Fréttablaðið - 14.03.2013, Side 56

Fréttablaðið - 14.03.2013, Side 56
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Enska hljómsveitin Suede sendir frá sér Bloodsports á mánudaginn. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar með nýju efni í ellefu ár og bíða aðdáend- ur hennar spenntir eftir útkomunni. Alls eru 24 ár liðin síðan Suede var stofnuð eftir að söngvarinn Brett Anderson, þáverandi kær- astan hans Justine Frischmann og Mat Osman auglýstu eftir gítarleik- ara í blaðinu NME. Bernard Butler fékk starfið og í framhaldinu nefndi Frischmann hljómsveitina Suede. Tveimur árum síðar var hún rekin úr bandinu eftir að hún hafði hætt með Anderson og byrjað með Damon Albarn í Blur. Suede hefur verið nefnd sem sú hljómsveit sem kom Britpop-bylgj- unni af stað og hefur fyrir vikið verið talin ein áhrifamesta enska rokksveit tíunda áratugarins. Fyrsta plata hennar, Suede, kom út árið 1993. Hún fór beint á topp breska vinsældalistans og hafði fyrsta plata hljómsveitar ekki selst jafn- hratt í tæpan áratug. Velgengnin hélt áfram því platan hlaut einnig hin virtu Mercury-verðlaun, enda voru þar flott lög á borð við Animal Nitrate og So Young. Næsta plata Suede, Dog Man Star, kom út ári síðar og fékk fínar viðtökur. Hún er af mörg- um talin meistarastykki sveitar- innar en brotthvarf gítarleikar- ans Bernards Butler, rétt áður en platan kom út, skyggði á verkið. Nýr gítarleikari, Richard Oakes, tók við af Butler og árið 1996 kom út Coming Up, sem varð til þess að vinsældir Suede jukust gífurlega víða um heim. Fimm lög komust í efsta sæti breska smáskífulistans og platan varð sú söluhæsta í sögu hljómsveitarinnar. Sveitin gaf út tvær hljóðvers- plötur til viðbótar, Head Music og A New Morning, og olli sú síðarnefnda miklum vonbrigðum. Ári síðar, 2003, var Suede öll. Í framhaldinu stofnuðu Anderson og Butler hina skammlífu The Tears en núna, ell- efu árum eftir A New Morning, er Suede mætt aftur og virðist endur- nærð eftir þetta langa frí. Upptökustjóri Bloodsports var Ed Buller, sá hinn sami og stýrði upptökum á fyrstu þremur plötum Suede og er greinilegt að Ander- son og félagar voru að sækjast eftir gamla, góða hljóminum. Breskir fjölmiðlar eru yfir sig hrifnir af plötunni. Tímaritin Mojo og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Í dómi Q segir að Suede takist að vera nútímaleg á sama tíma og hún haldi í fortíðina. Uncut gefur henni 7 af 10 og Clash 8 af 10, þar sem gagnrýnandinn segir plötuna ljósritun á upphaflegu Brit- pop-stefnunni. Svo fær hún fullt hús, eða fimm stjörnur, hjá The Daily Telegraph. freyr@frettabladid.is Snúa aft ur með stæl Bloodsports, fyrsta plata Suede í 11 ár með nýju efni, kemur út á mánudaginn. TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þýska „krautrokkið“ sem kom fram á áttunda áratugnum lifir góðu lífi á meðal tónlistaráhugamanna í dag. Það má heyra áhrif frá því hjá mörgum tónlistarmönnum af yngri kynslóðinni og frumkvöðlarnir njóta enn mikillar virðingar. Á meðal eftirminnilegustu tónleika síðasta árs á Íslandi voru t.d. tónleikar Damos Suzuki, fyrrum söngvara Can, í Gamla bíói og mikil eftirvænting ríkir fyrir komu Kraftwerk á Airwaves 2013. Kraftwerk