Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 46
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 30
TÍMAMÓT
„Það er margt gott að gerast í mál-
efnum kvenna í samfélaginu en líka
margt sjokkerandi sem kemur upp
á yfir borðið,“ segir Steinunn Rögn-
valdsdóttir, talskona Femínistafélags
Íslands, um stöðu femínismans á
Íslandi. Félagið er tíu ára í dag.
„Mér finnst staða kvenna hafa heil-
mikið skánað á þessum tíu árum og tel
okkur vera í sókn núna á mörgum svið-
um,“ segir Steinunn og heldur áfram.
„Það er samt þannig að þegar femín-
isminn er í sókn er hann líka alltaf
í mestri vörn því þegar verið er að
sækja fram í nafni jafnréttis verða líka
þeir sem standa á móti því trylltastir.
Þannig gerist oft tvennt um leið, fram-
gangurinn verður mestur og erfiðustu
þröskuldarnir birtast betur.“
Í tilefni afmælisins fær Kvennasögu-
safn Íslands afhenta sögu Femínista-
félagsins og gögn tengd henni. Sagan
var skrásett af Karen Ástu Kristjáns-
dóttir og Rósu Björk Bergþórsdóttur
undir handleiðslu Þorgerðar Einars-
dóttur, prófessors í kynjafræði, í verk-
efni sem var styrkt af Nýsköpunar-
sjóði námsmanna sumarið 2012. Verkið
verður afhent klukkan 17 á Kvenna-
sögusafni Íslands, Landsbókasafninu
í Þjóðarbókhlöðu. Í kvöld stendur svo
félagið, í samstarfi við MARK, Miðstöð
margbreytileika- og kynjarannsókna
við HÍ, fyrir málþingi á Háskólatorgi
undir yfirskriftinni Á sömu bylgju-
lengd? Það snýst um tíðaranda og sögu
kvenréttindabaráttu og femínisma á
Íslandi. Að því loknu verða svo tón-
leikar í Stúdentakjallaranum þar sem
tónlistarkonurnar Lay Low og Adda
troða upp. Steinunn tekur fram að allir
séu velkomnir og að hátíðahöldin séu
styrkt af Hlaðvarpanum.
Steinunn hefur verið talskona
Femínista félagsins í eitt ár. Þegar hún
tók við því embætti kveðst hún hafa
búist við enn meira áreiti en raun hafi
orðið á. „En hér í samfélaginu er kona
nokkur sem heitir Hildur Lilliendahl
sem hefur staðið eins og skjöldur fyrir
framan mig, án þess að vera beðin um
það. Þannig var Sóley Tómas dóttir
líka á sínum tíma og aðrir femín istar
stóðu í skjóli af henni,“ segir hún.
„Þetta sýnir vel flatan strúktúr félags-
ins, Sóley og Hildur hafa hvorug verið
talskonur ráðs Femínistafélagsins
en þær hafa verið öflugir máls varar
femínisma. Ég er kannski talskonan
sem svarar fyrirspurnum fjölmiðla en
það er fjöldi talskvenna og talsmanna
femínisma í samfélaginu öllu og það er
framlag þeirra sem skiptir sköpum.“
Steinunn segir opna fundi og gaman-
hittinga haldna á vegum Femínista-
félagsins að minnsta kosti einu sinni
í mánuði, en umræðuefnin séu marg-
vísleg og misalvarleg eftir því hvað
efst sé á baugi. Mæting á viðburði
hefur verið góð í vetur að hennar sögn.
„Fundargestir skipta alltaf nokkrum
tugum. Það er mjög mikilvægt að hafa
þennan vettvang til að skiptast á skoð-
unum og svo erum við með líka öfluga
Facebook-síðu.“ gun@frettabladid.is
Bæði í sókn og í vörn
Femínistafélagið er tíu ára í dag og fagnar því með ýmsum hætti. Steinunn Rögnvalds-
dóttir er talskona félagsins og fer hér yfi r stöðuna frá sínum bæjardyrum.
TALSKONA FEMÍNISTAFÉLAGSINS „Það er mjög mikilvægt að hafa þennan vettvang til að skiptast á skoðunum,“ segir Steinunn um hið tíu
ára félag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GUÐNA ALBERTS GUÐJÓNSSONAR
rennismíðameistara,
frá Súgandafirði.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustunnar Karitas,
hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar og líknardeildarinnar í
Kópavogi.
Sigríður Friðrikka Jónsdóttir
Rebekka G. Gundhus Anders Gundhus
Anna Ólafía Guðnadóttir Viðar Böðvarsson
Arnfríður Lára Guðnadóttir Sveinbjörn Lárusson
Kristín Guðnadóttir Einar Vignir Sigurðsson
Jóna Björk Guðnadóttir Jón Marinó Jónsson
Okkar ástkæri,
KARL HINRIK OLSEN
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
mánudaginn 25. febrúar 2013. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar HSS
fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju.
