Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 58

Fréttablaðið - 14.03.2013, Síða 58
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 Stórmyndin Anna Karenina verð- ur frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Sagan er byggð á stórvirki rússneska skáldsins Leo Tolstoj og skartar Keiru Knightley í hlutverki hinnar ógæfusömu Önnu Kareninu. „Allar hamingjusamar fjöl- skyldur eru eins, en sérhver óhamingju söm fjölskylda er óhamingju söm á sinn einstaka hátt.“ Á þessum fleygu orðum hefst skáldsagan um Önnu Karen- inu og gefur setningin tóninn fyrir það sem koma skal. Sagan segir frá hjónunum Önnu Karen- inu og Alexei Karenin sem lifa í ríkidæmi en eru samt afskaplega óhamingjusöm. Dag einn ferðast Anna Karenina frá hinni „bjúró- kratísku“ Sankti Pétursborg til hinnar frjálslyndu Moskvu í þeim tilgangi að koma á sáttum milli bróður síns og eiginkonu hans. Á meðan hún dvelur í Moskvu kynn- ist hún hinum töfrandi Alexei Vronsky greifa og brátt eiga þau í eldheitu ástarsambandi. Sam- band þeirra er síðan gert opin- bert og í kjölfarið er Anna Kar- enina útskúfuð úr samfélagi þeirra auðugu með hörmulegum afleiðingum. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright og handritið skrifaði Tom Stoppard. Wright hefur leik- stýrt myndum á borð við Pride & Prejudice, Atonement og Hanna. Tvær fyrrnefndu kvikmyndirn- ar fengu frábæra dóma og þá sér- staklega Atonement, sem hlaut sjö tilnefningar til Golden Globe- verðlaunanna, sjö til nefningar til Óskarsverðlaunanna og fjór- tán tilnefningar til BAFTA- verðlaunanna. Knightley og Wright, sem unnu fyrst saman við gerð Pride & Prejudice, leiða hér aftur hesta sína saman en með önnur hlutverk fara Jude Law, Aaron Taylor-Johnson, Alicia Vikander, Emily Watson, Kelly MacDonald og Bill Skarsgård, sem er yngri bróðir Alexanders Skars gård. Íslenska leikkonan Hera Hilmars- dóttir fer einnig með lítið hlut- verk í myndinni. Anna Karenina hefur hlotið misjafna dóma, enda erfitt að taka svo viðamikið bókmennta- verk og ætla að stytta það niður í tveggja tíma kvikmynd. Myndin hlýtur 6,7 í einkunn á kvikmynda- síðunni Imdb.com og 64 prósent á vefsíðunni Rotten tomatoes. com. Gagnrýnendur ýmist hylla myndina og leikstjórnarhæfileika Wright eða segja myndina mis- heppnaða og yfirborðskennda og eiga fátt skylt við hið bókmennta- lega stórvirki Tolstojs. Ást og hörmungar Anna Karenina verður frumsýnd annað kvöld. Myndin er byggð á stórvirki rúss- neska höfundarins Leo Tolstoj og fj allar um forboðna ást og afl eiðingar hennar. FORBOÐIN ÁST Anna Karenina fjallar um forboðna ást, útskúfun og hjartasorg. Leikkonan Keira Knightley fer með hlutverk Önnu Kareninu. ➜ Leikstjórinn Joe Wright er kvæntur sítarleikaranum Anoushku Shankar, dóttur tónlistar mannsins Ravi Shankar sem lést í desember. Þýskir kvikmyndadagar fara fram í þriðja sinn í Bíó Paradís um þess- ar mundir. Hátíðin hefst í dag og stendur til 24. mars næstkom- andi. Sjö kvikmyndir verða sýnd- ar á hátíðinni í ár. Það eru Goethe- stofnunin, Sendiráð Þýskalands, Sjónlínan, Katla Travel og RÚV sem standa að hátíðinni. Meðal þeirra kvikmynda sem verða sýndar eru kvikmynd í leikstjórn Margarethe von Trotta um hinn merka stjórnmálahugsuð Hannah Arendt, Stórar