Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 37
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 5geðhjálp ● Við þökkum stuðninginn Páll Matthíasson, geðlæknir og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir hugmyndafræðina að baki batamiðaðri heilbrigðisþjónustu afar góða. „Geðheilbrigðisþjónustan virkar ágæt- lega og skilar miklum árangri en það mætti vera meira af henni,“ segir Páll og tiltekur að tuttugu prósent af þjóð- hagslegu tapi vegna sjúkdóma tengist geðsjúkdómum. „Hins vegar fara að- eins átta prósent af kostnaði við heil- brigðiskerfið í að sinna geðheilbrigðis- málum,“ segir hann og telur þörf á úr- bótum. Inntur eftir því hver árangurinn af meðferðum á geðsviði sé svarar Páll að árangurinn megi meta á ýmsan hátt. „Á síðustu árum er í vaxandi mæli litið til starfshæfni, frekar en einkenna um sjúkdóm, þegar árangur er metinn. Það er betra að meðferð skili meiri færni og betri líðan, frekar en bara að ein- kenni hverfi,“ segir hann og bætir við að í sumum tilfellum nái fólki bata. „Í þeim skilningi að það getur lifað sjálf- stæðu ífi og gert það sem það langar til, þrátt fyrir að einhver einkenni geð- sjúkdóms séu enn til staðar. Fólk er ekki sjúkdómurinn, það er kannski með einhvern sjúkdóm eða vandamál en það þýðir ekki að það geti ekki gert fullt af hlutum og lifað innihaldsríku lífi,“ segir Páll. En er einhver pólitískur stuðningur við verkefnið og hugmynda fræðina um batamiðaða þjónustu? „Bata- hugmyndafræðin hefur svo sem ekki mikið komið inn á borð pólitíkurinnar en þetta er verklag sem við á Geðsviði Land spítalans og víðar í geðheilbrigðis- kerfinu viljum vinna eftir. Heilbrigðis- kerfið er að mínu mati tilbúið en það er samt best, eins og oftast þegar verið er að breyta menningu, að fara sér hægt og vanda sig. Við byrjum á endur hæfingu og réttar- og öryggisgeðdeild LSH inni á Kleppi en að auki eru ýmsar aðrar ein- ingar hjá okkur sem vinna þegar eftir þessari nálgun,“ svarar Páll. Hann segir helstu hindranir bata- miðaðrar þjónustu vera íhaldssemi og ótta við hið nýja. „Þetta eru þættir sem finnast í fari okkar allra, í bland við nýjungagirni, forvitni og vilja til að bæta hlutina.“ Hvað um framtíð batamiðaðrar þjónustu? „Við vitum af rannsóknum í öðrum löndum að batamiðuð þjónusta er valdefling í verki. Hugmyndafræði og nálgun sem leiðir til meiri ánægju hjá notendum þjónustunnar, meira sjálf- stæðis og betri árangurs. Jafnframt er starfsfólk ánægðara. Minn draumur er að aukið geðheilbrigði verði enn frek- ar en nú er samstarfsverkefni allra sem að málum koma; sjúklinga/notenda þjón- ustunnar, aðstandenda, starfsfólks og annarra sem áhuga hafa á málum.“ Valdefling í verki „Fólk er ekki sjúkdómurinn,“ segir Páll Matthíasson, geðlæknir og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala. MYND/GVA og hefur batamiðuð þjónusta verið sett inn í heilbrigðisstefnu ýmissa landa, þar á meðal Englandi. Við höfum horft til Eng- lands í okkar vinnu, til samtaka sem nefn- ast Rethink Mental Illness og til Sainsbury Center for Mental Health, og sett okkur í samband við fagaðila sem vinna út frá bata- miðaðri þjónustu.