs konar stuðningi eftir
þörfum.
2 Á næsta kjörtímabili, komist Sjálf-
stæðisflokkurinn til valda.
3 Sjálfstæðisflokkurinn vill setja
geðheilbrigðismál í forgang, enda
hefur verið skorið mikið niður í
þeim málaflokki. Sá niðurskurður
hefur gengið nærri þjónustunni t.d.
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Því er þannig farið með margþætta
og sérhæfða þjónustu að það tekur
mun skemmri tíma að skera hana
niður en byggja hana upp á ný. Það
er mikilvægt að forgangsraða, flatur
niðurskurður er hættulegur. Hér er
um forgangsmál að ræða. Rann-
sóknir frá Bretlandi benda til þess
að kostnaður sem hlýst af auknu
aðgengi almennings að gagn-
reyndri meðferð s.s. HAM skilar sér
til baka í ríkissjóð m.a. með aukinni
þátttöku á vinnumarkaði.
4 Komist Sjálfstæðisflokkurinn til
valda mun hann leita til notenda
og fagfólks til að kanna hvernig
hægt sé að bæta þjónustuna sem
mest með gagnreyndum hætti og
í takt við óskir þessara aðila um
forgangsröðun. Það er mismunandi
hvernig skilvirkast er að standa að
slíku samráði eftir atvikum og eðli
þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn
trúir ekki á einn miðlægan al-
vitran samráðsvettvang, heldur
fremur á skilvirkt samráð á ýmsum
stigum í sem mestri nálægð bæði
við notanda og við þá sem veita
þjónustuna.
Svarið í heild má lesa á heimasíðu
Geðhjálpar, www.gedhjalp.is
Bjarni Benediktsson
Guðmundur Franklín Jónsson Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
SJÁLFSTÆÐIS
FLOKKURINN
SAMFYLKINGINHÆGRI GRÆNIR