Fréttablaðið - 14.03.2013, Qupperneq 52
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36
Mig langaði að
skrifa bók fyrir lesenda-
hóp sem hefur verið lítið
sinnt af íslenskum
höfundum.
M á l þ i N g I ð
MIlLiMáL Og MAtArLeIfAr
„Ég fékk hugmynd að sögu, öðru-
vísi sögu og ævintýralegri en ég
hef áður skrifað, og stóðst ekki
freistinguna og hjólaði í verkið,“
segir Stefán Máni rithöfundur. Í
næstu viku kemur út hjá Forlag-
inu bókin Úlfshjarta eftir hann en
í henni segir frá þeim Alexander
og Védísi sem eru 19 og 17 ára.
„Söguhetjurnar eiga það sam-
eiginlegt að vera utangarðs.
Alexander er hættur í skóla, hann
vinnur á kókbílnum og er dottinn
út úr vinahópnum sínum. Hún er
líka dálítið öðruvísi, á fáar vin-
konur. Í upphafi sögu býður hann
henni í bíó, þannig að byrjunin er
sakleysis leg en svo fara að ger-
ast mjög óvæntir hlutir. Og ég get
eigin lega ekki sagt þér meira,“
segir Stefán Máni, sem að þessu
sinni er ekki að skrifa fyrir alveg
sama markhóp og vanalega heldur
fyrir ungt fólk.
„Mig langaði að skrifa bók fyrir
lesendahóp sem hefur verið lítið
sinnt af íslenskum höfundum.
Erlendis hefur hugtakið young
adult verið notað um þennan
markhóp sem eru kannski les-
endur um það bil eldri en 15 ára.
Sem dæmi um svona bækur eru
Hungur leikarnir, Harry Potter
og Twilight-bækurnar sem mér
finnst allar mjög góðar.“
Stefán Máni upplýsir að hann
hafi sett sig í samband við ungt
fólk og látið lesa yfir fyrir sig
á meðan á ritunartíma sögunn-
ar stóð. „Ég er í þessari bók að
skrifa fyrir yngri lesendahóp en
vanalega og fannst því nauðsyn-
legt að koma mér í samband við
góðan hóp unglinga, leyfði þeim
að lesa og senda mér athugasemd-
ir. Það var mjög lærdómsríkt og
sannfærði mig reyndar líka um að
sagan virkaði.“
Spurður hvort bókin sé gerólík
hans fyrri verkum segir hann svo
ekki vera. „Þetta er alveg bók eftir
Stefán Mána þó að ég kannski
setji tóninn aðeins niður. Hún er
fjandi töff og alls ekki nein upp-
eldishandbók. Ég lagði upp með
að skrifa hratt og hafa gaman af
því en vandaði mig auðvitað. Og
bókin er vonandi bæði hröð og
skemmtileg, ég held að minnsta
kosti að vel hafi tekist til,“ segir
Stefán að lokum.
sigridur@frettabladid.is
MENNING
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR
14. MARS 2013
Fræðsla
17.00 Hugarafl og Geðheilsustöð
Breiðholts bjóða almenningi upp á
fyrirlestur þar sem fjallað verður um
tilfinningalegan vanda og leiðir til jafn-
vægis. Fyrirlesturinn verður haldinn
í sal félgsstarfs Árskóga, Árskógum 4.
Haraldur Erlendsson, yfirlæknir Heilsu-
stofnunar Hveragerðis, talar. Aðgangur
er ókeypis.
Sýningar
16.00 Sýningin Silfur...13 opnuð á Torgi
Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er
leitast við að gefa innsýn í fjölbreyti-
leika starfs gull- og silfursmiða.
17.00 Sýning á fyrstu tískulínu Ólafs
Helga Ólafssonar, Stariana Couture
by Ólafur Helgi, verður opnuð í
Menningar miðstöðinni Gerðubergi.
Um er að ræða útskriftarverkefni Ólafs
Helga í tísku- og textílhönnunarnámi
frá Nuova Accademia di Belle Arti
Milano.