stelpur og Dreptu mig. Myndirnar eru allar á þýsku en með enskum texta. Þýskt í Paradís Þýskir bíódagar fara fram í þriðja sinn í Paradís. ÞÝSKT Í BÍÓ Þýskir bíódagar verða haldnir í Bíó Paradís um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ertu að flytja til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar? Halló Norðurlönd og EURES standa fyrir upplýsinga fundum um að flytja til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Fundirnir eru ætlaðir öllum þeim sem hyggja á vinnu eða nám í þessum löndum og eru ókeypis og öllum opnir. Farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning og atvinnuleit auk þess sem fulltrúi frá Ríkisskattstjóra kynnir skattamál. • Mánudaginn 18. mars kl. 18:00: Að flytja til Noregs • Miðvikudaginn 20. mars kl. 18:00: Að flytja Svíþjóðar • Miðvikudaginn 20. mars kl. 20:30: Að flytja til Danmerkur Námskeiðin fara fram í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1. Skráning á netfanginu hallo@norden.is og í síma 511 1808. Íslandsvinirnir Russell Crowe og Mark Wahlberg fara með aðal- hlutverkin í myndinni Broken City og þeim til halds og trausts er velska fegurðardísin Cather- ine Zeta-Jones. Þegar lögreglu- maðurinn Billy Taggart, leikinn af Wahlberg, er handtekinn fyrir morð á manni, sem hafði nauðgað og myrt sextán ára gamla systur kærustu hans, leitar vinur hans eftir aðstoð frá borgarstjóra New York borgar, Nicholas Hostetler, sem er leikinn af Crowe. Hostetler eyðir þá öllum sönnunargögnum gegn Taggart sem er frjáls ferða sinna. Hann þarf þó að segja skil- ið við lögregluna og gerist einka- spæjari. Sjö árum síðar innkallar Hostetler svo greiðann þegar hann biður Taggart að elta eiginkonu sína sem hann grunar um framhjá- hald. Þegar Taggart leysir málið kemur þó í ljós að ekkert er eins og það lítur út fyrir heldur er um að ræða svik á svik ofan. Nú þarf Taggart því að berjast gegn sínum fyrrum verndarengli og sanna að hann sé enginn morðingi, heldur aðeins lítið peð í risastórri svika- myllu. Danski leikstjórinn Niels Arden Oplev er þekktastur fyrir sænsku myndirnar Karlar sem hata konur, en hann reynir nú við Hollywood í fyrsta skipti með myndinni Dead Man Down. Myndin er hans fyrsta á ensku og skartar sjarma- tröllinu Colin Farrell í aðalhlut- verki. Farrell leikur þar atvinnu- morðingjann Victor sem starfar fyrir alræmdan glæpaforingja, Alphonse Hoyt, í þeim eina til- gangi að komast þar í innsta hring og ná fram hefndum á foringjan- um sem er ábyrgur fyrir morði á eiginkonu Victors og dóttur. Málin flækjast þó þegar nágrannakona Victors skýtur upp kollinum. Sú hefur verið að fylgjast með honum í dágóðan tíma og á í fórum sínum myndir af honum að fremja eitt morðið. Hún hefur þó ekki í hyggju að koma upp um hann, en notar myndirnar til að þvinga hann til að aðstoða sig við að ná fram eigin hefndum. Eins og við er að búast helst samband þeirra ekki einung- is viðskiptalegs eðlis mjög lengi. - trs Hefndarfull frumsýningarhelgi Hasar, svik, hefndir og fl ókin ástarsambönd einkenna myndir helgarinnar. FLÓKIÐ HJÓNABAND Russell Crowe og Catherine Zeta-Jones leika hjón í myndinni Broken City. Hjónabandið er þó síður en svo fullt af ást og trausti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.