“ VIRKAR BATAMIÐUÐ ÞJÓNUSTA? „Fræðilega séð ætti batamiðuð þjónusta að virka og sýna rannsóknir frá níunda ára- tugnum að 25% til 33% þeirra sem höfðu fengið geðrof náðu bata. Bati er þó ekki ein- ungis bundinn við geðrofssjúkdóma. Eins og áður hefur komið fram byggir bati á viðhorfi þjónustuþega í garð eigin veikinda með eða án geðrænna einkenna. Ef þjónustuþegi upplifir aukin lífsgæði er hægt að segja að viðkomandi sé í bata. Þar sem bati er hug- lægur er erfitt að mæla hann en þó munum við reyna að árangursmæla þjónustuna með spurningalistum sem hannaðir eru út frá batamiðaðri þjónustu. Árangurinn ætti að sjást í auknum áhuga og aukinni virkni þjón- ustuþega og vera mælanlegur í minnkaðri þörf þeirra á þjónustu geðsviðs.“ HVERNIG ER GEÐDEILDIN Í STAKK BÚIN TIL AÐ VEITA ÞESSA ÞJÓNUSTU? „Í dag starfar fjölfaglegur samstarfshópur undir framkvæmdastjóra geðsviðs að inn- leiðingu batamiðaðrar þjónustu á endur- hæfingu geðsviðs Landspítala. Eins og áður sagði hafa margir starfs- menn innan Landspítala unnið eftir þessari hugmyndafræði leynt og ljóst síðastliðin ár og því er mannskapur til staðar til að veita þessa þjónustu ef vel er staðið að fræðslu og kennslu. Samstarfshópurinn hefur viðað að sér þekkingu að utan til að miðla áfram til starfsmanna. Með mikilli fræðslu, áhuga og vilja er kunnátta í beitingu á batamiðaðri þjónustu auðvelduð mjög. Varðandi fjármagnið hefur Land- spítalinn, eins og aðrar íslenskar stofnanir, þurft að glíma við takmörkuð fjárframlög. Mikill vilji er þó innan geðsviðsins um að láta þetta ganga hvernig svo sem vinnst til með fjármögnun. Að okkar mati er bati ábatasöm fjárfesting.“ HVERJAR ERU HELSTU HINDRANIRNAR? „Í breytingarferli sem þessu felst ákveðin áhætta í því að breyta starfsháttum, erfitt getur verið að stýra þróun stofnana í þá átt sem til er ætlast. Breytingar taka að jafnaði nokkur ár að ná rótfestu og því má segja að við verðum í mótunarfasa næstu árin. Mikill kraftur er þó í yfirmönnum og starfsfólki geðsviðs og mun það duga langt. Aðhald, áhugi og stuðningur hagsmunasamtaka mun án efa halda okkur við efnið og blása okkur byr undir báða vængi. Spurningin er ekki hvort batamiðuð þjónusta komist á þann stall sem við vildum helst sjá heldur hve- nær eða hversu hratt.“ BATASKÓLINN, HVAÐ ER ÞAÐ? „Bataskólinn er byggður á enskri fyrir- mynd þar sem kjörorðin eru von, stjórn og tækifæri. Skólinn er til merkis um að geð- sviðið vinni samkvæmt batamiðaðri þjón- ustu. Honum er ætlað að vera aðsetur fyrir starfsfólk og þjónustuþega sem vilja kynna sér innihald hugmyndafræðinnar. Til að byrja með verður skólinn staðsettur í aðal- byggingunni á Kleppi. Unnið er að því að koma upp fyrirlestraraðstöðu, bókasafni, tölvu- og vinnuaðstöðu. Markmið skólans er tvíþætt, að stuðla að bata þjónustuþega og skapa fræðasamfélag um bata. Bataskólinn mun ekki byggja á meðferðar nálgun heldur verður leitast við að hafa námsbrautir/námskeið sem byggja á hugmyndum um áhugavekjandi og vald- eflandi nám eftir getu nemenda. Hægt verð- ur að skrá sig á námskeið innan skólans og er þátttaka í starfi skólans byggð á áhuga hvers og eins. Bataskóli er vinnuheiti og er hópur að störfum við að marka skólanum stefnu, tilgreina sérstöðu skólans og móta námsbrautir/námskeið.“ Kynna má sér starfsemi bataskólans á fésbókarsíðu batamiðaðrar þjónustu, Bata- miðuð þjónusta á geðsviði Landspítala.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.