og Damo Suzuki eiga það sameiginlegt að hafa unnið undir upptökustjórn Connys Plank, en hann er oft nefndur sem einn helsti áhrifavaldur krautrokksins. Konrad Plank var fæddur 3. maí 1940. Hann hóf ferilinn sem hljóðmaður hjá Marlene Dietrich en í lok sjöunda áratugarins byrjaði hann að vinna sem upptökustjóri. Hann var einn af frumkvöðlunum í því að nota hljóðverið á skapandi hátt. Hann notaði möguleika fjölrása- kerfisins til hins ýtrasta og bjó til stemningu í tónlist- inni með elektrónískum hljóðmyndum. Plank tók m.a. upp fyrstu fjórar plötur Kraftwerk, allar plötur Neu!, plötur Cluster og DAF. Upp úr 1980 varð hann mjög eftirsóttur og hljóðritaði þá m.a. Eurythmics, Ultravox og Killing Joke svo nokkur dæmi séu tekin. Conny Plank lést úr krabbameini árið 1987, 47 ára að aldri. Fyrir mánuði kom út nýtt safn tileinkað minningu Connys Plank. Það heitir Who‘s That Man– A Tribute To Conny Plank. Þetta eru fjórir diskar. Á þeim tveimur fyrstu er safn laga sem Conny átti þátt í að taka upp, á þeim þriðja eru nýjar endurgerðir og á fjórða disknum er tónleikaupptaka frá 1986 með Conny, Dieter Möbius og Arno Steffen. Þetta er vegleg og flott útgáfa sem hægt er að mæla með. Hver er þessi Conny? ÁHRIFAMIKILL Upptökustjórinn Conny Plank SUEDE Hljómsveitin Suede er skipuð þeim Brett Anderson, Neil Codling, Simon Gilbert, Richard Oakes og Mat Osman. NORDICPHOTOS/GETTY Útvarpsmaðurinn Ágúst Bogason hlustaði mikið á Suede þegar hún var að byrja og vonar að nýja platan sé góð. „Fyrstu tvær plöturnar voru alveg frábærar og í sjálfu sér sú þriðja líka,“ segir Ágúst, sem missti dálítið áhugann eftir að hún kom út. „Suede er eitt af þessum mótunarböndum mínum og ég er mjög spenntur fyrir nýju plötunni en líka svolítið kvíðinn að heyra hana. Lögin tvö sem ég hef heyrt lofa góðu og ég vona að það séu ekki einu góðu lögin,“ segir hann. „Það besta við þetta er að þeir hljóta að fara að spila meira opinberlega og hljómsveit eins og Suede á að vera á tónleikaferðalagi reglulega. Þó að þessi plata verði bara til þess að sveitin fari á tónleikaferðalag aftur og hendi í gömlu lögin með þessum nýju þá verður það ákveð- inn sigur fyrir aðdáendurna.“ Bæði spenntur og kvíðinn VILTU LÆRA LISTINA AÐ MUNA? „... alveg frábær ...“ B ILL GATES, THE GATES NOTES „... fyrst og fremst snjöll, fyndin og yndisleg ...“ DEBORAH BLUM, NEW SCIENTIST Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. 07.3.2013 ➜ 13.3.2013 LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Ásgeir Trausti Nýfallið regn 2 Pink / Nate Ruess Just Give Me a Reason 3 Valdimar Yfir borgina 4 Jónas Sigurðsson Fortíðarþrá 5 Ragnar Bjarnason / Lay Low Þannig týnist tíminn 6 Frank Ocean Lost 7 Rihanna / Mikky Ekko Stay 8 C2C Down the Road 9 Bruno Mars When I Was Your Man 10 Sin Fang Young Boys Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 2 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 3 Raggi Bjarna Dúettar 4 Skálmöld Börn Loka 5 Ýmsir Söngvakeppnin 2013 6 Retro Stefson Retro Stefson 7 Ólafur Arnalds For Now I Am Winter 8 Hjaltalín Enter 4 9 Valdimar Um stund 10 Jónas Sigurðsson Þar sem himin ber við haf

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.