Upplestur
18.00 Ragnheiður Ríkharðsdóttir les
36. Passíusálminn í Grafarvogskirkju í
tilefni föstunnar.
Uppákomur
12.15 Fatahönnuðurinn Steinunn
Sigurðardóttir velur og segir frá uppá-
haldsverki sínu á sýningunni Flæði á
Kjarvalsstöðum.
17.00 Haldið verður útgáfuhóf í Bóka-
búð Máls og Menningar að Laugavegi
18, í tilefni af útkomu bókar Arngunnar
Árnadóttur, Unglingar, sem er sú þriðja
í ritröðinni Meðgönguljóð. Léttar
veitingar verða í boði auk þess sem
Arngunnur mun lesa úr bók sinni og
árita eintök.
20.00 Haldin verður kvöldvaka á Kaffi
Smala á Ytra-Lóni á Langanesi. Þar
verða raktir þættir úr sögunni og fjallað
um Maríu- og Péturslömb. Aðgangur er
ókeypis og barinn verður opinn en eng-
inn posi verður á staðnum.
Leikrit
20.00 Verzlunarskóli Íslands heldur sér-
staka styrktarsýningu á söngleik sínum
V.Í. Will Rock You í Austurbæ. Sýningin
er til styrktar rannsóknum á arfgengri
heilablæðingu og er miðaverð kr. 2.500.
Tónlist
21.00 Fuglabúr FTT og Rásar 2 fer fram
á Café Rosenberg. Fram koma söng-
konurnar Unnur Birna, Védís Hervör,
Rósa Guðrún og Ósk Óskars. Aðgangs-
eyrir er kr. 2.000.
21.30 Reykjavík Sex Farm heldur kvöld
þar sem Death Is Not The End, DJ
Ravensclaw og Queerwolf koma fram.
Kvöldið verður haldið á Litlu gulu hæn-
unni, Laugavegi 22, og er aðgangseyrir
kr. 500. Aðeins er hægt að greiða með
peningum.
21.30 Hljómsveitin Bloodgroup heldur
útgáfutónleika í Iðnó í tilefni nýrrar
plötu sinnar, Tracing Echoes. Hljóm-
sveitin Samaris sér um upphitun.
Miðaverð er kr. 1.500.
22.00 Hljómsveitirnar Kajak og Dream-
cast spila á tónleikaröðinni Grasrótin á
Faktorý. Aðgangur er ókeypis.
22.30 Bítladrengirnir blíðu halda tón-
leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Fyrirlestrar
20.00 U3A Reykjavík stendur fyrir
málstofu um undirbúning starfsloka
í félagsheimilinu að Hæðargarði 31.
Frummælendur nálgast viðfangsefnið
út frá mismunandi sjónarhornum.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá
þá inni á visir.is.
Þetta er
fj andi töff bók
Stefán Máni rithöfundur fékk hugmynd að skáld-
sögu í ágúst í fyrra. Afraksturinn verður gefi nn út
í næstu viku, skáldsagan Úlfshjarta, en að sögn
höfundarins er hún ætluð ungu fólki.
STEFÁN MÁNI Skrifaði bókina Úlfshjarta hratt og hafði gaman af því. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hugtakið Young Adult Fiction er yfirleitt skilgreint þannig að það eigi við
um bækur sem eru skrifaðar og markaðssettar fyrir ungt fólk, tólf til átján
ára. Rannsóknir sýna þó að 55% þeirra sem kaupa bækurnar eru eldri en
átján ára.
Söguefnið er gjarnan með yfirnáttúrulegu ívafi eða þá í anda vísinda-
skáldsagna og oftar en ekki þarf aðalpersónan að takast á við ókunn öfl til
að komast til þroska. Söguhetjur eru unglingar í miklum meirihluta tilfella
og miðað er við að bækurnar séu um efni sem höfðar til unglinga.
Young Adult Fiction