Jakobína Anna Olsen
Jenný Emilía Olsen Gunnar Jónatansson
Magdalena Olsen Valgeir Þorláksson
Karl Hinrik Olsen Elísabet Olsen
Rósbjörg S. K. Olsen Rafn Guðbergsson
Olav Ingvald Olsen Guðrún Halldórsdóttir
Jakobína Anna Olsen Tómas Guðlaugsson
Sólbjört Olsen
Sara K. Olsen
Agnar Már Olsen
börn þeirra og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vinarhug, aðstoð og stuðning í veikindum og
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
dóttur, móður, tengdamóður og ömmu,
HÓLMFRÍÐAR RÓSU
JÓSEPSDÓTTUR
Fjarðarhorni, Hrútafirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans, þá einkum starfs-
fólk blóðmeinadeildarinnar 11G fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Sigurður Geirsson
Jósep Rósinkarsson
Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir
Þorbjörg Helga Sigurðardóttir
Helgi Pétur Magnússon Elísabeth Inga Ingimarsdóttir
Andrés Smári Magnússon Rebekka María Jóhannesdóttir
Kristján Magnússon
Þórdís Sif Sigurðardóttir Gunnlaugur I. Gretarsson
Jósep Magnússon Ragnheiður Eyþórsdóttir
Þorvaldur Geir Sigurðsson Stefanía Anna Þórðardóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
afi og tengdafaðir,
GUÐMUNDUR KRISTINN GUÐJÓNSSON
(DIDDI)
kaupmaður,
Fljótaseli 8, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut laugardaginn 2. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þakkir til allra sem vottuðu okkur samúð við andlát og útför
hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki LSH og
heimahjúkrunar fyrir mjög góða umönnun.
Hedwig E. Meyer (Heiða)
Guðjón Karl Guðmundsson
Hilmar Andri Hilmarsson
Kolbrún Steinunn Hansdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og systir,
BJÖRK KRISTINSDÓTTIR
Þorláksgeisla 27, Reykjavík,
lést sunnudaginn 10. mars á Land-
spítalanum við Hringbraut. Útför hennar
fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn
19. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast Bjarkar er bent á Líf styrktarfélag
kvennadeildar Landspítalans.
Þröstur Þorvaldsson
Kristinn Andri Þrastarson Dagný Ingadóttir
Sólveig Þrastardóttir Gretar Þór Sæþórsson
barnabörn og systkini.
Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir,
afi og bróðir,
ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON
myndlistarmaður og rithöfundur,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 15. mars kl. 13.00.
Helena Jónsdóttir
Dagur Benedikt Reynisson
Sigrún Jónsdóttir og fjölskylda
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og fjölskylda
Gunnar Þorsteinsson og fjölskylda
Margrét Þorsteinsdóttir og fjölskylda
Innilegar þakkir til alla þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
HALLDÓRS S. SIGURÐSSONAR
Leynisbrún 16, Grindavík.
Jóna Þorkelsdóttir
Sigurður Halldórsson Laufey Þórdís Sigurðardóttir
Unnur Heiða Halldórsdóttir
Þorkell Halldórsson
og barnabörn.
Elskuleg systir okkar og frænka,
JÓHANNA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
Mýrum,
Villingaholtshreppi,
verður jarðsungin laugardaginn 16. mars
næstkomandi kl. 11.00 frá Selfosskirkju.
Jarðsett verður í Villingaholtskirkjugarði
í Flóa.
Kristinn Sigurðsson
Sigríður Friðsemd Sigurðardóttir
Margrét Sigurgeirsdóttir
og frændsystkini.
MERKISATBURÐIR
1828 Friðrik Sigurðsson, Agnes Magnúsdóttir og Sigríður Guð-
mundsdóttir myrða Natan Ketilsson og Pétur Jónsson á Illuga-
stöðum á Vatnsnesi og kveikja síðan í bænum.
1950 Steingrímur Steinþórsson verður forsætisráðherra og situr
ríkisstjórn hans til september 1953.
1964 Jack Ruby er sakfelldur fyrir að myrða Lee Harvey Oswald,
meintan morðingja Kennedys forseta Bandaríkjanna.
1967 Lík Kennedys Bandaríkjaforseta er flutt til frambúðar í
Arlington-kirkjugarð.
1991 Sexmenningarnir frá Birmingham, sem höfðu setið í
bresku fangelsi í sextán ár vegna sprengingar á krá, eru látnir
lausir eftir að dómstóll kveður upp þann úrskurð að lögreglan
hafi hagrætt eða búið til sannanir gegn þeim á sínum tíma.